Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaða döf er átt við þegar eitthvað er á döfinni?

Guðrún Kvaran

Orðið döf hefur fleiri en eina merkingu:

  1. lend,
  2. hvíld, deyfð, drungi,
  3. einskonar bálkur eða bekkur,
  4. spjót, spjótskaft í fornu skáldamáli,
  5. bleyta, óhreinindi.

Halldór Halldórsson (1958:66–68) tengir orðtakið að vera á döfinni við fyrstu merkinguna og sama gerir Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:143). Merkingin er ‚vera í undirbúningi‘ eiginlega ‚hálfrisið upp‘. Ásgeir nefnir einnig orðtakið liggja/sitja á döfinni undir sama merkingarlið orðsins döf.

Líkingin í orðtakinu að vera á döfinni er líklega dregin af hundi sem er sestur á rassinn til að hefja brátt störf eða leik á ný.

Halldór getur sér þess til að líkingin sé dregin „af hundi sem er í þann veginn að rísa upp frá hvíld sinni, er setztur á rassinn til að hefja brátt störf sín eða leiki að nýju.“ (68)

Jón G. Friðjónsson nefnir einnig þessa skýringu í Mergi málsins (2006:155) en bætir annarri við sem er sú að hugsanlega vísi líkingin til gunnfána sem festur er á spjót. Eitthvert merki er uppi og undirbúningur einhvers því hafinn. Líkingin er vissulega óljós en þá með rakkanum tel ég þó sennilegri. Benda má á orðtakið hökta eins og hundur á döf sem finna má í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans í málsháttasafni frá síðari hluta 17. aldar.

Heimildir:
  • Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Halldór Halldórsson. 1958. Örlög orðanna. Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Mál og menning, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.7.2015

Spyrjandi

Þórhallur Halldórsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða döf er átt við þegar eitthvað er á döfinni?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2015. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=69522.

Guðrún Kvaran. (2015, 14. júlí). Hvaða döf er átt við þegar eitthvað er á döfinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69522

Guðrún Kvaran. „Hvaða döf er átt við þegar eitthvað er á döfinni?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2015. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69522>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða döf er átt við þegar eitthvað er á döfinni?
Orðið döf hefur fleiri en eina merkingu:

  1. lend,
  2. hvíld, deyfð, drungi,
  3. einskonar bálkur eða bekkur,
  4. spjót, spjótskaft í fornu skáldamáli,
  5. bleyta, óhreinindi.

Halldór Halldórsson (1958:66–68) tengir orðtakið að vera á döfinni við fyrstu merkinguna og sama gerir Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:143). Merkingin er ‚vera í undirbúningi‘ eiginlega ‚hálfrisið upp‘. Ásgeir nefnir einnig orðtakið liggja/sitja á döfinni undir sama merkingarlið orðsins döf.

Líkingin í orðtakinu að vera á döfinni er líklega dregin af hundi sem er sestur á rassinn til að hefja brátt störf eða leik á ný.

Halldór getur sér þess til að líkingin sé dregin „af hundi sem er í þann veginn að rísa upp frá hvíld sinni, er setztur á rassinn til að hefja brátt störf sín eða leiki að nýju.“ (68)

Jón G. Friðjónsson nefnir einnig þessa skýringu í Mergi málsins (2006:155) en bætir annarri við sem er sú að hugsanlega vísi líkingin til gunnfána sem festur er á spjót. Eitthvert merki er uppi og undirbúningur einhvers því hafinn. Líkingin er vissulega óljós en þá með rakkanum tel ég þó sennilegri. Benda má á orðtakið hökta eins og hundur á döf sem finna má í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans í málsháttasafni frá síðari hluta 17. aldar.

Heimildir:
  • Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Halldór Halldórsson. 1958. Örlög orðanna. Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Mál og menning, Reykjavík.

Mynd:

...