Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hver fann upp spilastokkinn?

Einir Sturla Arinbjarnarson, Jón Helgi Guðmundsson og Ívar Daði Þorvaldsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hver fann upp spilastokkinn og hvaða spil var fyrst spilað?

Talið er að spilin hafi verið fundin upp í Kína á tímum Tangveldisins á 9. öld. Líklega hafa þau komið fram í kjölfarið á því að menn hófu að prenta á viðarkubba. Fyrsta spilið var kallað „Laufaleikur“ og var það spilað að minnsta kosti frá árinu 868. Ekki er þó vitað út á hvað leikurinn gekk. Enn fremur má nefna að erfitt hefur reynst að greina á milli hvort um eiginleg spil hafi verið að ræða eins og við þekkjum þau í dag eða dómínókubba.

Talið er að þessi mynd í handriti frá 14. öld sé sú fyrsta sem sýni fólk spila.

Á 11. öld dreifðust spilin um Asíu og voru komin alla leið til Egyptalands þaðan sem þau bárust til Evrópu seint á 14. öld, líklega á 8. áratug þeirrar aldar. Þrátt fyrir að Kínverjar hafi upphaflega notað prentun til að búa til sín spil eða dómínókubba, voru spilin á þessum tíma yfirleitt handmáluð. Þau voru þess vegna dýr og einungis á færi ríkra manna að eignast þau.

Spilastokkurinn sem barst frá Egyptalandi til Suður-Evrópu á 14. öld hafði fjórar sortir og innihélt líklega 52 spil, alveg eins og nútímaspilastokkur. Sortirnar voru þó öðruvísi, það er pólóprik, mynt, sverð og bikar. Pólóleikurinn var hins vegar lítt þekktur í Evrópu og því var pólóprikinu fljótlega skipt út fyrir kylfu. Enn fremur voru þrjú mannspil og tíu venjuleg spil. Seint á 15. öld var svo byrjað að nota ásinn sem hæsta spil í sumum spilum.

Elsta þekkta evrópska spilið skartar gosa í myntsort. Spilið er frá um það bil 1390-1410.

Snemma á 15. öld var hafið að prenta spil á við í Þýskalandi sem gerði það að verkum að þó voru ekki jafndýr í framleiðslu og áður. Undir lok 15. aldar lækkaði framleiðslukostnaðurinn enn frekar er skapalón komu til sögunnar í Frakklandi. Um það leyti breyttust sortirnar og urðu að þeim sem við þekkjum í dag: spaði, hjarta, tígull, lauf. Spaði og lauf eru svört en hjarta og tígul rauð.

Talið er að spilað hafi verið upp á peninga ekki löngu eftir að spilin komu fyrst fram. Þetta varð til þess að bæði í Mið-Austurlöndum og Evrópu reyndu yfirvöld að banna fjárhættuspil. Seinna meir tóku yfirvöld hins vegar til annarra ráða, til dæmis að setja skatt á framleiðendur spila og einokun á fjárhættuspil.

Þær sortir sem við þekkjum í dag komu til sögunnar undir lok 15. aldar í Frakklandi.

Spil voru orðin þekkt á Íslandi um 1750 en hafa líklega borist til landsins snemma á 16. öld eða jafnvel fyrr.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.6.2017

Spyrjandi

Valborg Elva Bragadóttir, f. 2006

Tilvísun

Einir Sturla Arinbjarnarson, Jón Helgi Guðmundsson og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hver fann upp spilastokkinn?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2017. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73655.

Einir Sturla Arinbjarnarson, Jón Helgi Guðmundsson og Ívar Daði Þorvaldsson. (2017, 23. júní). Hver fann upp spilastokkinn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73655

Einir Sturla Arinbjarnarson, Jón Helgi Guðmundsson og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hver fann upp spilastokkinn?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2017. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73655>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp spilastokkinn?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Hver fann upp spilastokkinn og hvaða spil var fyrst spilað?

Talið er að spilin hafi verið fundin upp í Kína á tímum Tangveldisins á 9. öld. Líklega hafa þau komið fram í kjölfarið á því að menn hófu að prenta á viðarkubba. Fyrsta spilið var kallað „Laufaleikur“ og var það spilað að minnsta kosti frá árinu 868. Ekki er þó vitað út á hvað leikurinn gekk. Enn fremur má nefna að erfitt hefur reynst að greina á milli hvort um eiginleg spil hafi verið að ræða eins og við þekkjum þau í dag eða dómínókubba.

Talið er að þessi mynd í handriti frá 14. öld sé sú fyrsta sem sýni fólk spila.

Á 11. öld dreifðust spilin um Asíu og voru komin alla leið til Egyptalands þaðan sem þau bárust til Evrópu seint á 14. öld, líklega á 8. áratug þeirrar aldar. Þrátt fyrir að Kínverjar hafi upphaflega notað prentun til að búa til sín spil eða dómínókubba, voru spilin á þessum tíma yfirleitt handmáluð. Þau voru þess vegna dýr og einungis á færi ríkra manna að eignast þau.

Spilastokkurinn sem barst frá Egyptalandi til Suður-Evrópu á 14. öld hafði fjórar sortir og innihélt líklega 52 spil, alveg eins og nútímaspilastokkur. Sortirnar voru þó öðruvísi, það er pólóprik, mynt, sverð og bikar. Pólóleikurinn var hins vegar lítt þekktur í Evrópu og því var pólóprikinu fljótlega skipt út fyrir kylfu. Enn fremur voru þrjú mannspil og tíu venjuleg spil. Seint á 15. öld var svo byrjað að nota ásinn sem hæsta spil í sumum spilum.

Elsta þekkta evrópska spilið skartar gosa í myntsort. Spilið er frá um það bil 1390-1410.

Snemma á 15. öld var hafið að prenta spil á við í Þýskalandi sem gerði það að verkum að þó voru ekki jafndýr í framleiðslu og áður. Undir lok 15. aldar lækkaði framleiðslukostnaðurinn enn frekar er skapalón komu til sögunnar í Frakklandi. Um það leyti breyttust sortirnar og urðu að þeim sem við þekkjum í dag: spaði, hjarta, tígull, lauf. Spaði og lauf eru svört en hjarta og tígul rauð.

Talið er að spilað hafi verið upp á peninga ekki löngu eftir að spilin komu fyrst fram. Þetta varð til þess að bæði í Mið-Austurlöndum og Evrópu reyndu yfirvöld að banna fjárhættuspil. Seinna meir tóku yfirvöld hins vegar til annarra ráða, til dæmis að setja skatt á framleiðendur spila og einokun á fjárhættuspil.

Þær sortir sem við þekkjum í dag komu til sögunnar undir lok 15. aldar í Frakklandi.

Spil voru orðin þekkt á Íslandi um 1750 en hafa líklega borist til landsins snemma á 16. öld eða jafnvel fyrr.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2017.

...