Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Hreiðar Þór Valtýsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Hreiðar Þór Valtýsson er fiskifræðingur, lektor og brautarstjóri við sjávarútvegsfræðibraut Háskólans á Akureyri (HA).

Hreiðar og félagar hans í sjávarútvegsfræðinni við HA (nemendur hafa líka verið virkir þátttakendur) hafa lagt mikla áherslu á miðlun og menntun tengda sjávarútvegi á öllum skólastigum. Ástæðuna má rekja til þess að á árunum 2005 til 2009 komu afar fáir nemendur í sjávarútvegsfræðinámið og lagst var í greiningarvinnu til að reyna að finna hugsanlegar ástæður. Ein af niðurstöðunum var að nemendur í framhaldsskólum töldu sig hafa fengið afar litla fræðslu um hafið og sjávarútveg í gegnum námsferil sinn, hvort sem það var í grunnskóla eða framhaldsskóla. Þeir þekktu bókstaflega ekki muninn á þorski og ýsu.

Viðfengsefni Hreiðars eru fjölbreytt. Hér er hann að kenna í alþjóðlegum sumaráfanga um lífríki sjávar í Eyjafirði.

Því var dregin sú ályktun að vísindamenn væru almennt séð ekki nógu duglegir að miðla rannsóknum og þekkingu sinni til almennings eða til annarra skólastiga en háskóla. Hreiðar hefur því tekið þátt í að gera rafbækur, myndbönd og vefsíður tengdar hafinu og sjávarútvegi til að bæta þar úr. Með kennslu við HA hefur hann einnig leiðbeint nemendum við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu Þjóðanna og farið árlega í sjóferðir á Húna II með 6. bekkingum úr grunnskólum Eyjafjarðar. Hann heldur einnig fyrirlestra í framhaldsskólum til að vekja áhuga á efninu.

Hreiðar stundar líka rannsóknir og er brennipunktur þeirra staða fiskistofna á norðurslóðum og áhrif umhverfisbreytinga og fiskveiðistjórnunar á þá. Hann er nú að vinna með gögn um afla og afkastagetu íslenska fiskiskipaflotans til að sjá hvort þau geti varpað mynd á stöðu fiskistofna langt aftur í tímann. Hreiðar hefur einnig komið að fjölmörgum öðrum rannsóknum, til dæmis á neðansjávarhverastrýtunum í Eyjafirði og á fiskistofnum í Viktoríuvatni í Afríku.

Hreiðar er fæddur á Akureyri árið 1967 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri tuttugu árum síðar. Hann er með BSc-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1994, með Bsh-gráðu árið 1995 og með MSc-gráðu frá Háskólanum í Bresku Kólumbíu árið 1999. Hreiðar starfaði í frystihúsi og á sjó á sínum yngri árum en eftir háskólanám hefur hann starfað hjá Hafrannsóknastofnun og Háskólanum á Akureyri. Hann var meðal annars útibústjóri Hafrannsóknastofnunarinnar á Akureyri í 5 ár.

Mynd:

  • Úr safni HÞV.

Útgáfudagur

5.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Hreiðar Þór Valtýsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2018. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75597.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 5. apríl). Hvað hefur vísindamaðurinn Hreiðar Þór Valtýsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75597

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Hreiðar Þór Valtýsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2018. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75597>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Hreiðar Þór Valtýsson rannsakað?
Hreiðar Þór Valtýsson er fiskifræðingur, lektor og brautarstjóri við sjávarútvegsfræðibraut Háskólans á Akureyri (HA).

Hreiðar og félagar hans í sjávarútvegsfræðinni við HA (nemendur hafa líka verið virkir þátttakendur) hafa lagt mikla áherslu á miðlun og menntun tengda sjávarútvegi á öllum skólastigum. Ástæðuna má rekja til þess að á árunum 2005 til 2009 komu afar fáir nemendur í sjávarútvegsfræðinámið og lagst var í greiningarvinnu til að reyna að finna hugsanlegar ástæður. Ein af niðurstöðunum var að nemendur í framhaldsskólum töldu sig hafa fengið afar litla fræðslu um hafið og sjávarútveg í gegnum námsferil sinn, hvort sem það var í grunnskóla eða framhaldsskóla. Þeir þekktu bókstaflega ekki muninn á þorski og ýsu.

Viðfengsefni Hreiðars eru fjölbreytt. Hér er hann að kenna í alþjóðlegum sumaráfanga um lífríki sjávar í Eyjafirði.

Því var dregin sú ályktun að vísindamenn væru almennt séð ekki nógu duglegir að miðla rannsóknum og þekkingu sinni til almennings eða til annarra skólastiga en háskóla. Hreiðar hefur því tekið þátt í að gera rafbækur, myndbönd og vefsíður tengdar hafinu og sjávarútvegi til að bæta þar úr. Með kennslu við HA hefur hann einnig leiðbeint nemendum við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu Þjóðanna og farið árlega í sjóferðir á Húna II með 6. bekkingum úr grunnskólum Eyjafjarðar. Hann heldur einnig fyrirlestra í framhaldsskólum til að vekja áhuga á efninu.

Hreiðar stundar líka rannsóknir og er brennipunktur þeirra staða fiskistofna á norðurslóðum og áhrif umhverfisbreytinga og fiskveiðistjórnunar á þá. Hann er nú að vinna með gögn um afla og afkastagetu íslenska fiskiskipaflotans til að sjá hvort þau geti varpað mynd á stöðu fiskistofna langt aftur í tímann. Hreiðar hefur einnig komið að fjölmörgum öðrum rannsóknum, til dæmis á neðansjávarhverastrýtunum í Eyjafirði og á fiskistofnum í Viktoríuvatni í Afríku.

Hreiðar er fæddur á Akureyri árið 1967 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri tuttugu árum síðar. Hann er með BSc-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1994, með Bsh-gráðu árið 1995 og með MSc-gráðu frá Háskólanum í Bresku Kólumbíu árið 1999. Hreiðar starfaði í frystihúsi og á sjó á sínum yngri árum en eftir háskólanám hefur hann starfað hjá Hafrannsóknastofnun og Háskólanum á Akureyri. Hann var meðal annars útibústjóri Hafrannsóknastofnunarinnar á Akureyri í 5 ár.

Mynd:

  • Úr safni HÞV.

...