Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Lára Jóhannsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Fyrirtæki skipta lykilmáli við að skapa þann auð sem velferð samfélagsins byggir á. Samhliða verðmætasköpuninni hafa fyrirtækin jákvæð og neikvæð áhrif á samfélag og umhverfi. Þau framleiða vörur og veita þjónustu, greiða skatta, skapa störf, gefa til góðgerðarmála og svo framvegis. Dæmi um neikvæð áhrif eru umhverfismengun, sóun á auðlindum, slæmur aðbúnaður starfsfólks, skattaundanskot og fleira. Það kemur því í hlut samfélagsins að móta reglur, formlegar og óformlegar, sem fyrirtæki starfa eftir sem og að setja fram væntingar sem fyrirtæki taka mið af í þeirra ytra og innra umhverfi.

Þessi samverkun fyrirtækja, samfélags og náttúrulegs umhverfis er viðfangsefni samfélagsábyrgðar fyrirtækja. Það er ekki nóg fyrir fyrirtæki að gefa til góðgerðarmála eða flokka pappír til að teljast samfélagslega ábyrg. Innleiðing samfélagsábyrgðar þarf að vera samþætt meginstarfsemi fyrirtækis og því hvernig það skapar arð. Fram til þessa hefur það lítt verið rannsakað hvernig stofnanafjárfestar eins og bankar, lífeyrirsjóðir og vátryggingarfélög geta beitt sér í málum sem snerta umhverfis- og samfélagsábyrgð. Þetta er eitt af rannsóknarefnum Láru Jóhannsdóttur og nýtir hún þar sérþekkingu sem byggir á áralangri starfsreynslu sem sérfræðingur, stjórnandi og stjórnarmaður í fjármálafyrirtækjum.

Eitt af rannsóknarverkefnum Láru Jóhannsdóttur er að kanna hvernig stofnanafjárfestar eins og bankar, lífeyrirsjóðir og vátryggingarfélög geta beitt sér í málum sem snerta umhverfis- og samfélagsábyrgð.

Lára hefur verið valin til þátttöku í samstarfsverkefni Fulbright á sviði Norðurskautsfræða fyrir tímabilið 2018-2019. Tilgangur samstarfsverkefnisins er að styrkja alþjóðlegt vísindasamstarf á sviði Norðurskautsmála og að auka gagnkvæman skilning á milli þjóða. Um er að ræða 18 mánaða verkefni með þátttöku 16 fræði- og vísindamanna frá ríkjum Norðurskautsráðsins, en Lára er eini Íslendingurinn sem tekur þátt að þessu sinni. Unnið verður í tveimur vinnuhópum sem hafa hvor sitt áherslusvið: samfélög í sókn (e. resilient communities) og sjálfbær hagkerfi (e. sustainable economies) og mun Lára taka þátt í síðarnefnda hópnum. Þátttakendur vinna bæði að eigin rannsókn og sem hluti af rannsóknarteymi. Rannsóknarverkefni Láru snýr að hlutverki vátryggingarfélaga í efnahagslegri þróun á Norðurskautssvæðinu.

Lára Jóhannsdóttir er fædd 1961. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1981, rekstrarfræðiprófi frá Háskólanum á Bifröst 1992, MBA-gráðu í alþjóðlegri stjórnun (með láði) frá Thunderbird School of Global Management 2006 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2012. Doktorsritgerð hennar ber heitið Nordic non-life insurers' interest in, and response to, environmental issues og byggir á viðtölum við 80 stjórnendur og sérfræðinga hjá 16 vátryggingafélögum sem starfa á Álandseyjum, Færeyjum, Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og í Svíþjóð, en hvert félag fyrir sig er meðal 2-4 stærstu vátryggingafélaganna í sínu heimalandi.

Lára hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu en hún starfaði um 14 ára skeið sem sérfræðingur og stjórnandi í vátryggingageiranum á Íslandi, auk þess sem hún hefur setið í stjórn lífeyrissjóðs frá árinu 2011. Lára er dósent í umhverfis- og auðlindafræði við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Mynd:
  • Úr safni LJ.

Útgáfudagur

8.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Lára Jóhannsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2018. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75631.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 8. apríl). Hvað hefur vísindamaðurinn Lára Jóhannsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75631

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Lára Jóhannsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2018. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75631>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Lára Jóhannsdóttir rannsakað?
Fyrirtæki skipta lykilmáli við að skapa þann auð sem velferð samfélagsins byggir á. Samhliða verðmætasköpuninni hafa fyrirtækin jákvæð og neikvæð áhrif á samfélag og umhverfi. Þau framleiða vörur og veita þjónustu, greiða skatta, skapa störf, gefa til góðgerðarmála og svo framvegis. Dæmi um neikvæð áhrif eru umhverfismengun, sóun á auðlindum, slæmur aðbúnaður starfsfólks, skattaundanskot og fleira. Það kemur því í hlut samfélagsins að móta reglur, formlegar og óformlegar, sem fyrirtæki starfa eftir sem og að setja fram væntingar sem fyrirtæki taka mið af í þeirra ytra og innra umhverfi.

Þessi samverkun fyrirtækja, samfélags og náttúrulegs umhverfis er viðfangsefni samfélagsábyrgðar fyrirtækja. Það er ekki nóg fyrir fyrirtæki að gefa til góðgerðarmála eða flokka pappír til að teljast samfélagslega ábyrg. Innleiðing samfélagsábyrgðar þarf að vera samþætt meginstarfsemi fyrirtækis og því hvernig það skapar arð. Fram til þessa hefur það lítt verið rannsakað hvernig stofnanafjárfestar eins og bankar, lífeyrirsjóðir og vátryggingarfélög geta beitt sér í málum sem snerta umhverfis- og samfélagsábyrgð. Þetta er eitt af rannsóknarefnum Láru Jóhannsdóttur og nýtir hún þar sérþekkingu sem byggir á áralangri starfsreynslu sem sérfræðingur, stjórnandi og stjórnarmaður í fjármálafyrirtækjum.

Eitt af rannsóknarverkefnum Láru Jóhannsdóttur er að kanna hvernig stofnanafjárfestar eins og bankar, lífeyrirsjóðir og vátryggingarfélög geta beitt sér í málum sem snerta umhverfis- og samfélagsábyrgð.

Lára hefur verið valin til þátttöku í samstarfsverkefni Fulbright á sviði Norðurskautsfræða fyrir tímabilið 2018-2019. Tilgangur samstarfsverkefnisins er að styrkja alþjóðlegt vísindasamstarf á sviði Norðurskautsmála og að auka gagnkvæman skilning á milli þjóða. Um er að ræða 18 mánaða verkefni með þátttöku 16 fræði- og vísindamanna frá ríkjum Norðurskautsráðsins, en Lára er eini Íslendingurinn sem tekur þátt að þessu sinni. Unnið verður í tveimur vinnuhópum sem hafa hvor sitt áherslusvið: samfélög í sókn (e. resilient communities) og sjálfbær hagkerfi (e. sustainable economies) og mun Lára taka þátt í síðarnefnda hópnum. Þátttakendur vinna bæði að eigin rannsókn og sem hluti af rannsóknarteymi. Rannsóknarverkefni Láru snýr að hlutverki vátryggingarfélaga í efnahagslegri þróun á Norðurskautssvæðinu.

Lára Jóhannsdóttir er fædd 1961. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1981, rekstrarfræðiprófi frá Háskólanum á Bifröst 1992, MBA-gráðu í alþjóðlegri stjórnun (með láði) frá Thunderbird School of Global Management 2006 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2012. Doktorsritgerð hennar ber heitið Nordic non-life insurers' interest in, and response to, environmental issues og byggir á viðtölum við 80 stjórnendur og sérfræðinga hjá 16 vátryggingafélögum sem starfa á Álandseyjum, Færeyjum, Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og í Svíþjóð, en hvert félag fyrir sig er meðal 2-4 stærstu vátryggingafélaganna í sínu heimalandi.

Lára hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu en hún starfaði um 14 ára skeið sem sérfræðingur og stjórnandi í vátryggingageiranum á Íslandi, auk þess sem hún hefur setið í stjórn lífeyrissjóðs frá árinu 2011. Lára er dósent í umhverfis- og auðlindafræði við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Mynd:
  • Úr safni LJ.

...