Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er skilgreiningin á samfélagsbanka, hlutverki hans og þjónustu við samfélagið?

Gylfi Magnússon

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Hugtakið samfélagsbanki er ekki mjög vel skilgreint og til dæmis ekkert minnst á það í íslenskri löggjöf um fjármálakerfið. Engu að síður er óhætt að fullyrða að almennt sé átt við banka eða sparisjóð sem rekinn er með einhver samfélagsleg markmið að leiðarljósi fremur en hagnað eigenda. Hver þau samfélagslegu markmið nákvæmlega eru getur hins vegar verið mjög mismunandi.

Oft er miðað við að samfélagsbankar séu í eigu hins opinbera en það þarf þó ekki að vera. Bankar sem eru í eigu hins opinbera þurfa heldur ekki að vera samfélagsbankar, þeir geta hæglega verið reknir að mestu eins og fyrirtæki í einkaeigu og með hagnað eigandans, það er hins opinbera, að markmiði.

Íslenska banka- og sparisjóðakerfið á 19. og lengst af á 20. öld einkenndist af stofnunum sem kalla má samfélagsbanka. Annars vegar voru starfandi sparisjóðir sem voru ein tegund samvinnufélaga og greiddu ekki út arð til eigenda með hefðbundnum hætti þótt þeir gætu greitt vexti af stofnfé að ákveðnu marki. Hins vegar voru bankar í eigu ríkisins. Þeir voru undir pólitískri stjórn, það er bankaráð og bankastjórnir voru pólitískt skipaðar. Bönkunum var því ætlað að starfa að einhverjum tilteknum pólitískum markmiðum sem gátu breyst eftir því hvaða pólitísku vindar léku um Alþingi.

Fyrsta undantekningin frá þessu samfélagsbankakerfi var Íslandsbanki hinn fyrsti, sem tók til starfa 1904. Hann var í einkaeigu og skráður í kauphöll, raunar eina íslenska fyrirtækið sem náði því fyrr en á síðasta áratug 20. aldar. Honum var því ætlað að starfa sem hefðbundinn einkabanki og búa til hagnað og arð fyrir hluthafana. Það gekk nú hins vegar fremur brösuglega og á endanum tók ríkið reksturinn yfir og stofnaði Útvegsbankann á rústunum árið 1930. Útvegsbankinn var í fyrstu hlutafélag, eins og Íslandsbanki hafði verið, en var síðar breytt í hreinan ríkisbanka.

Nokkrir einkabankar tóku til starfa upp úr miðri síðustu öld. Þeir voru upphaflega ein tegund samfélagsbanka og stofnaðir til að tryggja tilteknum þjóðfélagshópum aðgang að bankaþjónustu. Á myndinni sést auglýsing frá Iðnaðarbankanum frá árinu 1968.

Nokkrir aðrir einkabankar tóku til starfa upp úr miðri síðustu öld. Þótt þeir hafi orðið á endanum nokkuð hefðbundnir einkabankar sem reknir voru í hagnaðarskyni þá voru þeir upphaflega ein tegund samfélagsbanka. Iðnaðarbankinn, Verzlunarbankinn og Alþýðubankinn voru stofnaðir til að tryggja tilteknum þjóðfélagshópum aðgang að bankaþjónustu. Þannig voru bakhjarlar Iðnaðarbankans iðnaðarmenn og iðnfyrirtæki, verslunarmenn stofnuðu Verzlunarbankann og verkalýðshreyfingin var bakhjarl Alþýðubankans. Þessir þrír bankar eignuðust á endanum Útvegsbankann og Íslandsbanki nr. 2 var stofnaður úr öllum fjórum. Jafnframt var Samvinnubankinn í eigu samvinnuhreyfingarinnar og vann að hagsmunum hennar þangað til hann sameinaðist Landsbankanum.

Ástæða þess að einstakir þjóðfélagshópar sáu sér hag í að stofna eigið fjármálafyrirtæki á þessum tíma var fyrst og fremst sú skömmtun á lánsfé sem var landlæg. Vöxtum var haldið niðri með pólítískum ákvörðunum, langt fyrir neðan eðlilegt markaðsverð, og því biðraðir eftir lánum. Forgangur í því biðraðakerfi fór meðal annars eftir pólítískum tengslum. Raunar voru ekki bara biðraðir eftir lánum, þær voru líka notaðar til að úthluta gjaldeyri svo að þar skiptu pólitísk tengsl einnig máli.

Bankakerfið sem hrundi árið 2008 var hefðbundið einkabankakerfi. Sparisjóðakerfið sem hrundi einnig að mestu hafði sömuleiðis hætt að verulegu leyti að starfa sem samfélagsbankakerfi. Meðal annars hafði nokkrum sparisjóðum verið breytt í hlutafélög þannig að enginn eðlismunur var á þeim sparisjóðum og bönkum í einkaeigu. Nokkrir litlir sparisjóðir lifðu þó af og starfa enn líkt og hefðbundnir sparisjóðir, meðal annars geta þeir ekki greitt út arð. Má því kalla þá samfélagsbanka. Aðrir íslenskir bankar eru ekki reknir á þeim forsendum nú þrátt fyrir að íslenska ríkið eigi þá að verulegu leyti.

Þessu til viðbótar má benda á sérhæfðari fjármálastofnanir sem starfa á tilteknum sviðum og er ekki ætlað að hafa hagnað að leiðarljósi. Af þeim er Íbúðalánasjóður langstærstur en einnig má til dæmis nefna Lánasjóð íslenskra námsmanna og Byggðastofnun. Þær stofnanir gætu allar talist samfélagsbankar þótt þær stundi vitaskuld ekki alhliða bankastarfsemi og hafi ekki starfsleyfi sem bankar.

Finna má ýmis dæmi um banka sem telja verður samfélagsbanka í öðrum löndum en þeim verða ekki gerð skil hér.

Að lokum má geta þess að algengt er að fjármálafyrirtæki setji sér ýmis háleit markmið um samfélagsábyrgð. Það breytir þeim þó ekki í samfélagsbanka nema að gengið sé það langt að arðgreiðslur til eigenda séu ekki lengur meðal lykilmarkmiða.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

25.10.2016

Spyrjandi

Lára Hanna Einarsdóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hver er skilgreiningin á samfélagsbanka, hlutverki hans og þjónustu við samfélagið?“ Vísindavefurinn, 25. október 2016, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71477.

Gylfi Magnússon. (2016, 25. október). Hver er skilgreiningin á samfélagsbanka, hlutverki hans og þjónustu við samfélagið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71477

Gylfi Magnússon. „Hver er skilgreiningin á samfélagsbanka, hlutverki hans og þjónustu við samfélagið?“ Vísindavefurinn. 25. okt. 2016. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71477>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er skilgreiningin á samfélagsbanka, hlutverki hans og þjónustu við samfélagið?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Hugtakið samfélagsbanki er ekki mjög vel skilgreint og til dæmis ekkert minnst á það í íslenskri löggjöf um fjármálakerfið. Engu að síður er óhætt að fullyrða að almennt sé átt við banka eða sparisjóð sem rekinn er með einhver samfélagsleg markmið að leiðarljósi fremur en hagnað eigenda. Hver þau samfélagslegu markmið nákvæmlega eru getur hins vegar verið mjög mismunandi.

Oft er miðað við að samfélagsbankar séu í eigu hins opinbera en það þarf þó ekki að vera. Bankar sem eru í eigu hins opinbera þurfa heldur ekki að vera samfélagsbankar, þeir geta hæglega verið reknir að mestu eins og fyrirtæki í einkaeigu og með hagnað eigandans, það er hins opinbera, að markmiði.

Íslenska banka- og sparisjóðakerfið á 19. og lengst af á 20. öld einkenndist af stofnunum sem kalla má samfélagsbanka. Annars vegar voru starfandi sparisjóðir sem voru ein tegund samvinnufélaga og greiddu ekki út arð til eigenda með hefðbundnum hætti þótt þeir gætu greitt vexti af stofnfé að ákveðnu marki. Hins vegar voru bankar í eigu ríkisins. Þeir voru undir pólitískri stjórn, það er bankaráð og bankastjórnir voru pólitískt skipaðar. Bönkunum var því ætlað að starfa að einhverjum tilteknum pólitískum markmiðum sem gátu breyst eftir því hvaða pólitísku vindar léku um Alþingi.

Fyrsta undantekningin frá þessu samfélagsbankakerfi var Íslandsbanki hinn fyrsti, sem tók til starfa 1904. Hann var í einkaeigu og skráður í kauphöll, raunar eina íslenska fyrirtækið sem náði því fyrr en á síðasta áratug 20. aldar. Honum var því ætlað að starfa sem hefðbundinn einkabanki og búa til hagnað og arð fyrir hluthafana. Það gekk nú hins vegar fremur brösuglega og á endanum tók ríkið reksturinn yfir og stofnaði Útvegsbankann á rústunum árið 1930. Útvegsbankinn var í fyrstu hlutafélag, eins og Íslandsbanki hafði verið, en var síðar breytt í hreinan ríkisbanka.

Nokkrir einkabankar tóku til starfa upp úr miðri síðustu öld. Þeir voru upphaflega ein tegund samfélagsbanka og stofnaðir til að tryggja tilteknum þjóðfélagshópum aðgang að bankaþjónustu. Á myndinni sést auglýsing frá Iðnaðarbankanum frá árinu 1968.

Nokkrir aðrir einkabankar tóku til starfa upp úr miðri síðustu öld. Þótt þeir hafi orðið á endanum nokkuð hefðbundnir einkabankar sem reknir voru í hagnaðarskyni þá voru þeir upphaflega ein tegund samfélagsbanka. Iðnaðarbankinn, Verzlunarbankinn og Alþýðubankinn voru stofnaðir til að tryggja tilteknum þjóðfélagshópum aðgang að bankaþjónustu. Þannig voru bakhjarlar Iðnaðarbankans iðnaðarmenn og iðnfyrirtæki, verslunarmenn stofnuðu Verzlunarbankann og verkalýðshreyfingin var bakhjarl Alþýðubankans. Þessir þrír bankar eignuðust á endanum Útvegsbankann og Íslandsbanki nr. 2 var stofnaður úr öllum fjórum. Jafnframt var Samvinnubankinn í eigu samvinnuhreyfingarinnar og vann að hagsmunum hennar þangað til hann sameinaðist Landsbankanum.

Ástæða þess að einstakir þjóðfélagshópar sáu sér hag í að stofna eigið fjármálafyrirtæki á þessum tíma var fyrst og fremst sú skömmtun á lánsfé sem var landlæg. Vöxtum var haldið niðri með pólítískum ákvörðunum, langt fyrir neðan eðlilegt markaðsverð, og því biðraðir eftir lánum. Forgangur í því biðraðakerfi fór meðal annars eftir pólítískum tengslum. Raunar voru ekki bara biðraðir eftir lánum, þær voru líka notaðar til að úthluta gjaldeyri svo að þar skiptu pólitísk tengsl einnig máli.

Bankakerfið sem hrundi árið 2008 var hefðbundið einkabankakerfi. Sparisjóðakerfið sem hrundi einnig að mestu hafði sömuleiðis hætt að verulegu leyti að starfa sem samfélagsbankakerfi. Meðal annars hafði nokkrum sparisjóðum verið breytt í hlutafélög þannig að enginn eðlismunur var á þeim sparisjóðum og bönkum í einkaeigu. Nokkrir litlir sparisjóðir lifðu þó af og starfa enn líkt og hefðbundnir sparisjóðir, meðal annars geta þeir ekki greitt út arð. Má því kalla þá samfélagsbanka. Aðrir íslenskir bankar eru ekki reknir á þeim forsendum nú þrátt fyrir að íslenska ríkið eigi þá að verulegu leyti.

Þessu til viðbótar má benda á sérhæfðari fjármálastofnanir sem starfa á tilteknum sviðum og er ekki ætlað að hafa hagnað að leiðarljósi. Af þeim er Íbúðalánasjóður langstærstur en einnig má til dæmis nefna Lánasjóð íslenskra námsmanna og Byggðastofnun. Þær stofnanir gætu allar talist samfélagsbankar þótt þær stundi vitaskuld ekki alhliða bankastarfsemi og hafi ekki starfsleyfi sem bankar.

Finna má ýmis dæmi um banka sem telja verður samfélagsbanka í öðrum löndum en þeim verða ekki gerð skil hér.

Að lokum má geta þess að algengt er að fjármálafyrirtæki setji sér ýmis háleit markmið um samfélagsábyrgð. Það breytir þeim þó ekki í samfélagsbanka nema að gengið sé það langt að arðgreiðslur til eigenda séu ekki lengur meðal lykilmarkmiða.

Mynd:

...