Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 171 svör fundust

Einn er lítil tala en milljón stór, hvenær verða tölurnar stórar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Einn er lítið, milljón er mikið, en hvenær byrjar mikið? Þessari spurningu er hægt að svara á nokkra vegu. Ef við gefum okkur fyrst að forsenda spyrjanda sé rétt, það er að einn sé lítil tala og milljón stór tala, þá finnst engu að síður engin ein tala á bilinu einn ti...

Nánar

Hvaða tvær stjörnur sjást í norðvestri þessa dagana um kl. 21.00?

Undanfarnar vikur hafa reikistjörnurnar Venus og Júpíter skinið skært á kvöldhimninum í vestri. Venus hefur smám saman verið að hækka á lofti á meðan Júpíter lækkar þegar hann nálgast sólina. Venus er næstbjartasta fyrirbæri stjörnuhiminsins og Júpíter þriðja bjartasta. Aðeins tunglið er bjartara. Venus er o...

Nánar

Hvað eru til margar tegundir af þróunarkenningunni og hvað kallast þær?

Margir hafa sett fram þróunarkenningar, svo sem hinn gríski Anaximander eða frakkarnir Buffon og Lamarck og að sjálfsögu Charles Darwin. En spurt er um tegundir eða gerðir af þróunarkenningum. Færa má fyrir því rök að til séu tvenns konar þróunarkenningar. Þróun er breyting á ástandi einhvers kerfis í tíma. Þróu...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Sporðdrekann?

Sporðdrekinn (lat. Scorpius) er tiltölulega stórt en mjög áberandi stjörnumerki á suðurhveli himins. Merkið var eitt hinna 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn Ptólemaíos lýsti í riti sínu Almagest frá 2. öld e.Kr. Sporðdrekinn sést ekki nema að örlitlu leyti frá Íslandi. Sólin gengur leið sína eftir...

Nánar

Hvernig er þróun sólstjarna háttað?

Við rannsóknir á þróun sólstjarna standa stjarneðlisfræðingar frammi fyrir þeim vanda að geta ekki séð stjörnurnar breytast á sama hátt og hver og einn getur til dæmis fylgst með breytingum á eigin líkama. Ástæðan er sú að æviskeið stjarna er mælt í milljónum eða milljörðum ára. Stjarneðlisfræðingar verða þess veg...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um Karlsvagninn?

Karlsvagninn er hluti af stjörnumerkinu Stórabirni og er þekktasta samstirnið sem sést frá Íslandi. Hugtakið samstirni er notað yfir mynstur á himninum sem eru ekki sjálfstæð stjörnumerki. Önnur þekkt samstirni eru Sjöstirnið og Sumarþríhyrningurinn. Raunar minnir Karlsvagninn frekar á pott heldur en vagn Karl...

Nánar

Af hverju lýsa stjörnur?

Stjörnur lýsa vegna þess að þær geisla frá sér orku sem myndast við kjarnahvörf í kjörnum stjarnanna, en þessi hvörf eiga sér stað vegna þess hve mikill hiti og þrýstingur er þar til staðar. Í kjarna stjörnu er gríðarlega heitt og mikill þrýstingur, sem þýðir að efniseindirnar þar eru á mikilli hreyfingu og rek...

Nánar

Hvaða stjörnur og stjörnumerki sjást á himninum fyrstu vetrarmánuðina?

Í hverjum mánuði koma í ljós ný stjörnumerki á kvöldin á meðan önnur hverfa undir sjóndeildarhringinn. Hér er fjallað stuttlega um það sem má sjá á næturhimninum frá nóvember og fram í febrúar. Um miðjan vetur er kjörið tækifæri til þess að skoða mörg af þekktustu stjörnumerkjum og fyrirbærum á himninum. Stjör...

Nánar

Úr hverju eru stjörnurnar og tunglið?

Sólin okkar og stjörnurnar eru aðallega úr vetni og helíni (e. helium). Nákvæm hlutföll efnana eru breytileg eftir aldri stjarnanna og hvar í alheiminum þær eru, en ungar stjörnur í vetrarbrautinni okkar eru rúmlega 70% vetni og sirka 25% helín. Þyngri frumefni eins og kolefni, nitur, súrefni og neon mynda yfirlei...

Nánar

Af hverju sjást engar stjörnur á myndum af geimförum á tunglinu?

Þetta er athyglisverð og skemmtileg spurning. Flestir hafa séð myndir frá tunglinu eins og þá sem hér er sýnd og sumir tekið eftir að á þeim sjást engar stjörnur á himninum, jafnvel þótt hann sé svartur. Þessi staðreynd hefur ásamt öðrum orðið til þess að sumir trúa því að NASA hafi alls ekkert farið til tungl...

Nánar

Hver er munurinn á stjörnu og tungli?

Það er mikill munur á tungli og stjörnu. Stjörnur eru sólir sem framleiða eigið ljós og hita líkt og sólin okkar gerir. Sólstjarna myndar orku sína við ákveðið ferli sem nefnist kjarnasamruni, en þá ummyndast vetni í kjarna stjörnunnar í helíum. Stjarna getur mest haft 120 sinnum meiri massa en sólin okkar, ef hún...

Nánar

Hvað tákna stjörnurnar, rendurnar og litirnir í bandaríska fánanum?

Árið 1777, nánar tiltekið 14. júní, voru fyrstu fánalög Bandaríkjanna samþykkt. Þá var ákveðið að fáninn skyldi samanstanda af 13 láréttum línum, 7 rauðum og 6 hvítum línum inn á milli. Í efra vinstra horninu skyldi vera blár rétthyrningur með 13 hvítum stjörnum. Rendurnar 13 tákna hin upphaflegu fylki Bandaríkjan...

Nánar

Getur þú sagt mér frá stjörnumerkinu Vatnsberanum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Getur þú sagt mér frá stjörnumerkinu Vatnsberanum (stjörnufræðilega)? Vatnsberinn (lat. Aquarius) er tiltölulega stórt en ekkert sérstaklega áberandi stjörnumerki á norðurhveli himins. Merkið var eitt hinna 48 stjörnumerkja sem gríski stjörnufræðingurinn Ptólemaíos lýsti í ...

Nánar

Hver er stærsta stjarna sem sést með berum augum frá jörðinni?

Stjarneðlisfræðingar hafa lengi leitað svara við þeirri spurningu hvaða stjarna sé stærst, til dæmis miðað við þvermál. Allar stjörnur utan sólkerfisins líta út eins og litlir punktar, hvort sem horft er á þær með berum augum eða í venjulegum stjörnusjónauka. Hins vegar er hægt að greina þvermál risastjarna á himn...

Nánar

Fleiri niðurstöður