Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1377 svör fundust

Af hverju er sagt „ég stökk hátt" en ekki „ég stökk háa"?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Af hverju segir maður "ég synti langt" og "ég stökk hátt", en "ég söng illa" og "ég keyrði glannalega"? Ætti maður þá ekki að segja "ég söng illt" og "ég keyrði glannalegt"? Eða "ég synti langa" og "ég stökk háa" Hvaða lógík er á bakvið þetta? Í spurningunni er um að...

Nánar

Hvað er langt þangað til jörðin eyðist?

Það er mjög langt þangað til að sólin okkar mun þenjast út og gleypa jörðina. Það mun gerast eftir um það bil 8 milljarða ára sem er tæplega helmingi lengri tími en aldur jarðarinnar er nú (4,6 milljarðar ára). Hún er sem sagt ekki ennþá komin á miðjan aldur. Hægt er að lesa um þróun sólstjarna í svari við spur...

Nánar

Hvaðan kemur orðatiltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni?

Máltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni 'afkvæmið líkist gjarnan foreldrinu' á sér samsvaranir í erlendum málum þótt ekki séu þær fyllilega eins. Í dönsku er sagt æblet falder ikke langt fra stammen en danskan mun hafa þegið máltækið úr þýsku der Apfel fällt nicht weit vom Stamm. Bein merking erlendu máltæ...

Nánar

Hvað geta kríur flogið langt án þess að lenda?

Krían ferðast um það bil 70.000 km á ári. Krían flýgur lengst allra fugla! Á allri ævi sinni fljúga kríur um það bil sömu vegalengd og til tunglsins og aftur til baka. Þegar kríurnar eru á flugi til heitu landanna og aftur til baka þá bæði sofa þær og nærast á flugi. Þær vilja alls ekki blotna. Kríur éta smáa...

Nánar

Hvers vegna sýnast gagnstæð dulstirni langt í burtu þótt þau hafi verið nálægt hvort öðru skömmu eftir Miklahvell þegar þau sendu ljós til mín?

Spyrjandi hafði upphaflega eftirfarandi orð um spurningu sína:Hvers vegna er það að að ég get horft á dulstirni sem eru í sitt hvora áttina frá jörðinni, það er að segja að jörðin og dulstirnin tvö mynda "beina" sjónlínu. Það sem ég á við er að þá erum við að horfa langt út í geim og að sama skapi langt aftur í tí...

Nánar

Hvort er tunglið eða Mars lengra frá jörðu?

Mars er mun lengra frá jörðu en tunglið og getur verið í allt að þúsundfaldri fjarlægð tunglsins frá jörðu. Mars er reikistjarna eins og jörðin en tunglið er fylgihnöttur jarðarinnar. Tunglið er að meðaltali 384.400 km frá jörðu. Mesta fjarlægð þess er 405.500 km en sú minnsta 363.300 km. Misjafnlega langt er á...

Nánar

Hvenær var stafurinn y tekinn upp á Íslandi?

Stafurinn y hefur verið ritaður hérlendis allt frá elstu textum. Í upphafi var y kringt, bæði langt og stutt og borið fram eins og y í dönsku. Á síðari hluta 15. aldar hófst sú breyting að stutt og langt y afkringdist og féll í framburði saman við i og í. Sama gerðist með tvíhljóðið ey. Það afkringdist og féll ...

Nánar

Hvernig er hægt að nota Pýþagórasarreglu á praktískan hátt?

Regla Pýþagórasar segir að í rétthyrndum þríhyrningi sé summan af lengd hvorrar skammhliðar um sig margfaldaðri með sjálfri sér jöfn lengd langhliðarinnar margfaldaðri með sjálfri sér. Tökum dæmi. Þríhyrningurinn á myndinni hér á eftir hefur hliðarnar a, b og c og hornið á móti hliðinni c er rétt eða 90°. Um þe...

Nánar

Hvað er langt frá Íslandi til Grænlands?

Til eru ýmis gagnleg tól á Netinu þegar finna skal fjarlægðir á milli tveggja staða. Hins vegar skiptir miklu máli hver tilgangurinn er eins og lesa má í svari ÍDÞ við spurningunni: Hvað eru um það bil margir kílómetrar frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja? Það reynist ekki alltaf gagnlegt að vita stystu vegaleng...

Nánar

Hvað er dægurvilla og hve útbreitt er fyrirbærið?

Dægurvilla er líkamleg og andleg vanlíðan vegna ferðalags milli tímabelta (í vestur- eða austurátt) sem raskar dægursveiflu líkamans. Dægursveifla líkamans er líkamsstarfsemi sem endurtekur sig á 24 klukkustunda fresti, svokölluð líkamsklukka. Næstum allir lífeðlisfræðilegir ferlar líkamans hafa takt eða mynst...

Nánar

Hvernig myndaðist Knútstaðaborg í Aðaldalshrauni?

Í heild var spurningin svona:Mig langar að spyrja hvernig mynduðust Knútstaðaborgir í Aðaldalshraun í S-Þingeyjarsýslu. Þetta eru einhverskonar hraunhólf sem sum eru opin að ofan. Knútstaðaborg mun vera hraundrýli (alþj. hornito) en mörg slík eru í Aðaldalshrauni sem er hluti af Laxárdalshrauni yngra. Hraunið e...

Nánar

Hverjir fundu upp bækur?

Bókin í þeirri mynd sem við þekkjum hana er uppfinning Rómverjanna. Bók með síðum sem hægt er að fletta, svonefnt codex, festist í sessi undir lok þriðju aldar. Áður höfðu menn lesið af rollum, en það voru lengjur úr papýrusblöðum vafin upp á kefli. Hægt er að lesa meira um bækur í svari við spurningunni Hvað er b...

Nánar

Hvað er langt til Mars?

Mars og jörðin eru bæði á braut kringum sólina svo að það getur verið misjafnlega langt hverju sinni á milli þessara reikistjarna. Pláneturnar fara á mismunandi hraða svo að á einum tíma geta þær verið sömu megin við sólina en hvor sínu megin á öðrum tíma. Þegar pláneturnar eru næst hvor annari eru um það bil 78.0...

Nánar

Fleiri niðurstöður