Sólin Sólin Rís 05:02 • sest 21:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:35 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvenær var stafurinn y tekinn upp á Íslandi?

Guðrún Kvaran

Stafurinn y hefur verið ritaður hérlendis allt frá elstu textum. Í upphafi var y kringt, bæði langt og stutt og borið fram eins og y í dönsku. Á síðari hluta 15. aldar hófst sú breyting að stutt og langt y afkringdist og féll í framburði saman við i og í.

Sama gerðist með tvíhljóðið ey. Það afkringdist og féll saman við ei í framburði. Þessar breytingar voru um garð gengnar á 17. öld. Þótt þetta samfall hafi orðið hafa y, ý og ey þó haldið stöðu sinni í rithætti orða.

Hin svonefnda „fyrsta málfræðiritgerð" stendur fremst af fjórum málfræðiritgerðum sem varðveittar eru í Ormsbók Snorra-Eddu (Codex Wormianus, AM 242 fol.). Handritið er frá þriðja fjórðungi 14. aldar en fyrsta málfræðiritgerðin er frá miðri 12. öld. Í henni er stafurinn y tiltekinn sem einn af stöfum í stafrófi.

Mynd og frekara lesefni:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.4.2012

Spyrjandi

Jóhannes Þór Guðbjartsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær var stafurinn y tekinn upp á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2012. Sótt 30. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61641.

Guðrún Kvaran. (2012, 27. apríl). Hvenær var stafurinn y tekinn upp á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61641

Guðrún Kvaran. „Hvenær var stafurinn y tekinn upp á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2012. Vefsíða. 30. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61641>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær var stafurinn y tekinn upp á Íslandi?
Stafurinn y hefur verið ritaður hérlendis allt frá elstu textum. Í upphafi var y kringt, bæði langt og stutt og borið fram eins og y í dönsku. Á síðari hluta 15. aldar hófst sú breyting að stutt og langt y afkringdist og féll í framburði saman við i og í.

Sama gerðist með tvíhljóðið ey. Það afkringdist og féll saman við ei í framburði. Þessar breytingar voru um garð gengnar á 17. öld. Þótt þetta samfall hafi orðið hafa y, ý og ey þó haldið stöðu sinni í rithætti orða.

Hin svonefnda „fyrsta málfræðiritgerð" stendur fremst af fjórum málfræðiritgerðum sem varðveittar eru í Ormsbók Snorra-Eddu (Codex Wormianus, AM 242 fol.). Handritið er frá þriðja fjórðungi 14. aldar en fyrsta málfræðiritgerðin er frá miðri 12. öld. Í henni er stafurinn y tiltekinn sem einn af stöfum í stafrófi.

Mynd og frekara lesefni:

...