Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 291 svör fundust

Af hverju þarf maður að borða?

Það er einfalt svar við því. Rétt eins og bílar þurfa einhverja orku, til dæmis bensín, til þess að geta ekið þá þarf líkami okkar orku til þess að virka. Þá orku fáum við úr matnum. Án orku geta líffærin ekki starfað og lífveran deyr. En það er fleira en orka sem við fáum úr matnum, við fáum einnig ýmis efni sem ...

Nánar

Er gos fitandi?

Já gos getur verið fitandi ef það er sykur í því. Líkaminn þarf orku til þess að starfa eðlilega og þá orku fáum við úr því sem við setjum ofan í okkur. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. En vísasta leiðin til þess að fitna er að innbyrða meiri orku en líkaminn nær að bre...

Nánar

Af hverju getum við ekki drukkið sjó?

Sjór er saltvatn. Í honum eru ýmiss konar sölt en það sem skiptir mestu máli er natrínklóríð sem er hvíta borðsaltið sem allir þekkja. Í hverju kílói af sjó eru gjarnan um 35 grömm af natrínklóðríði en það samsvarar því að sjórinn er 3,5% saltur. Líkamsvökvar okkar eru einnig saltir en selta þeirra er mikið minni,...

Nánar

Hvað yrði fyrst til að drepa óvarinn mann úti í geimnum?

Afdrif óvarins einstaklings í geimnum eru að nokkru leyti háð viðbrögðum hans. Bregðist hann rétt við má gera ráð fyrir að hann haldist með meðvitund í 5-10 sekúndur og líklega væri hægt að bjarga lífi hans ef hann kæmist í skjól innan um það bil hálfrar mínútu. Sennilega væru það áhrif hins lága þrýstings í geim...

Nánar

Hvernig er hægt að hlaupa hraðar?

Hlaupahraði er að miklu leyti meðfæddur og því mætti segja að auðveldasta leiðin til þess að verða fljótari sé að velja sér aðra foreldra! Í mannslíkamanum eru tvær aðaltegundir vöðvafruma, hraðar og hægar. Hraðar vöðvafrumur geta dregist hratt saman eins og nafnið bendir til og því eru einstaklingar sem fæðast...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um L-karnitín sem notað er sem fæðubótarefni?

Karnitín (L-karnitín) er á fyrstu skrefum framleiðslunnar búið til úr amínósýrunum lýsíni og metíoníni í lifur og nýrum Eins og á við um svo mörg efni sem markaðsett eru sem fæðubótarefni þá framleiðir heilbrigður einstaklingur nóg karnitín til að anna eftirspurn. Nokkrar tegundir erfðasjúkdóma geta þó valdið rösk...

Nánar

Hvert fer fólk þegar það deyr?

Það er hægt að svara þessari spurningu á ýmsa vegu. Til dæmis getum við sagt að þegar við deyjum þá förum við ekki neitt, enda erum við dáin. Líkaminn sem tilheyrði okkur á meðan við vorum á lífi fer hins vegar í flestum tilvikum ofan í jörðina, stundum með viðkomu í brennsluofni og þá fer askan í duftker. Ein...

Nánar

Hvað getur gerst ef maður smyr sér ekki nesti í skólann?

Ég reikna með að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvort mikilvægt sé að hafa eitthvað til að borða meðan maður er í skólanum. Þekking okkar, byggð bæði á reynslu og rannsóknum, segir okkur að mataræði skiptir mannveruna mjög miklu hvað heilsu og velferð varðar. Undanfarin ár hafa rannsóknir sýnt að þeim sem haf...

Nánar

Af hverju prumpar maður og ropar?

Allir hafa loft í meltingarveginum sem líkaminn þarf að losa sig við og til þess notar hann ropa eða prump. Þetta loft á sér tvenns konar uppruna, annars vegar loft sem við gleypum og hins vegar loft sem myndast við niðurbrot ómeltanlegrar fæðu. Við gleypum alltaf svolítið loft þegar við kyngjum mat eða dryk...

Nánar

Halda neglur og hár áfram að vaxa eftir að líkaminn deyr?

Hár okkar og neglur eru gerðar úr svokölluðu hyrni eða keratíni sem er prótín. Hár og neglur eru því ekki úr lifandi frumum nema alveg við rótina. Þar af leiðandi eru hvorki æðar né taugar í nöglum eða hári. Neglur vaxa um það bil 0,1 mm á dag sem þýðir að á þremur til sex mánuðum verður til heil ný nögl. Hár okka...

Nánar

Af hverju vaxa neglur og hár?

Bæði neglur og hár vaxa við það að frumur bætast við naglrótina eða hárrótina og ýta þannig eldri frumum smám saman fram. Um vöxt nagla er fjallað í svari við spurningunni Hvað eru neglur? Þar segir meðal annars: Neglur vaxa við það að yfirborðsfrumur naglmassa ummyndast í naglfrumur. Þessar frumur myndast í...

Nánar

Hvernig vinnur líkaminn úr þrúgusykri í samanburði við hvítan sykur?

Melting, frásog og blóðsykur Þrúgusykur og hvítur sykur eru kolvetni. Þrúgusykur er einsykran glúkósi og hvítur sykur er tvísykran súkrósi, sem samanstendur af einsykrunum glúkósa og frúktósa. Meltingarensím sundra kolvetnum í fæðu í einsykrur áður en kolvetnin eru frásoguð úr meltingarveginum og flutt í blóðrá...

Nánar

Stífnar líkaminn upp eftir að maður deyr og ef svo er, hvers vegna?

Dauðastjarfi (e. rigor mortis) er eitt einkenni andláts. Við dauðsfall verða efnafræðilegar breytingar í vöðvum sem valda því að liðamót stífna eða læsast. Þetta kemur aðallega fram í stífum útlimum líksins og gerir það að verkum að erfitt er að hreyfa það. Hvenær dauðastjarfi hefst og hversu lengi hann varir...

Nánar

Fleiri niðurstöður