Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 67 svör fundust

Hvað er öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og hver eru markmið þess?

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var stofnað á grundvelli stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hóf störf 17. janúar 1946. Samkvæmt 24. grein stofnsáttmálans eru markmið öryggisráðsins að viðhalda friði og öryggi á alþjóðavettvangi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á opnum fundi. Ráðið gerir tillögur um fyrirkomulag v...

Nánar

Hver var heilagur Tómas af Aquino?

Lífshlaup Tómasar Tómas af Aquino var merkasti heimspekingur miðalda og raunar einn af mestu heimspekingum Vesturlanda. Kaþólska kirkjan tók hann í dýrlingatölu og þess vegna er oft einnig vísað til hans sem „heilags“ Tómasar. Tómas fæddist árið 1225 í kastala nokkrum að nafni Roccasecca sem liggur miðja ve...

Nánar

Hvernig myndi nútíma einstaklingur finna sig í Fögruborg Platons?

Hér er spurningin skilin þeim skilningi að átt sé við líðan nútíma fólks í Fögruborg, hvernig því þætti að búa þar. Á hinn bóginn gæti orðasambandið „að finna sig“ í einhverju samhengi líka átt við það þroskaferli að átta sig á því hvaða mann maður hefur að geyma, hver gildi manns séu og þar fram eftir götunum. ...

Nánar

Hvernig varð klukkan til?

Einfaldasta gerðin af klukku varð til þegar menn ráku lóðrétt prik í jörðina og gátu þá fylgst með því hvernig skugginn af því breyttist yfir daginn. "Klukkur" af þessu tagi kallast sólsprotar. Í fornöld notuðu menn einnig vatnsklukku og stundaglas til að mæla tímann. Hægt er að lesa um þessi áhöld í svari Þors...

Nánar

Hvað er að hljóta uppreist æru í lagalegum skilningi?

Uppreist æru felur í stuttu máli í sér að fá að njóta aftur réttinda sem glatast við það að fá fangelsisdóm. Sem dæmi má nefna kjörgengi til Alþingis eins og fram kemur í 4. og 5. grein laga um kosningar til Alþingis. Þar segir:Kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá sem kosningarrétt á skv. 1. gr. og hef...

Nánar

Hefur verið sannað vísindalega að smáskammtalyf virki?

Smáskammtalækningar (hómópatía, e. homeopathy) eru ein tegund óhefðbundinna læknismeðferða. Þær byggja á hugmyndum sem voru settar fram við upphaf 19. aldar og ganga út á að gefa mjög útþynntar lausnir sem meðöl við kvillum og sjúkdómum. Smáskammtalyf eru búin til með því að taka til efni sem eiga að verka gegn...

Nánar

Hvers vegna hafna sumar grænmetisætur mjólkurafurðum?

Spurningin er svona í fullri lengd:Hvers vegna borða sumar grænmetisætur ekki venjulegt brauð og af hverju drekka þær ekki mjólk og borða ost? Eins og fram kemur í svari Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur við spurningunni Fá grænmetisætur öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast? eru til nokkrar "tegundir" af grænmeti...

Nánar

Hvenær dó Beethoven?

Ludwig van Beethoven lést 26. mars 1827 í Vínarborg, Austurríki, en þar í grennd hafði hann búið og starfað mest alla sína ævi. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Beethoven fæddist, að minnsta kosti var það í Bonn, Þýskalandi, árið 1770 en hann var skírður 17. desember það ár. Faðir Beethovens var söngvari og byrj...

Nánar

Hvað er frumeindaklukka?

Frumeindaklukkur (e. atomic clock) eru nákvæmustu tímamælingatæki sem smíðuð hafa verið. Slíkar klukkur meta lengd einnar sekúndu út frá náttúrulegum sveiflutíma ákveðinna frumeinda. Flestallar klukkur hafa innbyggt einhvers konar kerfi sem hefur náttúrlegan sveiflutíma. Þessi sveiflutími er síðan notaður til ...

Nánar

Hvaða áhrif hefur óvissulögmál Heisenbergs haft á heimsmynd vísindamanna?

Óvissulögmál Heisenbergs segir fyrir um það til dæmis að margfeldi af óvissunni í stað og skriðþunga tiltekinnar agnar í ákveðna stefnu sé alltaf stærra en tiltekið lágmark. Þess vegna er ógerlegt að ákvarða báðar stærðirnar í senn án óvissu. Þetta breytir hugmyndum vísindanna um hreyfingu, orsakir og löggengi. Mi...

Nánar

Hver er nýjasta gagnrýnin á kenningu Piagets?

Ekki er auðvelt að dæma um hvað sé glænýjast í gagnrýni á Piaget, en sjálfsagt mál og athyglisvert að gera í nokkrum orðum grein fyrir gagnrýni á kenninguna. Fyrst er að tiltaka að rit Piagets eru mikil að vöxtum og rannsóknir hans margar. Nokkurrar þróunar gætti í skrifum hans. Hann brást við gagnrýni og tók þátt...

Nánar

Getið þið sagt mér frá dobermann-hundum? Eru þeir mjög grimmir?

Dobermann pinscher er ungt hundakyn sem kom fram seint á 19. öld. Maður að nafni Karl Friedrich Louis Dobermann gegndi starfi skattheimtumanns í bænum Apolda í þýska ríkinu Thüringen og var hann jafnframt hundafangari. Skattheimtumenn voru ekki vinsælustu embættismenn þessa tíma og sagan segir að Dobermann hafi ha...

Nánar

Fleiri niðurstöður