Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 81 svör fundust

Af hverju er appelsínugulur þjóðarlitur Hollendinga?

Ef spurt er um þjóð og vísbendingin sú að litir í þjóðfánanum séu rauður, hvítur og blár kemur ýmislegt til greina, en ekki víst að Holland lendi efst á blaði. Ef vísbendingin er hins vegar sú að þjóðin noti appelsínugulan lit við hin ýmsu tækifæri þá er trúlegt að margir giski á Holland. Á fánadögum sem tengja...

Nánar

Í hverju felst borgaraleg óhlýðni?

Flestir heimspekingar eru sammála um að í borgaralegri óhlýðni felist að (i) brotið er gegn lögum eða reglum, (ii) markmið lögbrotsins er ekki einstaklingsbundinn hagur eða sérhagsmunir tiltekins hóps heldur almannaheill, til dæmis réttlæti, (iii) lögbrotið er framið fyrir opnum tjöldum, oftast til að vekja athygl...

Nánar

Hver voru vinsælustu svör ársins 2017 á Vísindavefnum?

Vísindavefur HÍ birti alls 334 svör árið 2017. Auk þess var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað beint, bæði með tölvupósti og símtölum. Það er rétt að minna á að oft munar ekki miklu á „mest lesna“ svarinu og öðrum svörum sem margir lesendur s...

Nánar

Hvað var að gerast í leikhúslífi Íslendinga um 1918?

Fullveldisárið 1918 var um margt heldur litlaust þegar horft er til leiklistar á Íslandi. Með einni undantekningu, leikritinu Landafræði og ást eftir Björnstjerne Björnson, voru uppfærslur Leikfélags Reykjavíkur á árinu allt verk sem félagið hafði sýnt áður. Fyrsta frumsýning ársins var Heimilið eftir Hermann Sude...

Nánar

Hvað er verkfall og hver er saga verkfallsréttar í heiminum?

Hér er einnig að finna svör við eftirfarandi spurningum: Hvenær fóru Íslendingar fyrst í verkfall? Og hvenær fóru opinberir starfsmenn fyrst í verkfall? Hvenær urðu verkföll fyrst lögleg og með hvaða hætti? Hvað er verkfall? Hver er munurinn á verkfalli og verkbanni? Verkfall eða vinnustöðvun verður þega...

Nánar

Af hverju eru unglingsárin svona erfið?

Aðalviðfangsefni unglingsáranna er að skapa sér sjálfsmynd: finna út hver maður er. Til þess reynir unglingurinn að brjóta sér leið frá fjölskyldunni, að lúta ekki lengur boðum og bönnum, og brjóta gegn siðum og venjum. Unglingurinn vill að foreldrarnir láti hann í friði og finnst erfitt ef þeir gera það ekki. Ef ...

Nánar

Um hvað snerist sjálfstæðisbarátta Suður-Ameríku?

Nýlenduveldi Spánar spannaði, allt meginland Suður-Ameríku að undanskilinni Brasilíu sem tilheyrði Portúgal, allar eyjur Karíbahafsins, Mið-Ameríku, Mexikó og stórar lendur sem tilheyra núna Bandaríkjunum. Auk þessa stjórnaði Spánn Filippseyjum og hafði nokkur ítök í Afríku. Þegar nýlenduveldi Spánar lauk með ósig...

Nánar

Hvernig urðu menn skylmingaþrælar og hvað fólst í því?

Spurningin í heild var: Hvað voru skylmingaþrælar? Hvaðan komu þeir og hvernig urðu þeir skylmingaþrælar? Hver var besti skylmingaþræll heims? Skylmingaþrælar voru menn sem látnir voru berjast öðru fólki til skemmtunar. Siðurinn átti uppruna sinn hjá Etrúrum og tóku Rómverjar hann síðan upp eftir þeim. Sýningar ...

Nánar

Hvenær urðu Forngrikkir að Grikkjum?

Þessa spurningu má skilja á ólíka vegu: Annars vegar þannig að spurt sé hvenær í fornöld (Forn-)Grikkir urðu til sem þjóð – og hvað voru þeir áður en þeir voru Grikkir? Hins vegar þannig að spurt sé hvenær Forngrikkir hættu að vera Forn-Grikkir – og hvað urðu þeir þá í staðinn? Á bilinu 2100 til 1900 f.Kr. flut...

Nánar

Hver var hugsun George Orwells á bak við skáldsöguna Dýrabæ?

Enska rithöfundinum George Orwell (1903-1950, fæddur Eric Blair) var svo ákaflega uppsigað við óréttlæti heimsins að hann gerði skrif pólitískra ádeiluverka að hugsjón sinni. Fyrstu bækur hans frá fjórða áratug 20. aldar voru í samræmi við þá hugsjón. Bókin Down and Out in Paris and London (Utan garðs í París og ...

Nánar

Hvar er talið að skáldsagan Róbinson Krúsó gerist?

Skáldsagan um ævintýri Róbinson Krúsó var gefin út árið 1719 og er eftir rithöfundinn Daniel Defoe (1660-1731). Sagan naut strax mikilla vinsælda og flestir þekkja nafnið hans Róbinson Krúsó enn í dag þó að það séu kannski ekki margir sem hafa lesið söguna um hann. Upphaflega hét sagan: The Life and Strange Surpri...

Nánar

Hvað er strúktúralismi?

Strúktúralismi er rannsóknaraðferð sem á rætur að rekja til kenninga svissneska málvísindamannsins Ferdinands de Saussure (1857-1913). Hann er stundum talinn vera faðir nútíma málvísinda og leitaðist við að útskýra kerfi tungumálsins í stað þess að rekja sögu einstakra mála. Þrjár ályktanir Saussure um tungumál...

Nánar

Fleiri niðurstöður