Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Eru virkilega enn í gildi lög um réttdræpi Tyrkja á Íslandi?

Hildigunnur Hafsteinsdóttir

Það er hugsanlegt að í kjölfar Tyrkjaránsins árið 1627 hafi verið gefin út tilskipun eða lög um einhvers konar varnarviðbrögð. Undirritaðri og þeim sögugrúskurum sem hún bar málið undir, er ekki kunnugt um lög af þessu tagi. Á þjóðdeild Landsbókasafnsins er hægt að hafa uppi á tilskipunum frá fyrri hluta 17. aldar og komast að hinu sanna í því máli.

Hafi slík lög einhvern tíma verið í gildi er hins vegar búið að fella þau úr gildi nú. Á árunum í kringum 1990 fór fram umfangsmikil tiltekt í lagasafninu og voru þá felld út ýmis lög sem voru úr sér gengin og jafnvel skopleg í augum nútímamannsins. Þannig er ekki langt síðan lög um aðskilnað holdsveikra frá öðrum mönnum voru felld úr gildi og lög um friðun snæhéra voru lífseig þrátt fyrir að dýr af þeirri tegund hafi aldrei lifað hér!

Lög um réttdræpi Tyrkja voru þó ekki meðal þeirra sem hent var út í hreingerningunni í kringum 1990. Hafi slík lög verið til er því sennilegt að þau hafi verið felld á brott mun fyrr enda ótrúlegt að lög sem stríða svo bersýnilega gegn mannréttindum og réttarvitund almennings hefðu fengið að gilda óáreitt í þeirri vakningu sem varð á sviði mannréttinda á tuttugustu öldinni.

En segjum nú sem svo að lög um réttdræpi Tyrkja eða annarra þjóða væru í gildi á Íslandi. Slík lög væru þá ólög því þau gengju gegn stjórnarskránni og ýmsum alþjóðasáttmálum sem Ísland er aðili að. Í stjórnarskránni er kveðið á um að allir skuli njóta mannréttinda án tillits til þjóðernis. Þá er rétturinn til lífs sérstaklega verndaður í ýmsum alþjóðasamningum og sáttmálum, til dæmis má nefna mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur lagagildi hérlendis og alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Einnig er í almennum hegningarlögum lögð refsing við því að bana öðrum manni og skiptir þá engu hvort sá maður er Tyrki, Íslendingur eða einhverrar annarrar þjóðar.

Til gamans má svo bæta því við að "Tyrkirnir" sem réðust á Ísland voru frá Alsír, Marokkó og fleiri stöðum og því ekki Tyrkir í nútímaskilningi.

Heimildir:

Höfundur

meistaranemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.3.2006

Spyrjandi

Guðmundur Aðalsteinsson
Haukur Þór Helgason
Jóhann Sigurjónsson
Arnar Ellertsson
Andri Gunnarsson

Tilvísun

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Eru virkilega enn í gildi lög um réttdræpi Tyrkja á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2006. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5718.

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. (2006, 20. mars). Eru virkilega enn í gildi lög um réttdræpi Tyrkja á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5718

Hildigunnur Hafsteinsdóttir. „Eru virkilega enn í gildi lög um réttdræpi Tyrkja á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2006. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5718>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru virkilega enn í gildi lög um réttdræpi Tyrkja á Íslandi?
Það er hugsanlegt að í kjölfar Tyrkjaránsins árið 1627 hafi verið gefin út tilskipun eða lög um einhvers konar varnarviðbrögð. Undirritaðri og þeim sögugrúskurum sem hún bar málið undir, er ekki kunnugt um lög af þessu tagi. Á þjóðdeild Landsbókasafnsins er hægt að hafa uppi á tilskipunum frá fyrri hluta 17. aldar og komast að hinu sanna í því máli.

Hafi slík lög einhvern tíma verið í gildi er hins vegar búið að fella þau úr gildi nú. Á árunum í kringum 1990 fór fram umfangsmikil tiltekt í lagasafninu og voru þá felld út ýmis lög sem voru úr sér gengin og jafnvel skopleg í augum nútímamannsins. Þannig er ekki langt síðan lög um aðskilnað holdsveikra frá öðrum mönnum voru felld úr gildi og lög um friðun snæhéra voru lífseig þrátt fyrir að dýr af þeirri tegund hafi aldrei lifað hér!

Lög um réttdræpi Tyrkja voru þó ekki meðal þeirra sem hent var út í hreingerningunni í kringum 1990. Hafi slík lög verið til er því sennilegt að þau hafi verið felld á brott mun fyrr enda ótrúlegt að lög sem stríða svo bersýnilega gegn mannréttindum og réttarvitund almennings hefðu fengið að gilda óáreitt í þeirri vakningu sem varð á sviði mannréttinda á tuttugustu öldinni.

En segjum nú sem svo að lög um réttdræpi Tyrkja eða annarra þjóða væru í gildi á Íslandi. Slík lög væru þá ólög því þau gengju gegn stjórnarskránni og ýmsum alþjóðasáttmálum sem Ísland er aðili að. Í stjórnarskránni er kveðið á um að allir skuli njóta mannréttinda án tillits til þjóðernis. Þá er rétturinn til lífs sérstaklega verndaður í ýmsum alþjóðasamningum og sáttmálum, til dæmis má nefna mannréttindasáttmála Evrópu sem hefur lagagildi hérlendis og alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Einnig er í almennum hegningarlögum lögð refsing við því að bana öðrum manni og skiptir þá engu hvort sá maður er Tyrki, Íslendingur eða einhverrar annarrar þjóðar.

Til gamans má svo bæta því við að "Tyrkirnir" sem réðust á Ísland voru frá Alsír, Marokkó og fleiri stöðum og því ekki Tyrkir í nútímaskilningi.

Heimildir:...