Sólin Sólin Rís 05:02 • sest 21:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:35 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík

Hver er tilgangur og uppruni lófataks?

Stefán Jónsson og Ulrika Andersson

Lófatak er nú orðið notað til að tjá fögnuð eða hrifningu. Uppruni þess er óþekktur en frá grárri forneskju hefur það tengst fagnaðarlátum og helgisiðum, eða verið notað til að slá taktinn við dans og tónlist. Það er vitað að hinir fornu Egyptar klöppuðu saman höndunum og í Biblíunni er að finna dæmi um hið sama.

Frá grárri forneskju hefur lófatak tengst fagnaðarlátum og helgisiðum, eða verið notað til að slá taktinn við dans og tónlist.

Í Sálmunum stendur: „Klappið saman lófum, allar þjóðir, fagnið fyrir Guði með gleðiópi.“ (47:2) Og í Síðari bók konunganna má lesa orðin:
Þá leiddi hann konungsson fram og setti á hann kórónuna og hringana. Tóku þeir hann til konungs og smurðu hann, klöppuðu lófum saman og hrópuðu: „Konungurinn lifi!“ (11:12)
Það er raunar athyglisvert að í Biblíunni eru líka dæmi um að lófatak tjái háð eða spott, samanber versin:
  • þá skella menn saman lófum yfir honum og blístra hann burt frá bústað hans. (Jobsbók 27:23)
  • Yfir þér skelltu lófum saman allir þeir er um veginn fóru, blístruðu og skóku höfuðið yfir dótturinni Jerúsalem: Er þetta borgin, hin alfagra, unun allrar jarðarinnar? (Harmljóðin 2:15)
  • Engin svíun fæst við meini þínu, sár þitt er ólæknandi. Allir þeir sem heyra fregnina um þig, klappa lof í lófa, því að hver er sá, að eigi hafi vonska þín gengið yfir hann án afláts? (Nahúm 3:19)

Öllu jákvæðari voru menn í Grikklandi til forna. Áhorfendur á Ólympíuleikunum fögnuði íþróttamönnum með lófataki og einnig var klappað í leikhúsum Aþenuborgar. Þar var oft haldin leikritakeppni og sá vann sem hlaut mest lófatak hjá áhorfendum. Talið er að sum skáldin hafi smeygt fólki inn meðal áhorfanda til að fagna sínu verki. Þetta fyrirbrigði er kallað claquer á frönsku og hefur í gegnum tíðina verið notað til að afla stuðnings við leikrit, stjórnmálaflokka eða skrautsýningar, gjarnan af ríku fólki, sem vildi auka veg verka sinna eða skoðana. Sagan segir til dæmis að Neró, sem var keisari Rómaveldis árin 54-68 eftir Krist, hafi látið fagna ljóðalestrum sínum með lófataki. Talið er að hann hafi leigt fjölda hermanna og riddara til að fagna „glæstri“ frammistöðu sinni sem skálds.

Það virðist vera afar gömul hugmynd að lófatak sé mælikvarði á árangur og beri vott um gleði og hrifningu áhorfenda.

Dæmi um að lófatak sýni hrifningu eru mjög víða í sögunni. Til dæmis er vitað af slíku á tímum enska fjórtándualdarskáldsins Geoffrey Chaucer og lófatak eftir tónleika er líka nefnt berum orðum í dagbókum Bretans Samuel Pepys frá árinu 1669.

Það virðist því vera afar gömul hugmynd að lófatak sé mælikvarði á árangur, það beri vott um gleði og hrifningu áhorfenda. Það er í sjálfu sér ekkert undur. Með lófataki er hægt að kalla fram mjög taktföst hljóð. Þau hljóma sennilega betur en hróp eða annars konar hávaði og eru þess vegna betur til þess fallin að sýna viðurkenningu. Auk þess gerist það frekar auðveldlega að allir áhorfendur klappi í takt. Það skapar þá tilfinningu að hver og einn sé hluti af stórum samhljóða hópi.

Heimildir:

Myndir:

Höfundar

fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Ulrika Andersson

vísindablaðamaður

Útgáfudagur

15.8.2002

Spyrjandi

Guðmundur Ingvarsson

Tilvísun

Stefán Jónsson og Ulrika Andersson. „Hver er tilgangur og uppruni lófataks?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2002. Sótt 30. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=2647.

Stefán Jónsson og Ulrika Andersson. (2002, 15. ágúst). Hver er tilgangur og uppruni lófataks? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=2647

Stefán Jónsson og Ulrika Andersson. „Hver er tilgangur og uppruni lófataks?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2002. Vefsíða. 30. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=2647>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er tilgangur og uppruni lófataks?
Lófatak er nú orðið notað til að tjá fögnuð eða hrifningu. Uppruni þess er óþekktur en frá grárri forneskju hefur það tengst fagnaðarlátum og helgisiðum, eða verið notað til að slá taktinn við dans og tónlist. Það er vitað að hinir fornu Egyptar klöppuðu saman höndunum og í Biblíunni er að finna dæmi um hið sama.

Frá grárri forneskju hefur lófatak tengst fagnaðarlátum og helgisiðum, eða verið notað til að slá taktinn við dans og tónlist.

Í Sálmunum stendur: „Klappið saman lófum, allar þjóðir, fagnið fyrir Guði með gleðiópi.“ (47:2) Og í Síðari bók konunganna má lesa orðin:
Þá leiddi hann konungsson fram og setti á hann kórónuna og hringana. Tóku þeir hann til konungs og smurðu hann, klöppuðu lófum saman og hrópuðu: „Konungurinn lifi!“ (11:12)
Það er raunar athyglisvert að í Biblíunni eru líka dæmi um að lófatak tjái háð eða spott, samanber versin:
  • þá skella menn saman lófum yfir honum og blístra hann burt frá bústað hans. (Jobsbók 27:23)
  • Yfir þér skelltu lófum saman allir þeir er um veginn fóru, blístruðu og skóku höfuðið yfir dótturinni Jerúsalem: Er þetta borgin, hin alfagra, unun allrar jarðarinnar? (Harmljóðin 2:15)
  • Engin svíun fæst við meini þínu, sár þitt er ólæknandi. Allir þeir sem heyra fregnina um þig, klappa lof í lófa, því að hver er sá, að eigi hafi vonska þín gengið yfir hann án afláts? (Nahúm 3:19)

Öllu jákvæðari voru menn í Grikklandi til forna. Áhorfendur á Ólympíuleikunum fögnuði íþróttamönnum með lófataki og einnig var klappað í leikhúsum Aþenuborgar. Þar var oft haldin leikritakeppni og sá vann sem hlaut mest lófatak hjá áhorfendum. Talið er að sum skáldin hafi smeygt fólki inn meðal áhorfanda til að fagna sínu verki. Þetta fyrirbrigði er kallað claquer á frönsku og hefur í gegnum tíðina verið notað til að afla stuðnings við leikrit, stjórnmálaflokka eða skrautsýningar, gjarnan af ríku fólki, sem vildi auka veg verka sinna eða skoðana. Sagan segir til dæmis að Neró, sem var keisari Rómaveldis árin 54-68 eftir Krist, hafi látið fagna ljóðalestrum sínum með lófataki. Talið er að hann hafi leigt fjölda hermanna og riddara til að fagna „glæstri“ frammistöðu sinni sem skálds.

Það virðist vera afar gömul hugmynd að lófatak sé mælikvarði á árangur og beri vott um gleði og hrifningu áhorfenda.

Dæmi um að lófatak sýni hrifningu eru mjög víða í sögunni. Til dæmis er vitað af slíku á tímum enska fjórtándualdarskáldsins Geoffrey Chaucer og lófatak eftir tónleika er líka nefnt berum orðum í dagbókum Bretans Samuel Pepys frá árinu 1669.

Það virðist því vera afar gömul hugmynd að lófatak sé mælikvarði á árangur, það beri vott um gleði og hrifningu áhorfenda. Það er í sjálfu sér ekkert undur. Með lófataki er hægt að kalla fram mjög taktföst hljóð. Þau hljóma sennilega betur en hróp eða annars konar hávaði og eru þess vegna betur til þess fallin að sýna viðurkenningu. Auk þess gerist það frekar auðveldlega að allir áhorfendur klappi í takt. Það skapar þá tilfinningu að hver og einn sé hluti af stórum samhljóða hópi.

Heimildir:

Myndir:

...