Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvers vegna verður maður skjálfhentur?

Þórdís Kristinsdóttir

Handskjálfti (e. hand tremor) getur haft margar mismunandi orsakir. Fólk á öllum aldri verður skjálfhent en vandinn hrjáir helst miðaldra og eldra fólk. Það stafar meðal annars af því að tíðni ýmissa sjúkdóma sem valda skjálfta eykst með aldri.

Meðal mögulegra orsaka eru

Heilbrigt fólk verður helst skjálfhent í andlegu uppnámi, sérstaklega vegna hræðslu eða streitu, ef það er líkamlega þreytt, hefur neytt mikils koffíns eða er með mjög lágan blóðsykur. Handskjálfti getur þó líka verið einkenni nokkurra alvarlegra sjúkdóma.


Handskjálfti getur haft ýmar orsakir.

Skjálfta má skipta upp í skjálfta í hvíld (e. rest tremor) og skjálfta við viljastýrða hreyfingu (e. action tremor). Skjálfti í hvíld, til dæmis þegar hendurnar eru látnar liggja í kjöltunni, eykst með andlegri streitu og er eitt einkenni Parkinsonsveiki. Skjálfti við viljastýrða hreyfingu eins og við að skrifa eða borða er einkenni margra sjúkdóma og raskana, til dæmis eðlislægs skjálfta, heilablóðfalls, heilaæxlis og MS-veikinnar.

Eðlislægur skjálfti (e. essential tremor) er röskun í taugakerfinu sem einkennist af skjálfta, helst í vöðvum í handleggjum, höndum, andliti og hálsi. Skjálftinn er ekki til staðar í hvíld en veldur erfiðleikum við dagleg störf, svo sem að borða, skrifa og klæða sig og eykst við lágan blóðsykur, mikla þreytu og ef einstaklingur er í tilfinningalegu uppnámi. Nákvæm orsök er ekki þekkt en röskunin tengist ákveðnum genaþáttum og getur erfst á milli kynslóða.

Parkinsonsveiki er hrörnunarsjúkdómur sem stafar af breytingum í heila sem leiða til óeðlilegra hreyfinga og minnkaðrar hreyfigetu. Frumur sem innihalda taugaboðefnið dópamín í svartfyllu (e. substantia nigra) í heila deyja og skert magn dópamíns veldur því að taugar sem stjórna vöðvahreyfingum starfa ekki eðlilega. Einstaklingar með Parkinsons þjást ekki aðeins af skjálfta í höndum heldur einnig í handleggjum, fótum og bol og þróa að lokum með sér það sem kallast seinhreyfni (e. bradykinesis) sem einkennist af hægum hreyfingum og skyndilegri stöðvun vöðvahreyfinga. Einnig fylgja erfiðleikar við samhæfingu hreyfinga og lélegt jafnvægi. Orsök sjúkdómsins er ekki þekkt, en bæði erfða- og umhverfisþættir virðast spila hlutverk.

Síendurtekinn og langvarandi skjálfti getur verið vegna taugaskaða til dæmis eftir heilablóðfall eða heilaæxli. Taugahrörnunarsjúkdómurinn heila- og mænusigg, einnig þekkt sem MS, einkennist einnig af skjálfta og minnkaðri hreyfigetu.

Handskjálfti sem stendur yfir í stuttan tíma er venjulega ekki hættulegur en fremur óþægilegur og getur valdið félagslegum vandamálum. Ef skjálfti er hins vegar síendurtekinn, eða varir í lengri tíma án sýnilegrar ástæðu á við lágan blóðsykur eða streitu, er ráðlegt að leita til læknis þar sem skjálftinn gæti verið einkenni alvarlegs sjúkdóms. Atburðir í æsku svo sem högg eða annar skaði sem hefur áhrif á höfuð og heila auka líkur á að einstaklingar fá skjálfta síðar á ævinni, til dæmis sem einkenni Parkinsonssjúkdómsins.

Heimildir og frekari fróðleikur:

Mynd:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

6.9.2011

Spyrjandi

Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvers vegna verður maður skjálfhentur? “ Vísindavefurinn, 6. september 2011. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=29406.

Þórdís Kristinsdóttir. (2011, 6. september). Hvers vegna verður maður skjálfhentur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=29406

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvers vegna verður maður skjálfhentur? “ Vísindavefurinn. 6. sep. 2011. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=29406>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna verður maður skjálfhentur?
Handskjálfti (e. hand tremor) getur haft margar mismunandi orsakir. Fólk á öllum aldri verður skjálfhent en vandinn hrjáir helst miðaldra og eldra fólk. Það stafar meðal annars af því að tíðni ýmissa sjúkdóma sem valda skjálfta eykst með aldri.

Meðal mögulegra orsaka eru

Heilbrigt fólk verður helst skjálfhent í andlegu uppnámi, sérstaklega vegna hræðslu eða streitu, ef það er líkamlega þreytt, hefur neytt mikils koffíns eða er með mjög lágan blóðsykur. Handskjálfti getur þó líka verið einkenni nokkurra alvarlegra sjúkdóma.


Handskjálfti getur haft ýmar orsakir.

Skjálfta má skipta upp í skjálfta í hvíld (e. rest tremor) og skjálfta við viljastýrða hreyfingu (e. action tremor). Skjálfti í hvíld, til dæmis þegar hendurnar eru látnar liggja í kjöltunni, eykst með andlegri streitu og er eitt einkenni Parkinsonsveiki. Skjálfti við viljastýrða hreyfingu eins og við að skrifa eða borða er einkenni margra sjúkdóma og raskana, til dæmis eðlislægs skjálfta, heilablóðfalls, heilaæxlis og MS-veikinnar.

Eðlislægur skjálfti (e. essential tremor) er röskun í taugakerfinu sem einkennist af skjálfta, helst í vöðvum í handleggjum, höndum, andliti og hálsi. Skjálftinn er ekki til staðar í hvíld en veldur erfiðleikum við dagleg störf, svo sem að borða, skrifa og klæða sig og eykst við lágan blóðsykur, mikla þreytu og ef einstaklingur er í tilfinningalegu uppnámi. Nákvæm orsök er ekki þekkt en röskunin tengist ákveðnum genaþáttum og getur erfst á milli kynslóða.

Parkinsonsveiki er hrörnunarsjúkdómur sem stafar af breytingum í heila sem leiða til óeðlilegra hreyfinga og minnkaðrar hreyfigetu. Frumur sem innihalda taugaboðefnið dópamín í svartfyllu (e. substantia nigra) í heila deyja og skert magn dópamíns veldur því að taugar sem stjórna vöðvahreyfingum starfa ekki eðlilega. Einstaklingar með Parkinsons þjást ekki aðeins af skjálfta í höndum heldur einnig í handleggjum, fótum og bol og þróa að lokum með sér það sem kallast seinhreyfni (e. bradykinesis) sem einkennist af hægum hreyfingum og skyndilegri stöðvun vöðvahreyfinga. Einnig fylgja erfiðleikar við samhæfingu hreyfinga og lélegt jafnvægi. Orsök sjúkdómsins er ekki þekkt, en bæði erfða- og umhverfisþættir virðast spila hlutverk.

Síendurtekinn og langvarandi skjálfti getur verið vegna taugaskaða til dæmis eftir heilablóðfall eða heilaæxli. Taugahrörnunarsjúkdómurinn heila- og mænusigg, einnig þekkt sem MS, einkennist einnig af skjálfta og minnkaðri hreyfigetu.

Handskjálfti sem stendur yfir í stuttan tíma er venjulega ekki hættulegur en fremur óþægilegur og getur valdið félagslegum vandamálum. Ef skjálfti er hins vegar síendurtekinn, eða varir í lengri tíma án sýnilegrar ástæðu á við lágan blóðsykur eða streitu, er ráðlegt að leita til læknis þar sem skjálftinn gæti verið einkenni alvarlegs sjúkdóms. Atburðir í æsku svo sem högg eða annar skaði sem hefur áhrif á höfuð og heila auka líkur á að einstaklingar fá skjálfta síðar á ævinni, til dæmis sem einkenni Parkinsonssjúkdómsins.

Heimildir og frekari fróðleikur:

Mynd:

...