Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver var Jörundur hundadagakonungur og hvað var hann að gera á Íslandi?

Óðinn Melsted

Jörgen Jörgensen (1780–1841), betur þekktur sem Jörundur hundadagakonungur, var danskur ævintýramaður. Hann var sonur hins konunglega úrsmiðs og ólst upp í Kaupmannahöfn. Það kom fljótt í ljós að hann var afar greindur, en engu að síður erfiður drengur og ódæll, prakkari og stríðnispúki. Úr varð að hann fór á sjó fjórtán ára gamall og sigldi um heiminn á breskum skipum. Hann kom meðal annars til Suður-Afríku, Ástralíu og tók þátt í að gera Tasmaníu að breskri nýlendu. Jörgensen reyndist afar duglegur sjómaður, var í fyrstu einfaldur háseti en vann sig upp og varð á endanum skipstjóri. Þegar hann sneri aftur til Danmerkur 26 ára gamall var hann reyndur sæfari og orðinn meira enskur heldur en danskur, enda hafði hann verið tólf ár á sjó með Englendingum.

Jörgen Jörgensen (1780–1841). Myndin er talin sýna Jörgensen á meðan hann dvaldi í Danmörku árin 1806–1808.

Á meðan Jörgensen dvaldi í Danmörku árið 1807 braust út stríð milli Dana og Breta og var hann gerður að kapteini á dönsku víkingaskipi. Þótt Jörgensen væri andvígur stríði gegn Bretum stýrði hann skipi sínu í þrjá mánuði árið 1808, allt þar til að hann tapaði orrustu við breskt herskip og var tekinn sem stríðsfangi. Sem kapteinn fékk hann þó að ganga laus gegn drengskaparheiti og settist að í London. Þar hitti hann íslenskan kaupmann, Bjarna Sívertsen, sem sagði honum frá verslunarmöguleikum á Íslandi. Verslunarskip Íslendinga og Dana höfðu verið hertekin af Bretum og ekkert skip farið til Íslands frá stríðsbyrjun. Því þyrfti að færa landsmönnum nauðsynjar og kaupa af þeim vörur eins og tólg.

Eftir árin á heimshöfunum vissi Jörgensen töluvert um nýlenduverslun og heillaðist af hugmyndinni um verslunarleiðangur til Íslands. Hann nefndi það við James Savignac nokkurn sem hann hitti á veitingahúsi í London. Savignac kynnti hann síðan fyrir sápukaupmanni að nafni Samuel Phelps sem sárskorti tólg til sápugerðar og varð það upphafið að Íslandsævintýrinu. Phelps leigði skip sem var hlaðið nauðsynjum og sendi Savignac til Íslands. Jörgensen var ráðinn sem túlkur. Leiðangurinn hélt úr höfn og kom til Íslands í byrjun árs 1809. Þeim var í fyrstu synjað um verslunarleyfi, enda bannað að versla við útlendinga. En þeir voru með svokallað víkingaleyfi sem leyfði hertöku skipa óvinarins á stríðstímum. Því tóku þeir skip sem lá fyrir ströndum og dugði það til að knýja fram verslunarsamning. Verslunin gekk þó treglega þar sem þeir höfðu komið um miðjan vetur, en kauptíðin var ekki fyrr en um sumarið. Þegar leið á mars var því ákveðið að senda Jörgensen til baka með tómt skip, á meðan Savignac yrði eftir til að bíða kauptíðarinnar.

Jörgensen kom til London í apríl og sagði Phelps fréttirnar. Það var fljótt ákveðið að leggja í annan leiðangur um sumarið. Nú keypti Phelps tvö skip og sótti þar að auki um vernd breska flotans. Phelps ákvað að fara sjálfur með og réð Jörgensen sem túlk. Stærra skipið var hlaðið nauðsynjum og héldu þeir til Íslands á ný. Á sama tíma kom danski stiftamtmaðurinn, Frederik Trampe, aftur til Íslands og endurnýjaði verslunarbannið við útlendinga. Stuttu síðar kom aftur á móti breska herskipið Rover, eins og Phelps hafði beðið um, og knúði fram endurnýjun verslunarsamningsins frá því um veturinn. Að því búnu sigldi Rover á brott og var farið þegar leiðangur Phelps kom til Íslands stuttu síðar. Trampe stiftamtmaður auglýsti hinsvegar aldrei nýja verslunarsamninginn og leit ekki út fyrir að hann ætlaði sér að gera það. Eftir þriggja daga bið héldu Phelps og fylgdarmenn hans því í land og tóku Trampe fastan.

Með handtöku stiftamtmannsins hafði völdum verið rænt og landinu steypt í stjórnleysi. Því þurfti að finna einhvern sem gæti tekið að sér stjórn landsins án þess að skerða verslunarhagsmuni Englendinga. Úr varð að danski túlkurinn, Jörgensen, tók að sér starfið og reyndist hann afar áhugasamur stjórnandi. Hann byrjaði á því að tryggja sér völdin með því að lýsa yfir sjálfstæði Íslands frá Danmörku. Þar með misstu allir Danir embætti sín og eignir en það truflaði Jörgensen alls ekki þótt hann væri sjálfur danskur að uppruna. Síðan kynnti hann nýju stjórnarskipunina. Einungis innlendir embættismenn mættu þjóna landinu og áttu íbúar þess að útnefna átta fulltrúa til þings í anda hins forna Alþingis. Skuldir við dönsku kaupmennina og konung voru afskrifaðar og átti fólk ekki að greiða nema helming skatta næsta ár. Kornverð var lækkað og lofað að bæta sjúkrahúsmál og skóla. Einnig átti að bæta réttarfar með því að koma á kviðdómi og máttu allir landsmenn nú ferðast frjálsir um landið, en áður hafði þurft leyfisbréf til þess.

Trampe var færður undir þiljur á skipinu og Jörgensen flutti sjálfur í stiftamtmannshúsið við Austurstræti 22. Nú gátu Englendingarnir hagnast af versluninni á meðan Jörgensen lét framkvæma eignarnám hjá dönsku kaupmönnunum. Fyrstu daganna ríkti þó töluverð óreiða. Landsmenn voru hræddir og þurfti Jörgensen að endurtaka að ekki yrði skert hár á höfði neins friðsams manns. Þótt engir landsmenn yrði honum hættulegir voru tveir menn settir í varðhald. Einnig ríkti almennur ruglingur um niðurfellingu skulda og þurfti Jörgensen að árétta að ekki væru allar skuldir strikaðar út. Flestir íslensku embættismannanna ákváðu að þjóna áfram undir stjórn Jörgensens en kalli hans eftir fulltrúum á þing var ekki svarað. Eftir tvær vikur lýsti hann því yfir, að „vér Jörgen Jörgensen höfum tekið að oss landsins stjórn“. Þó einungis „þar til að regluleg landsstjórn er ákvörðuð.“ (Auglýsing Jörgensens, 11. júlí 1809). Þar með tók hann formlega að sér völdin, sem „Alls Íslands Verndari“, en lofaði um leið að afsala sér þeim þegar íslenska fulltrúaþingið kæmi saman sumarið eftir.

Nú var nýja íslenska fánanum, bláum með þremur hvítum þorskum á, flaggað í Reykjavík. Eftir það fór Jörgensen í tíu daga yfirreið norður í land til að gera eignir dönsku kaupmannanna þar upptækar. Á meðan var reist virki í Reykjavík og við endurkomuna hóf Jörgensen að vinna úr heilbrigðis- og skólamálum. Eftir nokkrar vikur við völd leit út fyrir að Jörgensen væri kominn til að vera. Hann gekk um götur Reykjavík í einkennisbúningi skipherra, vopnaður sverði og skammbyssu, og í fylgd lífvarða sinna, átta íslenskra soldáta.

Þannig gæti fáninn sem Jörgensen lét draga upp hafa litið út, blár með þremur hvítum þorskum á. Frumgerðin hefur þó ekki varðveist.

Þegar leið á ágúst kom annað breskt herskip til að vernda bresku verslunina, eins og óskað hafði verið eftir. Kapteinn þess, Alexander Jones, trúði hinsvegar ekki eigin augum þegar hann sá ókunnuga fánann blakta yfir Reykjavík. Þótti honum ótrúlegt að Phelps og félagar hefðu tekið stiftamtmanninn fastan án umboðs breskra stjórnvalda. Enn frekar vakti furðu hans að þeir höfðu skipað dönskum óvinaþegni að taka að sér stjórn landsins. Jones ákvað að binda enda á allt þetta og gaf fyrirmæli um að Jörgensen yrði settur af. Allar tilskipanir hans voru ógiltar og danska landsstjórnin endurreist. Jörgensen hafði verið við völd í átta vikur um hundadagana sumarið 1809 og hlaut því viðurnefnið „hundadagakonungur“, þótt hann hefði aldrei verið krýndur til konungs. Hinar róttæku aðgerðir hans urðu fljótt kenndar við byltingu, þótt honum hefði ekki tekist að framkvæma nema hluta af því sem hann lofaði.

Þar með var Íslandsævintýrinu lokið og héldu þeir allir saman til Bretlands. Það vantaði þó skipstjóra á eitt skip og var hinum sjóvana Jörgensen falið að stýra því. Eftir nokkra daga kom upp eldur á öðru skipinu og bjargaði Jörgensen öllum skipsverjum. Jafnvel erkióvini sínum, Trampe stiftamtmanni. Eftir endurkomuna til London bjóst Jörgensen ekki við öðru en góðri meðferð, en var þó fangelsaður eftir mánuð. Trampe hafði komið til að kæra atburðina á Íslandi og vakið athygli á því að Jörgensen hefði brotið drengskaparheiti sitt sem stríðsfangi með því að fara úr landi. Jörgensen sjálfur hélt hinsvegar að honum væri refsað fyrir gjörðir sínar á Íslandi og hóf að skrifa sögu „byltingarinnar“ eins og hann upplifði hana. Þessa sögu skrifaði hann upp þrisvar sinnum og ítrekaði ávallt að hann hefði ekki haft neitt annað í huga en að frelsa Íslendinga undan kúgun Dana. Trampe stiftamtmaður reyndi síðan að fá Jörgensen framseldan til Danmerkur en tókst það ekki og fór hann aldrei aftur til Danmerkur.

Um afdrif Jörgens Jörgensens eftir að hann fór frá Íslandi má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Hvað varð um Jörund hundadagakonung eftir byltinguna á Íslandi?

Heimildir og myndir:

  • Anna Agnarsdóttir, „Aldahvörf og umbrotatímar“, í Saga Íslands IX. Reykjavík, 2008, bls. 3–161.
  • Bakewell, Sarah, The English Dane: a life of Jorgen Jorgenson. London, 2005. (Einnig til í íslenskri þýðingu: Bakewell, Sarah, Jörundur hundadagakonungur: ævisaga. Björn Jónsson þýddi. Reykjavík, 2005.)
  • Helgi Briem, Sjálfstæði Íslands 1809. Reykjavík, 1936.
  • Jörgensen, Jörgen, Historical Account of a Revolution on the Island of Iceland in the Year 1809. Væntanlegt til birtingar.
  • Óðinn Melsted, „About the author: Jörgen Jörgensen“. Væntanlegt til birtingar.
  • Mynd af Jörgensen: Jørgen Jørgensen - Wikipedia, the free encyclopedia. Verk eftir Christoffer Wilhelm Eckersberg (1783–1853). (Sótt 25. 10. 2013).
  • Mynd af fána: Tilgáta eftir Óðin Melsted.


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvenær er Jörundur hundadagakonungur fæddur? Hvað er vitað um líf hans áður en hann kom til Íslands?
  • Hver var Jörgen Jörgensen (hundadagakonungur)?
  • Geti þið sagt mér allt um Jörund hundadagakonung?

Höfundur

sagnfræðingur

Útgáfudagur

14.11.2013

Spyrjandi

Jón Bjarni Þórisson, Erna Svanhvít Sveinsdóttir, f. 1986, Bjarni Freyr Björnsson, f. 1988

Tilvísun

Óðinn Melsted. „Hver var Jörundur hundadagakonungur og hvað var hann að gera á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2013. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=30708.

Óðinn Melsted. (2013, 14. nóvember). Hver var Jörundur hundadagakonungur og hvað var hann að gera á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=30708

Óðinn Melsted. „Hver var Jörundur hundadagakonungur og hvað var hann að gera á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2013. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=30708>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Jörundur hundadagakonungur og hvað var hann að gera á Íslandi?
Jörgen Jörgensen (1780–1841), betur þekktur sem Jörundur hundadagakonungur, var danskur ævintýramaður. Hann var sonur hins konunglega úrsmiðs og ólst upp í Kaupmannahöfn. Það kom fljótt í ljós að hann var afar greindur, en engu að síður erfiður drengur og ódæll, prakkari og stríðnispúki. Úr varð að hann fór á sjó fjórtán ára gamall og sigldi um heiminn á breskum skipum. Hann kom meðal annars til Suður-Afríku, Ástralíu og tók þátt í að gera Tasmaníu að breskri nýlendu. Jörgensen reyndist afar duglegur sjómaður, var í fyrstu einfaldur háseti en vann sig upp og varð á endanum skipstjóri. Þegar hann sneri aftur til Danmerkur 26 ára gamall var hann reyndur sæfari og orðinn meira enskur heldur en danskur, enda hafði hann verið tólf ár á sjó með Englendingum.

Jörgen Jörgensen (1780–1841). Myndin er talin sýna Jörgensen á meðan hann dvaldi í Danmörku árin 1806–1808.

Á meðan Jörgensen dvaldi í Danmörku árið 1807 braust út stríð milli Dana og Breta og var hann gerður að kapteini á dönsku víkingaskipi. Þótt Jörgensen væri andvígur stríði gegn Bretum stýrði hann skipi sínu í þrjá mánuði árið 1808, allt þar til að hann tapaði orrustu við breskt herskip og var tekinn sem stríðsfangi. Sem kapteinn fékk hann þó að ganga laus gegn drengskaparheiti og settist að í London. Þar hitti hann íslenskan kaupmann, Bjarna Sívertsen, sem sagði honum frá verslunarmöguleikum á Íslandi. Verslunarskip Íslendinga og Dana höfðu verið hertekin af Bretum og ekkert skip farið til Íslands frá stríðsbyrjun. Því þyrfti að færa landsmönnum nauðsynjar og kaupa af þeim vörur eins og tólg.

Eftir árin á heimshöfunum vissi Jörgensen töluvert um nýlenduverslun og heillaðist af hugmyndinni um verslunarleiðangur til Íslands. Hann nefndi það við James Savignac nokkurn sem hann hitti á veitingahúsi í London. Savignac kynnti hann síðan fyrir sápukaupmanni að nafni Samuel Phelps sem sárskorti tólg til sápugerðar og varð það upphafið að Íslandsævintýrinu. Phelps leigði skip sem var hlaðið nauðsynjum og sendi Savignac til Íslands. Jörgensen var ráðinn sem túlkur. Leiðangurinn hélt úr höfn og kom til Íslands í byrjun árs 1809. Þeim var í fyrstu synjað um verslunarleyfi, enda bannað að versla við útlendinga. En þeir voru með svokallað víkingaleyfi sem leyfði hertöku skipa óvinarins á stríðstímum. Því tóku þeir skip sem lá fyrir ströndum og dugði það til að knýja fram verslunarsamning. Verslunin gekk þó treglega þar sem þeir höfðu komið um miðjan vetur, en kauptíðin var ekki fyrr en um sumarið. Þegar leið á mars var því ákveðið að senda Jörgensen til baka með tómt skip, á meðan Savignac yrði eftir til að bíða kauptíðarinnar.

Jörgensen kom til London í apríl og sagði Phelps fréttirnar. Það var fljótt ákveðið að leggja í annan leiðangur um sumarið. Nú keypti Phelps tvö skip og sótti þar að auki um vernd breska flotans. Phelps ákvað að fara sjálfur með og réð Jörgensen sem túlk. Stærra skipið var hlaðið nauðsynjum og héldu þeir til Íslands á ný. Á sama tíma kom danski stiftamtmaðurinn, Frederik Trampe, aftur til Íslands og endurnýjaði verslunarbannið við útlendinga. Stuttu síðar kom aftur á móti breska herskipið Rover, eins og Phelps hafði beðið um, og knúði fram endurnýjun verslunarsamningsins frá því um veturinn. Að því búnu sigldi Rover á brott og var farið þegar leiðangur Phelps kom til Íslands stuttu síðar. Trampe stiftamtmaður auglýsti hinsvegar aldrei nýja verslunarsamninginn og leit ekki út fyrir að hann ætlaði sér að gera það. Eftir þriggja daga bið héldu Phelps og fylgdarmenn hans því í land og tóku Trampe fastan.

Með handtöku stiftamtmannsins hafði völdum verið rænt og landinu steypt í stjórnleysi. Því þurfti að finna einhvern sem gæti tekið að sér stjórn landsins án þess að skerða verslunarhagsmuni Englendinga. Úr varð að danski túlkurinn, Jörgensen, tók að sér starfið og reyndist hann afar áhugasamur stjórnandi. Hann byrjaði á því að tryggja sér völdin með því að lýsa yfir sjálfstæði Íslands frá Danmörku. Þar með misstu allir Danir embætti sín og eignir en það truflaði Jörgensen alls ekki þótt hann væri sjálfur danskur að uppruna. Síðan kynnti hann nýju stjórnarskipunina. Einungis innlendir embættismenn mættu þjóna landinu og áttu íbúar þess að útnefna átta fulltrúa til þings í anda hins forna Alþingis. Skuldir við dönsku kaupmennina og konung voru afskrifaðar og átti fólk ekki að greiða nema helming skatta næsta ár. Kornverð var lækkað og lofað að bæta sjúkrahúsmál og skóla. Einnig átti að bæta réttarfar með því að koma á kviðdómi og máttu allir landsmenn nú ferðast frjálsir um landið, en áður hafði þurft leyfisbréf til þess.

Trampe var færður undir þiljur á skipinu og Jörgensen flutti sjálfur í stiftamtmannshúsið við Austurstræti 22. Nú gátu Englendingarnir hagnast af versluninni á meðan Jörgensen lét framkvæma eignarnám hjá dönsku kaupmönnunum. Fyrstu daganna ríkti þó töluverð óreiða. Landsmenn voru hræddir og þurfti Jörgensen að endurtaka að ekki yrði skert hár á höfði neins friðsams manns. Þótt engir landsmenn yrði honum hættulegir voru tveir menn settir í varðhald. Einnig ríkti almennur ruglingur um niðurfellingu skulda og þurfti Jörgensen að árétta að ekki væru allar skuldir strikaðar út. Flestir íslensku embættismannanna ákváðu að þjóna áfram undir stjórn Jörgensens en kalli hans eftir fulltrúum á þing var ekki svarað. Eftir tvær vikur lýsti hann því yfir, að „vér Jörgen Jörgensen höfum tekið að oss landsins stjórn“. Þó einungis „þar til að regluleg landsstjórn er ákvörðuð.“ (Auglýsing Jörgensens, 11. júlí 1809). Þar með tók hann formlega að sér völdin, sem „Alls Íslands Verndari“, en lofaði um leið að afsala sér þeim þegar íslenska fulltrúaþingið kæmi saman sumarið eftir.

Nú var nýja íslenska fánanum, bláum með þremur hvítum þorskum á, flaggað í Reykjavík. Eftir það fór Jörgensen í tíu daga yfirreið norður í land til að gera eignir dönsku kaupmannanna þar upptækar. Á meðan var reist virki í Reykjavík og við endurkomuna hóf Jörgensen að vinna úr heilbrigðis- og skólamálum. Eftir nokkrar vikur við völd leit út fyrir að Jörgensen væri kominn til að vera. Hann gekk um götur Reykjavík í einkennisbúningi skipherra, vopnaður sverði og skammbyssu, og í fylgd lífvarða sinna, átta íslenskra soldáta.

Þannig gæti fáninn sem Jörgensen lét draga upp hafa litið út, blár með þremur hvítum þorskum á. Frumgerðin hefur þó ekki varðveist.

Þegar leið á ágúst kom annað breskt herskip til að vernda bresku verslunina, eins og óskað hafði verið eftir. Kapteinn þess, Alexander Jones, trúði hinsvegar ekki eigin augum þegar hann sá ókunnuga fánann blakta yfir Reykjavík. Þótti honum ótrúlegt að Phelps og félagar hefðu tekið stiftamtmanninn fastan án umboðs breskra stjórnvalda. Enn frekar vakti furðu hans að þeir höfðu skipað dönskum óvinaþegni að taka að sér stjórn landsins. Jones ákvað að binda enda á allt þetta og gaf fyrirmæli um að Jörgensen yrði settur af. Allar tilskipanir hans voru ógiltar og danska landsstjórnin endurreist. Jörgensen hafði verið við völd í átta vikur um hundadagana sumarið 1809 og hlaut því viðurnefnið „hundadagakonungur“, þótt hann hefði aldrei verið krýndur til konungs. Hinar róttæku aðgerðir hans urðu fljótt kenndar við byltingu, þótt honum hefði ekki tekist að framkvæma nema hluta af því sem hann lofaði.

Þar með var Íslandsævintýrinu lokið og héldu þeir allir saman til Bretlands. Það vantaði þó skipstjóra á eitt skip og var hinum sjóvana Jörgensen falið að stýra því. Eftir nokkra daga kom upp eldur á öðru skipinu og bjargaði Jörgensen öllum skipsverjum. Jafnvel erkióvini sínum, Trampe stiftamtmanni. Eftir endurkomuna til London bjóst Jörgensen ekki við öðru en góðri meðferð, en var þó fangelsaður eftir mánuð. Trampe hafði komið til að kæra atburðina á Íslandi og vakið athygli á því að Jörgensen hefði brotið drengskaparheiti sitt sem stríðsfangi með því að fara úr landi. Jörgensen sjálfur hélt hinsvegar að honum væri refsað fyrir gjörðir sínar á Íslandi og hóf að skrifa sögu „byltingarinnar“ eins og hann upplifði hana. Þessa sögu skrifaði hann upp þrisvar sinnum og ítrekaði ávallt að hann hefði ekki haft neitt annað í huga en að frelsa Íslendinga undan kúgun Dana. Trampe stiftamtmaður reyndi síðan að fá Jörgensen framseldan til Danmerkur en tókst það ekki og fór hann aldrei aftur til Danmerkur.

Um afdrif Jörgens Jörgensens eftir að hann fór frá Íslandi má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Hvað varð um Jörund hundadagakonung eftir byltinguna á Íslandi?

Heimildir og myndir:

  • Anna Agnarsdóttir, „Aldahvörf og umbrotatímar“, í Saga Íslands IX. Reykjavík, 2008, bls. 3–161.
  • Bakewell, Sarah, The English Dane: a life of Jorgen Jorgenson. London, 2005. (Einnig til í íslenskri þýðingu: Bakewell, Sarah, Jörundur hundadagakonungur: ævisaga. Björn Jónsson þýddi. Reykjavík, 2005.)
  • Helgi Briem, Sjálfstæði Íslands 1809. Reykjavík, 1936.
  • Jörgensen, Jörgen, Historical Account of a Revolution on the Island of Iceland in the Year 1809. Væntanlegt til birtingar.
  • Óðinn Melsted, „About the author: Jörgen Jörgensen“. Væntanlegt til birtingar.
  • Mynd af Jörgensen: Jørgen Jørgensen - Wikipedia, the free encyclopedia. Verk eftir Christoffer Wilhelm Eckersberg (1783–1853). (Sótt 25. 10. 2013).
  • Mynd af fána: Tilgáta eftir Óðin Melsted.


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvenær er Jörundur hundadagakonungur fæddur? Hvað er vitað um líf hans áður en hann kom til Íslands?
  • Hver var Jörgen Jörgensen (hundadagakonungur)?
  • Geti þið sagt mér allt um Jörund hundadagakonung?
    • ...