Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Hvar finnast letidýr?

Letidýr tilheyra tveimur ættum spendýra, Bradypodidae (þrítæða letidýr) og Megalonychidae (tvítæða letidýr). Þessi dýr finnast einungis í Suður- og Mið-Ameríku. Upphaflega voru öll letidýr sett í fyrrnefndu ættina en nú er greint á milli þeirra tveggja, útfrá táafjölda og öðrum atriðum, til dæmis fjölda hálsliða.

Tegundir innan ættarinnar Bradypodidae eru þrjár og má sjá dreifingu þeirra á mynd hér að neðan. Brúna letidýrið (Bradypus variegatus) er útbreiddast en það finnst í skógum Mið-Ameríku og á stærsta hluta Amazon-svæðisins. Ljósa letidýrið (Bradypus tridactylus) lifir á svæði í norðausturhluta Suður-Ameríku, og þriðja tegundin, sú sem hefur minnsta útbreiðslu, er makkaletidýrið ( Bradypus torquatus) sem lifir í skógum við Atlantshafsströnd Brasilíu.


Útbreiðsla þrítæða letidýra (Bradypus spp.)

Tvær tegundir tvítæða letidýra (Megalonychidae) eru til. Önnur tegundin heitir á ýmsum tungumálum eftir hinum fræga sænska náttúrufræðingi Carolus Linnaeus (Carl von Linné), þar á meðal ensku, “Linnaeus’ two-toed sloth”. Linnaeus-letidýrið (Choloepus didactylus) lifir í norðanverðri Suður-Ameríku og nær útbreiðslan suður að Amazon-fljóti. Hin tegundin nefnist Hoffmans-letidýrið (Choloepus hoffmanni). Sú tegund teygir sig norðan frá Nikaragva, suður til Perú og vesturhluta Brasilíu.

Núlifandi letidýr eru smá vexti, Tvítæðu letidýrin eru stærri og geta fullorðin dýr orðið allt að 8 kg á þyngd, en meðal þrítæðu letidýranna er algeng þyngd um 4-5 kg. Mörg útdauð letidýr voru miklu stærri og nokkur voru sannkallaðir risar, eins og risaletidýrið (Megatherium americanum) sem var á stærð við fíl. Talið er að það hafi horfið af sjónarsviðinu þegar seinasta ísaldarskeiði lauk fyrir um tíu þúsund árum.

Myndir:

Útgáfudagur

10.2.2003

Spyrjandi

Kolbeinn Stefánson, f. 1994

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar finnast letidýr?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2003. Sótt 6. október 2015. http://visindavefur.is/?id=3122.

Jón Már Halldórsson. (2003, 10. febrúar). Hvar finnast letidýr? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/?id=3122

Jón Már Halldórsson. „Hvar finnast letidýr?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2003. Vefsíða. 6. okt. 2015. <http://visindavefur.is/?id=3122>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Friedrich Wilhelm Bessel

1784-1846

Þýskur stærð- og stjörnufræðingur, vann að svonefndum Bessel-föllum og varð fyrstur til að mæla stjörnuhliðrun (e. stellar parallax).