Sólin Sólin Rís 02:59 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:26 • Síðdegis: 17:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:30 • Síðdegis: 24:03 í Reykjavík

Hvað geturðu sagt mér um risaletidýr?

Jón Már Halldórsson

Risaletidýr tilheyra hópi svokallaðra jarðletidýra (e. ground sloth). Þau komu sennilega fram á ólígósen-skeiði nýlífsaldar og lifðu allt fram á sögulegan tíma á eyjum í Karíbahafi. Talið er að síðustu jarðletidýrin hafi dáið út um 1550 á eyjunum Kúbu og Hispanólu.

Jarðletidýr eru afar fjölbreytilegur hópur dýra sem greinast í sex ættir og 88 ættkvíslir. Í einni ætt eru risaletidýr, Megatheriidae, og innan hennar eru þekktustu ættkvíslir jarðletidýra, Megatherium og Eremotherium.

Einstaklingar af tegundinni Eremotherium eomigrans voru sennilega stærstu risaletidýrin, rúmir sex metrar á hæð og nærri fimm tonn á þyngd, svipað og afrískur gresjufíll (Loxodonta africana).

Hér sést beinagrind af hinu stórvaxna risaletidýri Megatherium americanum.

Blómaskeið risaletidýra er talið hafa verið fyrir um tveimur milljónum ára, ef marka má fjölda tegunda sem hafa varðveist í jarðlögum frá þessu tímabili jarðsögunnar. Fjöldi þekktra tegunda risaletidýra hurfu síðan á mörkum síðasta jökulskeiðs og hlýskeiðsins sem nú er ríkjandi. Þar á meðal voru tegundir eins og Megatherium americanum, en letidýr af þessari tegund voru svipuð að stærð og áðurnefnd Eremotherium eomigrans.

Ekki voru öll risaletidýrin eins tilkomumikil og fyrrnefndar tegundir. Minnstu dýrin af ættkvíslunum Hapalops og Nothrotheriops voru einungis um 120 cm á hæð, en það telst þó ekki sérlega lítið í dag!

Þegar Panamabrúin myndaðist milli Suður- og Norður-Ameríku námu risaletidýrin land í Norður-Ameríku. Það má segja að þetta hafi verið nokkuð andstætt því sem gerðist með aðra hópa dýra, en flest dýr streymdu frá Norður-Ameríku suður á bóginn. Útbreiðsla nýrra tegunda í Suður-Ameríku olli mikilli útrýmingaröldu hjá dýrum sem þar voru fyrir, til dæmis hvarf stór hluti af pokadýrum álfunnar.

Risaletidýr höfðu afar rammgerða beinagrind. Mjaðmagrindin var stór og sterkbyggð sem bendir til þess að dýrið hafi gengið á afturfótunum, enda höfu þau óvenju langar klær á framfótunum sem hefðu torveldað gang. Þessu til stuðnings er einnig bent á að risaletidýr höfðu afar vöðvamikla rófu sem verkaði líkt og auka fótur og veitti dýrinu aukið jafnvægi þegar það teygði sig eftir trjálaufi.

Risaletidýr voru með langar klær á framfótunum sem benda til þess að þau hafi ekki gengið á fjórum fótum.

Risaletidýr höfðu afar þykka húð og voru þakin þéttum og miklum feldi. Feldurinn hefur sjálfsagt veitt þeim vörn gegn rándýrum og skjól gegn kulda. Sérstaklega á þetta við um þau dýr sem lifðu nyrst á útbreiðslusvæði risaletidýra, svæðum sem nú tilheyra Bandaríkjunum.

Megatherium americanum hefur sökum stærðar sinnar sjálfsagt ekki átt marga óvini. Menn töldu áður fyrr að sverðkettir (Smilodon) hafi lagst á fullorðin dýr, en slíkt verður þó að teljast afar ólíklegt. Sjálfsagt hefur hið stórvaxna kattardýr einungis ráðið við ungviði risaletidýranna.

Lítið er vitað með vissu um lífshætti risaletidýra en þó er talið að þau hafi einkum verið jurtaætur líkt og letidýr nútímans og hafa sennilega eytt stærstum hluta dagsins í fæðunám. Líklega voru þau einnig hræætur og hafa þá jafnvel getað fælt sverðketti eða önnur rándýr frá bráð. Slíkt hefur verið mikilvæg fæðubót með næringarrýru jurtaáti. Um atferli þeirra eða félagskerfi er ekkert vitað.

Óljósar sagnir eru um að risaletidýr hafi einnig sést á sögulegum tímum í Patagóníu syðst í Suður-Ameríku. Slíkar sögusagnir eru þó ekki taldar eiga við rök að styðjast.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Bargo, M. S. (2001). The ground sloth Megatherium americanum: Skull shape, bite forces, and diet. Acta Palaeontologica Polonica, 46 (2): 173–192.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.2.2008

Spyrjandi

Hermann Ólafsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað geturðu sagt mér um risaletidýr?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2008. Sótt 27. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=7063.

Jón Már Halldórsson. (2008, 12. febrúar). Hvað geturðu sagt mér um risaletidýr? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7063

Jón Már Halldórsson. „Hvað geturðu sagt mér um risaletidýr?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2008. Vefsíða. 27. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7063>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað geturðu sagt mér um risaletidýr?
Risaletidýr tilheyra hópi svokallaðra jarðletidýra (e. ground sloth). Þau komu sennilega fram á ólígósen-skeiði nýlífsaldar og lifðu allt fram á sögulegan tíma á eyjum í Karíbahafi. Talið er að síðustu jarðletidýrin hafi dáið út um 1550 á eyjunum Kúbu og Hispanólu.

Jarðletidýr eru afar fjölbreytilegur hópur dýra sem greinast í sex ættir og 88 ættkvíslir. Í einni ætt eru risaletidýr, Megatheriidae, og innan hennar eru þekktustu ættkvíslir jarðletidýra, Megatherium og Eremotherium.

Einstaklingar af tegundinni Eremotherium eomigrans voru sennilega stærstu risaletidýrin, rúmir sex metrar á hæð og nærri fimm tonn á þyngd, svipað og afrískur gresjufíll (Loxodonta africana).

Hér sést beinagrind af hinu stórvaxna risaletidýri Megatherium americanum.

Blómaskeið risaletidýra er talið hafa verið fyrir um tveimur milljónum ára, ef marka má fjölda tegunda sem hafa varðveist í jarðlögum frá þessu tímabili jarðsögunnar. Fjöldi þekktra tegunda risaletidýra hurfu síðan á mörkum síðasta jökulskeiðs og hlýskeiðsins sem nú er ríkjandi. Þar á meðal voru tegundir eins og Megatherium americanum, en letidýr af þessari tegund voru svipuð að stærð og áðurnefnd Eremotherium eomigrans.

Ekki voru öll risaletidýrin eins tilkomumikil og fyrrnefndar tegundir. Minnstu dýrin af ættkvíslunum Hapalops og Nothrotheriops voru einungis um 120 cm á hæð, en það telst þó ekki sérlega lítið í dag!

Þegar Panamabrúin myndaðist milli Suður- og Norður-Ameríku námu risaletidýrin land í Norður-Ameríku. Það má segja að þetta hafi verið nokkuð andstætt því sem gerðist með aðra hópa dýra, en flest dýr streymdu frá Norður-Ameríku suður á bóginn. Útbreiðsla nýrra tegunda í Suður-Ameríku olli mikilli útrýmingaröldu hjá dýrum sem þar voru fyrir, til dæmis hvarf stór hluti af pokadýrum álfunnar.

Risaletidýr höfðu afar rammgerða beinagrind. Mjaðmagrindin var stór og sterkbyggð sem bendir til þess að dýrið hafi gengið á afturfótunum, enda höfu þau óvenju langar klær á framfótunum sem hefðu torveldað gang. Þessu til stuðnings er einnig bent á að risaletidýr höfðu afar vöðvamikla rófu sem verkaði líkt og auka fótur og veitti dýrinu aukið jafnvægi þegar það teygði sig eftir trjálaufi.

Risaletidýr voru með langar klær á framfótunum sem benda til þess að þau hafi ekki gengið á fjórum fótum.

Risaletidýr höfðu afar þykka húð og voru þakin þéttum og miklum feldi. Feldurinn hefur sjálfsagt veitt þeim vörn gegn rándýrum og skjól gegn kulda. Sérstaklega á þetta við um þau dýr sem lifðu nyrst á útbreiðslusvæði risaletidýra, svæðum sem nú tilheyra Bandaríkjunum.

Megatherium americanum hefur sökum stærðar sinnar sjálfsagt ekki átt marga óvini. Menn töldu áður fyrr að sverðkettir (Smilodon) hafi lagst á fullorðin dýr, en slíkt verður þó að teljast afar ólíklegt. Sjálfsagt hefur hið stórvaxna kattardýr einungis ráðið við ungviði risaletidýranna.

Lítið er vitað með vissu um lífshætti risaletidýra en þó er talið að þau hafi einkum verið jurtaætur líkt og letidýr nútímans og hafa sennilega eytt stærstum hluta dagsins í fæðunám. Líklega voru þau einnig hræætur og hafa þá jafnvel getað fælt sverðketti eða önnur rándýr frá bráð. Slíkt hefur verið mikilvæg fæðubót með næringarrýru jurtaáti. Um atferli þeirra eða félagskerfi er ekkert vitað.

Óljósar sagnir eru um að risaletidýr hafi einnig sést á sögulegum tímum í Patagóníu syðst í Suður-Ameríku. Slíkar sögusagnir eru þó ekki taldar eiga við rök að styðjast.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir:
  • Bargo, M. S. (2001). The ground sloth Megatherium americanum: Skull shape, bite forces, and diet. Acta Palaeontologica Polonica, 46 (2): 173–192.

Myndir:...