Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað eru til mörg letidýr í heiminum?

Jón Már Halldórsson

Letidýr tilheyra tveimur ættum spendýra, Bradypodidae (þrítæð letidýr) og Megalonychidae (tvítæð letidýr). Þessi dýr finnast einungis í Suður- og Mið-Ameríku.

Innan ættar Bradypodidae eru nú fjórar tegundir:
  • brúna letidýrið (Bradypus variegatus)
  • ljósa letidýrið (Bradypus tridactylus)
  • makkaletidýrið (Bradypus torquatus)
  • dvergletidýrið (Bradypus pygmaeus)
Til tvítæðra letidýra (Megalonychidae) teljast tvær tegundir. Önnur tegundin heitir á ýmsum tungumálum eftir hinum fræga sænska náttúrufræðingi Carl von Linné (1707-1778), en á ensku kallast það til dæmis „Linnaeus’ two-toed sloth” (Choloepus didactylus). Hin tegundin nefnist Hoffmans-letidýrið (Choloepus hoffmanni).



Til eru sex tegundir letidýra í tveimur ættum: Bradypodidae (þrítæð letidýr) og Megalonychidae (tvítæð letidýr).

Brúna letidýrið er ekki talið vera í mikilli hættu samkvæmt IUCN. Hvorki skógareyðing á útbreiðslusvæði dýrsins né veiðar eru talin ógna tegundinni að neinu ráði enn sem komið er. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um stofnstærð tegundarinnar en gert er ráð fyrir að hún telji nokkra tugi þúsunda dýra.

Ljósa letidýrið er algengt á afskekktum svæðum á Amasón-svæðinu og telst ekki vera í hættu samkvæmt alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN (International Union for the Conservation of Nature and Natural Resources). Líkt og með brúna letidýrið eru nákvæmar upplýsingar um stofnstærð þess ekki fyrir hendi.

Makkaletidýrið finnst á mjög litlu svæði, eða minna enn 5000 km2. Þetta svæði hefur orðið fyrir miklum ágangi vegna skógarhöggs og nærveru mannabústaða, Hundar hafa til dæmis valdið miklum usla á svæðinu og drepið fjölda dýra. Stofnstærðin fer því ört minnkandi og telst tegundin vera í hættu (e. endangered).



Erfitt er að rannsaka letidýr þar sem þau lifa flest á mjög óaðgengilegum svæðum og halda sig yfirleitt hátt uppi í laufþekjunni þar sem erfitt er að sjá til þeirra.

Svipaða sögu má segja um dvergletidýrið en það lifir einnig á mjög litlu svæði sem hefur orðið fyrir miklum ágangi vegna skógarhöggs, ferðaþjónustu og fleiri athafna mannsins. Talið er að stofnstærð dvergletidýra hafi dregist talsvert saman en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir.

Hið tvítæða letidýr Linnaeusar hefur hins vegar mjög víðfeðma útbreiðslu og er tegundin ekki talin í hættu að svo stöddu. Sömu sögu má segja um Hoffmans-letidýrið, en nákvæmar tölur yfir stofnstærð þessara tegunda eru þó ekki til.

Það er ljóst að rannsóknum á letidýrum er verulega ábótavant og má rekja það til margra samverkandi þátta. Þess má til dæmis geta að letidýr lifa á afar óaðgengilegum svæðum Amasón-skóganna, en stofnstærð fjölmargra villtra spendýra sem þar lifa er lítt eða alls ekki kunn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.9.2006

Spyrjandi

Guðni Már Gilbert

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til mörg letidýr í heiminum?“ Vísindavefurinn, 26. september 2006. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6211.

Jón Már Halldórsson. (2006, 26. september). Hvað eru til mörg letidýr í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6211

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til mörg letidýr í heiminum?“ Vísindavefurinn. 26. sep. 2006. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6211>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til mörg letidýr í heiminum?
Letidýr tilheyra tveimur ættum spendýra, Bradypodidae (þrítæð letidýr) og Megalonychidae (tvítæð letidýr). Þessi dýr finnast einungis í Suður- og Mið-Ameríku.

Innan ættar Bradypodidae eru nú fjórar tegundir:
  • brúna letidýrið (Bradypus variegatus)
  • ljósa letidýrið (Bradypus tridactylus)
  • makkaletidýrið (Bradypus torquatus)
  • dvergletidýrið (Bradypus pygmaeus)
Til tvítæðra letidýra (Megalonychidae) teljast tvær tegundir. Önnur tegundin heitir á ýmsum tungumálum eftir hinum fræga sænska náttúrufræðingi Carl von Linné (1707-1778), en á ensku kallast það til dæmis „Linnaeus’ two-toed sloth” (Choloepus didactylus). Hin tegundin nefnist Hoffmans-letidýrið (Choloepus hoffmanni).



Til eru sex tegundir letidýra í tveimur ættum: Bradypodidae (þrítæð letidýr) og Megalonychidae (tvítæð letidýr).

Brúna letidýrið er ekki talið vera í mikilli hættu samkvæmt IUCN. Hvorki skógareyðing á útbreiðslusvæði dýrsins né veiðar eru talin ógna tegundinni að neinu ráði enn sem komið er. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um stofnstærð tegundarinnar en gert er ráð fyrir að hún telji nokkra tugi þúsunda dýra.

Ljósa letidýrið er algengt á afskekktum svæðum á Amasón-svæðinu og telst ekki vera í hættu samkvæmt alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN (International Union for the Conservation of Nature and Natural Resources). Líkt og með brúna letidýrið eru nákvæmar upplýsingar um stofnstærð þess ekki fyrir hendi.

Makkaletidýrið finnst á mjög litlu svæði, eða minna enn 5000 km2. Þetta svæði hefur orðið fyrir miklum ágangi vegna skógarhöggs og nærveru mannabústaða, Hundar hafa til dæmis valdið miklum usla á svæðinu og drepið fjölda dýra. Stofnstærðin fer því ört minnkandi og telst tegundin vera í hættu (e. endangered).



Erfitt er að rannsaka letidýr þar sem þau lifa flest á mjög óaðgengilegum svæðum og halda sig yfirleitt hátt uppi í laufþekjunni þar sem erfitt er að sjá til þeirra.

Svipaða sögu má segja um dvergletidýrið en það lifir einnig á mjög litlu svæði sem hefur orðið fyrir miklum ágangi vegna skógarhöggs, ferðaþjónustu og fleiri athafna mannsins. Talið er að stofnstærð dvergletidýra hafi dregist talsvert saman en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir.

Hið tvítæða letidýr Linnaeusar hefur hins vegar mjög víðfeðma útbreiðslu og er tegundin ekki talin í hættu að svo stöddu. Sömu sögu má segja um Hoffmans-letidýrið, en nákvæmar tölur yfir stofnstærð þessara tegunda eru þó ekki til.

Það er ljóst að rannsóknum á letidýrum er verulega ábótavant og má rekja það til margra samverkandi þátta. Þess má til dæmis geta að letidýr lifa á afar óaðgengilegum svæðum Amasón-skóganna, en stofnstærð fjölmargra villtra spendýra sem þar lifa er lítt eða alls ekki kunn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:...