Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hafa Íslendingar unnið til margra verðlauna á Ólympíuleikum?

Íslendingar hafa átt þátttakendur á 19 Ólympíuleikum (en hér er aðeins átt við sumarólympíuleika). Fyrst árið 1908, næst árið 1912 (í bæði skiptin undir fána Dana), svo árið 1936, þá fyrst sem fullvalda þjóð, og allar götur síðan. Þess ber að geta að engir Ólympíuleikar fóru fram árin 1916, 1940 og 1944 vegna stríðsátaka í heiminum.

Íslendingar hafa unnið til fernra verðlauna á Ólympíuleikum.

Á þessum 19 Ólympíuleikum hafa Íslendingar unnið til fernra verðlauna, tvennra silfurverðlauna og tvennra bronsverðlauna:
  • Árið 1956 voru leikarnir haldnir í Melbourne í Ástralíu en þá vann Vilhjálmur Einarsson silfurverðlaun í þrístökki.
  • Næstur var Bjarni Friðriksson sem vann til bronsverðlauna í júdó í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 1984.
  • Árið 2000 í Sidney í Ástralíu vann Vala Flosadóttir til bronsverðlauna í stangarstökki.
  • Árið 2008 í Peking í Kína var svo komið að karlalandsliðinu í handknattleik en þeir unnu til silfurverðlauna. Í liðinu voru: Alexander Petersson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Björgvin Páll Gústavsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Hreiðar Levy Guðmundsson, Ingimundur Ingimundarson, Logi Geirsson, Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson, Sigfús Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Sturla Ásgeirsson og Sverre Andreas Jakobsson.

Heimildir:

Mynd:

Útgáfudagur

25.7.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Höfundur

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvað hafa Íslendingar unnið til margra verðlauna á Ólympíuleikum?“ Vísindavefurinn, 25. júlí 2012. Sótt 6. desember 2016. http://visindavefur.is/svar.php?id=62932.

ÍDÞ. (2012, 25. júlí). Hvað hafa Íslendingar unnið til margra verðlauna á Ólympíuleikum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62932

ÍDÞ. „Hvað hafa Íslendingar unnið til margra verðlauna á Ólympíuleikum?“ Vísindavefurinn. 25. júl. 2012. Vefsíða. 6. des. 2016. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62932>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Blóðbanki

Í blóðbanka er blóði safnað úr mönnum og það geymt til blóðgjafar. Enski fæðingarlæknirinn James Blundell framkvæmdi fyrstu blóðgjöfina sem heppnaðist á fyrri hluta 19. aldar. Þegar aðferðir þróuðust til að geyma blóð í nokkra daga án storknunar urðu til vísar að blóðbönkum. Blóðbanki tók formlega til starfa á Íslandi 14. nóvember 1953.