Sólin Sólin Rís 05:02 • sest 21:51 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:38 • Síðdegis: 23:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:35 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík

Af hverju er sama sögn notuð yfir prjónaskap og þegar hestur eða hjól prjónar?

Guðrún Kvaran

Samkvæmt heimildum tekur prjón ekki að tíðkast hérlendis fyrr en á 16. öld. Það kemur ekki fyrir í fornu máli. Af nafnorðinu prjónn ‘teinn úr málmi (eða tré), stuttur málmpinni með haus á enda’ er leidd sögnin að prjóna og af henni nafnorðið prjón (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989: 724–725). Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru elst dæmi um að hross prjóni frá miðri 19. öld. Í orðabók Björns Halldórssonar, sem gefin var út 1814, kemur ekki fram þessi merking.

Mögulega er prjón í hesti líking sótt til persónu sem situr og prjónar. Prjónarnir hreyfast hratt eins og framfætur á hesti sem stendur uppi á afturfótunum.

Ég tel að prjón í hesti sé líking sótt til persónu sem situr og prjónar. Prjónarnir hreyfast hratt eins og framfætur á hesti sem stendur uppi á afturfótunum. Að hjól prjóni er aftur líking sótt til prjónandi hests.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Hsáskólans, Reykjavík.
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans: arnastofnun.is

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.2.2019

Spyrjandi

Magðalena Níelsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er sama sögn notuð yfir prjónaskap og þegar hestur eða hjól prjónar?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2019. Sótt 30. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70389.

Guðrún Kvaran. (2019, 5. febrúar). Af hverju er sama sögn notuð yfir prjónaskap og þegar hestur eða hjól prjónar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70389

Guðrún Kvaran. „Af hverju er sama sögn notuð yfir prjónaskap og þegar hestur eða hjól prjónar?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2019. Vefsíða. 30. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70389>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er sama sögn notuð yfir prjónaskap og þegar hestur eða hjól prjónar?
Samkvæmt heimildum tekur prjón ekki að tíðkast hérlendis fyrr en á 16. öld. Það kemur ekki fyrir í fornu máli. Af nafnorðinu prjónn ‘teinn úr málmi (eða tré), stuttur málmpinni með haus á enda’ er leidd sögnin að prjóna og af henni nafnorðið prjón (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989: 724–725). Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru elst dæmi um að hross prjóni frá miðri 19. öld. Í orðabók Björns Halldórssonar, sem gefin var út 1814, kemur ekki fram þessi merking.

Mögulega er prjón í hesti líking sótt til persónu sem situr og prjónar. Prjónarnir hreyfast hratt eins og framfætur á hesti sem stendur uppi á afturfótunum.

Ég tel að prjón í hesti sé líking sótt til persónu sem situr og prjónar. Prjónarnir hreyfast hratt eins og framfætur á hesti sem stendur uppi á afturfótunum. Að hjól prjóni er aftur líking sótt til prjónandi hests.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Hsáskólans, Reykjavík.
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans: arnastofnun.is

Mynd:

...