Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 17:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:08 • Sest 04:21 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:27 • Síðdegis: 25:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:40 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers vegna má mér ekki langa?

Guðrún Kvaran

Sögnin að langa telst til svokallaðra ópersónulegra sagna og hefur haft frumlagsígildi í þolfalli allt frá fornu máli. Kallast það þolfallsfrumlag. Þannig er sagt: mig (þolfall) langar, þig langar, hann langar, hana langar, okkur langar, ykkur langar, þá/þær/þau langar. Dæmi um aðrar ópersónulegar sagnir með þolfalli eru mig minnir, mig grunar, mig langar, mig þyrstir.

Það telst ekki vandað mál að nota þágufallsfrumlag með sögninni að langa þótt sú notkun sé orðin allalgeng. Rétt er því að segja: Mig langar í samloku.

Aðrar ópersónulegar sagnir hafa frumlagsígildi í þágufalli og mætti nefna sem dæmi: mér finnst, mér heyrist, mér líkar, mér sýnist.

Í Stafsetningarorðabókinni er eingöngu sýnt þolfallsfrumlag með sögninni að langa og sama er að segja um Málfarsbanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Það telst ekki vandað mál að nota þágufallsfrumlag með sögninni að langa þótt sú notkun sé orðin allalgeng.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.4.2013

Spyrjandi

Alexander Gunnar Kristjánsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna má mér ekki langa?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2013. Sótt 29. janúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=63921.

Guðrún Kvaran. (2013, 8. apríl). Hvers vegna má mér ekki langa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63921

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna má mér ekki langa?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2013. Vefsíða. 29. jan. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63921>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna má mér ekki langa?
Sögnin að langa telst til svokallaðra ópersónulegra sagna og hefur haft frumlagsígildi í þolfalli allt frá fornu máli. Kallast það þolfallsfrumlag. Þannig er sagt: mig (þolfall) langar, þig langar, hann langar, hana langar, okkur langar, ykkur langar, þá/þær/þau langar. Dæmi um aðrar ópersónulegar sagnir með þolfalli eru mig minnir, mig grunar, mig langar, mig þyrstir.

Það telst ekki vandað mál að nota þágufallsfrumlag með sögninni að langa þótt sú notkun sé orðin allalgeng. Rétt er því að segja: Mig langar í samloku.

Aðrar ópersónulegar sagnir hafa frumlagsígildi í þágufalli og mætti nefna sem dæmi: mér finnst, mér heyrist, mér líkar, mér sýnist.

Í Stafsetningarorðabókinni er eingöngu sýnt þolfallsfrumlag með sögninni að langa og sama er að segja um Málfarsbanka Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Það telst ekki vandað mál að nota þágufallsfrumlag með sögninni að langa þótt sú notkun sé orðin allalgeng.

Mynd:

...