Sólin Sólin Rís 04:58 • sest 21:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:41 • Sest 09:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:56 • Síðdegis: 24:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík

Geta silfurskottur bitið menn?

JMH

Silfurskottur (Lepisma saccharina) bíta ekki, að minnsta kosti ekki fólk. Þær hafa vissulega munnlimi en þeir eru alltof smávaxnir til að skaða fólk á nokkurn hátt.

Silfurskottur geta hins vegar valdið skemmdum á bókum og kornmeti komist þær í slíkt. Helsta fæða þeirra eru smáar lífrænar leifar sem þær finna á gólfum og í skápum.



Silfurskottur kunna best við sig á rökum stöðum og finnast þess vegna gjarnan á baðherbergjum. Það er þó lítil hætta á að þær narti í tærnar á fólki þegar það stígur út úr sturtunni.

Hægt er að lesa meira um silfurskottur í svörum eftir sama höfund við eftirfarandi spurningum:

Mynd: University of Minnesota Extension. Ljósmyndari: Jeffrey Hahn.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.4.2008

Spyrjandi

Aðalheiður Ágústa Jónsdóttir, f. 1995

Tilvísun

JMH. „Geta silfurskottur bitið menn?“ Vísindavefurinn, 8. apríl 2008. Sótt 1. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7334.

JMH. (2008, 8. apríl). Geta silfurskottur bitið menn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7334

JMH. „Geta silfurskottur bitið menn?“ Vísindavefurinn. 8. apr. 2008. Vefsíða. 1. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7334>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta silfurskottur bitið menn?
Silfurskottur (Lepisma saccharina) bíta ekki, að minnsta kosti ekki fólk. Þær hafa vissulega munnlimi en þeir eru alltof smávaxnir til að skaða fólk á nokkurn hátt.

Silfurskottur geta hins vegar valdið skemmdum á bókum og kornmeti komist þær í slíkt. Helsta fæða þeirra eru smáar lífrænar leifar sem þær finna á gólfum og í skápum.



Silfurskottur kunna best við sig á rökum stöðum og finnast þess vegna gjarnan á baðherbergjum. Það er þó lítil hætta á að þær narti í tærnar á fólki þegar það stígur út úr sturtunni.

Hægt er að lesa meira um silfurskottur í svörum eftir sama höfund við eftirfarandi spurningum:

Mynd: University of Minnesota Extension. Ljósmyndari: Jeffrey Hahn....