Sólin Sólin Rís 04:55 • sest 21:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:20 • Sest 12:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:37 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:14 • Síðdegis: 19:34 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Oddur Vilhelmsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Oddur Vilhelmsson er prófessor í líftækni við Háskólann á Akureyri. Hann fæst einkum við rannsóknir á örverum í náttúrunni, vistfræði þeirra og notagildi í umhverfislíftækni.

Þrátt fyrir smæð þeirra, þá mynda örverur drjúgan hluta af massa lífhvolfsins. Þær finnast í öllum vistgerðum og geta dafnað, jafnvel myndað þykkar breiður, við aðstæður þar sem stórgerðara líf fær ekki þrifist, svosem í sjóðandi hverum, ljóslausum hraunhellum, undir jökli eða jafnvel í jökulís, og í glufum í bergi djúpt í iðrum jarðar. Hvaða eiginleikum þurfa örverurnar að vera gæddar til að fá þrifist við þessar harðneskjulegu aðstæður? Eru þeir hagnýtanlegir, til dæmis við hreinsun spilliefna úr menguðu umhverfi? Hvaða áhrif hefur vöxtur örveranna á jarðefnafræðilega ferla í umhverfi sínu? En á annað líf, svosem plöntur og fléttur? Hvað ræður tegundasamsetningu örverulífs við jaðaraðstæður eins og þær sem ríkja í mörgum íslenskum vistgerðum?

Þessar spurningar eru meðal þess sem Oddur og rannsóknahópur hans fæst við í verkefnum sínum, en við úrlausn þeirra er leitað í efnivið úr umhverfi á borð við auðnir hálendisins, hraunhella, sjávarklappir, jökla, fléttur og skófir, og notaðar aðferðir á borð við raðgreiningu erfðaefnis úr umhverfissýnum til að meta flokkunarfræðilega samsetningu örverulífríkisins, auk sértækrar ræktunar markörvera og greiningu á eiginleikum þeirra.

Við úrlausn verkefna sinna leita Oddur og rannsóknahópur hans í efnivið úr umhverfi á borð við auðnir hálendisins, hraunhella, sjávarklappir, jökla, fléttur og skófir.

Meðal verkefna á nýliðnum árum má nefna rannsóknir á samlífisbakteríum fléttna, en í ljós hefur komið að meðal mikilvægra hlutverka baktería sem lifa í og á fléttum er upptaka ólífrænna næringarefna á borð við fosföt úr umhverfi fléttunnar. Samlífisbakteríur fléttnanna hafa til að bera ýmsa eiginleika sem nýtast þeim við að dafna innan í fléttuþalinu og kemur í ljós að margir þessara eiginleika eru hagnýtanlegir í líftækni. Til dæmis má nefna að margar fléttubakteríur mynda afar virk ýruefni sem þær nýta sér við upptöku næringarefna úr umhverfinu. Slík efni eru gagnleg sem hjálparefni við hreinsun olíuefna úr menguðu umhverfi. Annað dæmi um yfirstandandi rannsóknir er athugun á örverulífríki metangasaugna, en niðurstöður benda til að nýta megi samsetningu örverulífríkis til að gefa vísbendingar um eðli og efnasamsetningu undirliggjandi jarðlaga, svosem hvað varðar kolvetni og jarðhitagas.

Oddur fæddist á Hvammstanga árið 1968. Hann lauk MS-prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og doktorsprófi í örveru- og lífefnafræði matvæla frá Pennsylvania State-háskólanum árið 2000. Hann gegndi nýdoktors- og gistifræðimannastöðum í sameindalíffræði örvera og lífefnafræði við Texas-háskóla í Houston, Oxford-háskóla, og Aberdeen-háskóla frá 2000 til 2004, þegar hann hóf störf sem lektor í líftækni við Háskólann á Akureyri.

Mynd:
  • Myndina af Oddi tók Anssi Ruuska.

Útgáfudagur

2.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Oddur Vilhelmsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 2. mars 2018. Sótt 2. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75360.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 2. mars). Hvað hefur vísindamaðurinn Oddur Vilhelmsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75360

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Oddur Vilhelmsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 2. mar. 2018. Vefsíða. 2. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75360>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Oddur Vilhelmsson rannsakað?
Oddur Vilhelmsson er prófessor í líftækni við Háskólann á Akureyri. Hann fæst einkum við rannsóknir á örverum í náttúrunni, vistfræði þeirra og notagildi í umhverfislíftækni.

Þrátt fyrir smæð þeirra, þá mynda örverur drjúgan hluta af massa lífhvolfsins. Þær finnast í öllum vistgerðum og geta dafnað, jafnvel myndað þykkar breiður, við aðstæður þar sem stórgerðara líf fær ekki þrifist, svosem í sjóðandi hverum, ljóslausum hraunhellum, undir jökli eða jafnvel í jökulís, og í glufum í bergi djúpt í iðrum jarðar. Hvaða eiginleikum þurfa örverurnar að vera gæddar til að fá þrifist við þessar harðneskjulegu aðstæður? Eru þeir hagnýtanlegir, til dæmis við hreinsun spilliefna úr menguðu umhverfi? Hvaða áhrif hefur vöxtur örveranna á jarðefnafræðilega ferla í umhverfi sínu? En á annað líf, svosem plöntur og fléttur? Hvað ræður tegundasamsetningu örverulífs við jaðaraðstæður eins og þær sem ríkja í mörgum íslenskum vistgerðum?

Þessar spurningar eru meðal þess sem Oddur og rannsóknahópur hans fæst við í verkefnum sínum, en við úrlausn þeirra er leitað í efnivið úr umhverfi á borð við auðnir hálendisins, hraunhella, sjávarklappir, jökla, fléttur og skófir, og notaðar aðferðir á borð við raðgreiningu erfðaefnis úr umhverfissýnum til að meta flokkunarfræðilega samsetningu örverulífríkisins, auk sértækrar ræktunar markörvera og greiningu á eiginleikum þeirra.

Við úrlausn verkefna sinna leita Oddur og rannsóknahópur hans í efnivið úr umhverfi á borð við auðnir hálendisins, hraunhella, sjávarklappir, jökla, fléttur og skófir.

Meðal verkefna á nýliðnum árum má nefna rannsóknir á samlífisbakteríum fléttna, en í ljós hefur komið að meðal mikilvægra hlutverka baktería sem lifa í og á fléttum er upptaka ólífrænna næringarefna á borð við fosföt úr umhverfi fléttunnar. Samlífisbakteríur fléttnanna hafa til að bera ýmsa eiginleika sem nýtast þeim við að dafna innan í fléttuþalinu og kemur í ljós að margir þessara eiginleika eru hagnýtanlegir í líftækni. Til dæmis má nefna að margar fléttubakteríur mynda afar virk ýruefni sem þær nýta sér við upptöku næringarefna úr umhverfinu. Slík efni eru gagnleg sem hjálparefni við hreinsun olíuefna úr menguðu umhverfi. Annað dæmi um yfirstandandi rannsóknir er athugun á örverulífríki metangasaugna, en niðurstöður benda til að nýta megi samsetningu örverulífríkis til að gefa vísbendingar um eðli og efnasamsetningu undirliggjandi jarðlaga, svosem hvað varðar kolvetni og jarðhitagas.

Oddur fæddist á Hvammstanga árið 1968. Hann lauk MS-prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og doktorsprófi í örveru- og lífefnafræði matvæla frá Pennsylvania State-háskólanum árið 2000. Hann gegndi nýdoktors- og gistifræðimannastöðum í sameindalíffræði örvera og lífefnafræði við Texas-háskóla í Houston, Oxford-háskóla, og Aberdeen-háskóla frá 2000 til 2004, þegar hann hóf störf sem lektor í líftækni við Háskólann á Akureyri.

Mynd:
  • Myndina af Oddi tók Anssi Ruuska.

...