Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík

Hvaða tré er best að gróðursetja í kringum strandblaksvöll svo boltinn fjúki ekki?

Guðríður Helgadóttir

Hægt er að rækta upp skjólbelti í kringum strandblaksvelli, hvort sem þeir eru staðsettir við sjávarsíðuna eða inni í landi. Skjólbelti úr trjám og runnum eru hlýleg og falleg í umhverfinu og gegna því hlutverki að hægja vel á vindinum, oft er miðað við að holprósentan í skjólbeltum (það er hversu hátt hlutfall af vindi sleppur í gegnum skjólbeltið) sé um 50-70%. Slíkur skjólgjafi er heppilegri en heill veggur því heilir veggir magna oft upp vindáhrif með frákasti. Ýmsar tegundir koma til greina en líklega vilja aðilar fá hraðvaxta tegundir sem veita skjól sem fyrst.

Jörfavíðir (Salix hookeriana) er dæmi um salt- og vindþolinn runna sem er ákaflega fljótsprottinn og getur náð rúmlega 5 m hæð.

Plöntuval í skjólbelti er háð umhverfisskilyrðum. Ef völlurinn er staðsettur við strönd þarf að velja sérlega salt- og vindþolnar plöntur til ræktunar. Jörfavíðir, Salix hookeriana, er dæmi um salt- og vindþolinn runna sem er ákaflega fljótsprottinn, með traust og gott rótakerfi og verður rúmlega 5 m á hæð, sem ætti að duga fyrir flesta strandblakvelli. Hann er nokkuð grófgreinóttur og því ætti að vera nóg að setja plönturnar niður með um 50-70 cm millibili til að fá upp fallegt og þétt limgerði til að skýla blakfólki. Jörfavíðirinn þolir líka vel sendinn jarðveg sem er líklega heppilegt í ljósi staðsetningar hans við strandblakvöll.

Sé blakvöllurinn staðsettur inni í landi einskorðast plöntuvalið ekki við saltþolnar plöntur eins og við ströndina. Jörfavíðirinn kemur vissulega vel til álita inni í landi en þar mætti einnig horfa til annarra plöntutegunda sem vaxa hratt, svo sem alaskaaspar, Populus trichocarpa. Alaskaöspin verður hávaxin og glæsileg og ekki spillir að hún ilmar mjög vel. Skynsamlegt er að velja til ræktunar tiltölulega fíngreinóttan karlklón af ösp til að komast hjá fræfalli sem á sér stað á miðju sumri. Fræ alaskaasparinnar er með löngum hvítum svifhárum. Kvenaspir mynda oft gríðarlegt magn af fræi á sumrin, svo mikið að talað er um að snjói að sumarlagi. Slík fræfergi er óheppilegt undirlag fyrir íþróttaiðkun. Dæmi um karlklón sem gæti nýst vel við þessar aðstæður er klóninn Brekkan sem er góð alhliða ösp með fallegt vaxtarlag og sveigjanlegar umhverfiskröfur. Í ljósi þess að aspir verða hávaxin og myndarleg tré þarf að gróðursetja þær með góðu millibili, til dæmis með um 3 m á milli plantna. Alaskaösp þolir sendinn jarðveg svo framarlega sem hún hefur aðgang að jarðvatni.

Strandblaksvellir í Kjarnaskógi á Akureyri.

Til að tryggja alhliða skjól á vellinum mætti svo gróðursetja þéttgreinótta meðalháa runna inn á milli aspanna, til dæmis glótopp, Lonicera involucrata, en til eru yrki af honum sem ná ríflega 3 m hæð og breidd. Glótoppur er vind- og saltþolinn þannig að hann gæti einnig nýst með jörfavíði við ströndina til að auka fjölbreytni í umhverfi strandblaksvallarins. Jafnvel mætti hugsa sér að blanda öllum þremur tegundunum saman í skjólbelti ef pláss umhverfis blakvöllinn leyfir.

Fleiri tegundir koma vissulega til greina og er um að gera að leita til garðyrkjufræðinga til að fá hagnýtar leiðbeiningar um tegundaval.

Myndir:

Höfundur

Guðríður Helgadóttir

starfsmenntanámsstjóri LBHÍ

Útgáfudagur

9.2.2021

Spyrjandi

Heiðar Högni Guðnason

Tilvísun

Guðríður Helgadóttir. „Hvaða tré er best að gróðursetja í kringum strandblaksvöll svo boltinn fjúki ekki?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2021. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76820.

Guðríður Helgadóttir. (2021, 9. febrúar). Hvaða tré er best að gróðursetja í kringum strandblaksvöll svo boltinn fjúki ekki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76820

Guðríður Helgadóttir. „Hvaða tré er best að gróðursetja í kringum strandblaksvöll svo boltinn fjúki ekki?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2021. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76820>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða tré er best að gróðursetja í kringum strandblaksvöll svo boltinn fjúki ekki?
Hægt er að rækta upp skjólbelti í kringum strandblaksvelli, hvort sem þeir eru staðsettir við sjávarsíðuna eða inni í landi. Skjólbelti úr trjám og runnum eru hlýleg og falleg í umhverfinu og gegna því hlutverki að hægja vel á vindinum, oft er miðað við að holprósentan í skjólbeltum (það er hversu hátt hlutfall af vindi sleppur í gegnum skjólbeltið) sé um 50-70%. Slíkur skjólgjafi er heppilegri en heill veggur því heilir veggir magna oft upp vindáhrif með frákasti. Ýmsar tegundir koma til greina en líklega vilja aðilar fá hraðvaxta tegundir sem veita skjól sem fyrst.

Jörfavíðir (Salix hookeriana) er dæmi um salt- og vindþolinn runna sem er ákaflega fljótsprottinn og getur náð rúmlega 5 m hæð.

Plöntuval í skjólbelti er háð umhverfisskilyrðum. Ef völlurinn er staðsettur við strönd þarf að velja sérlega salt- og vindþolnar plöntur til ræktunar. Jörfavíðir, Salix hookeriana, er dæmi um salt- og vindþolinn runna sem er ákaflega fljótsprottinn, með traust og gott rótakerfi og verður rúmlega 5 m á hæð, sem ætti að duga fyrir flesta strandblakvelli. Hann er nokkuð grófgreinóttur og því ætti að vera nóg að setja plönturnar niður með um 50-70 cm millibili til að fá upp fallegt og þétt limgerði til að skýla blakfólki. Jörfavíðirinn þolir líka vel sendinn jarðveg sem er líklega heppilegt í ljósi staðsetningar hans við strandblakvöll.

Sé blakvöllurinn staðsettur inni í landi einskorðast plöntuvalið ekki við saltþolnar plöntur eins og við ströndina. Jörfavíðirinn kemur vissulega vel til álita inni í landi en þar mætti einnig horfa til annarra plöntutegunda sem vaxa hratt, svo sem alaskaaspar, Populus trichocarpa. Alaskaöspin verður hávaxin og glæsileg og ekki spillir að hún ilmar mjög vel. Skynsamlegt er að velja til ræktunar tiltölulega fíngreinóttan karlklón af ösp til að komast hjá fræfalli sem á sér stað á miðju sumri. Fræ alaskaasparinnar er með löngum hvítum svifhárum. Kvenaspir mynda oft gríðarlegt magn af fræi á sumrin, svo mikið að talað er um að snjói að sumarlagi. Slík fræfergi er óheppilegt undirlag fyrir íþróttaiðkun. Dæmi um karlklón sem gæti nýst vel við þessar aðstæður er klóninn Brekkan sem er góð alhliða ösp með fallegt vaxtarlag og sveigjanlegar umhverfiskröfur. Í ljósi þess að aspir verða hávaxin og myndarleg tré þarf að gróðursetja þær með góðu millibili, til dæmis með um 3 m á milli plantna. Alaskaösp þolir sendinn jarðveg svo framarlega sem hún hefur aðgang að jarðvatni.

Strandblaksvellir í Kjarnaskógi á Akureyri.

Til að tryggja alhliða skjól á vellinum mætti svo gróðursetja þéttgreinótta meðalháa runna inn á milli aspanna, til dæmis glótopp, Lonicera involucrata, en til eru yrki af honum sem ná ríflega 3 m hæð og breidd. Glótoppur er vind- og saltþolinn þannig að hann gæti einnig nýst með jörfavíði við ströndina til að auka fjölbreytni í umhverfi strandblaksvallarins. Jafnvel mætti hugsa sér að blanda öllum þremur tegundunum saman í skjólbelti ef pláss umhverfis blakvöllinn leyfir.

Fleiri tegundir koma vissulega til greina og er um að gera að leita til garðyrkjufræðinga til að fá hagnýtar leiðbeiningar um tegundaval.

Myndir:...