Sólin Sólin Rís 07:15 • sest 19:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:55 • Sest 22:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:59 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík

Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um aspir?

Jón Már Halldórsson

Ösp (Populus) er ættkvísl stórvaxinna lauftrjáa. Innan ættkvíslarinnar eru 25-35 tegundir sem fyrirfinnast víða á norðurhveli jarðar. Aspir eru yfirleitt 15-50 metra háar og getur trjástofn stærstu tegunda orðið allt að 250 cm í þvermál. Venjulega er trjábörkur ungra aspa frá hvítum lit upp í grænleitt. Í eldri trjám helst mýkt barkarins hjá sumum tegundum en hjá öðrum verður börkurinn dökkbrúnn og sprunginn.

Asparættkvíslinni er skipt niður í sex deildir:
 1. Hvít- og blæaspir tilheyra Leuce-deild.
 2. Balsamaspir tilheyra Tacamahaca-deild.
 3. Svartaspir tilheyra Aegoeiros-deild og teljast til hennar þrjár tegundir.
 4. Populus-deildin eða hvítaspir. Til hennar teljast 7 tegundir.
 5. Turango Turango.
 6. Abalo eða Mexíkóaspir.

Tegundir innan deildanna Leuce, Tacamahaca og Aegoeiros eru mikilvægar trjátegundir til timburframleiðslu víða um heim og eru stór svæði ræktuð upp af tegundum þessara aspa.

Þegar talað er um aspir hér á landi þá dettur sjálfsagt flestum í hug alaskaösp (Populus trichocarpa). Alaskaöspin var flutt hingað til lands fyrst um miðja síðustu öld. Hún er ákaflega hraðvaxta og er sums staðar á landinu orðin hærri en 20 metrar og getur myndað feiknarsvera boli. Á stöðum eins og í Oregon- og Washington-fylki í Bandaríkjunum verður hún allt að 60 metra há.

Öspin blómstrar rétt í byrjun laufgunar, í apríl eða maí eftir árferði. Hér á landi var alaskaöspin farin að sá sér fyrir eigin rammleik strax upp úr 1990. Einkum nær hún rótfestu og seti á röskuðum svæðum, svo sem meðfram nýgerðum vegum og víðar. Alaskaöspin myndar einnig mikið af rótarskotum sem koma upp í nokkurra metra fjarlægð frá móðurplöntunni. Þó að ræktun alaskaasparinnar hafi gengið vel hér á landi virðast mjög vindasamir staðir við sjávarsíðuna og votar mýrar henta henni ákaflega illa. Alaskaöspin er ekki langlíf og er talið að hún verði yfirleitt ekki eldri en 100 ára.

Blæöspin (Populus tremula) í Noregi.

Allar tegundir innan víðiættar (Salicaceae), en asparættkvíslin tilheyrir henni, eru einkynja. Tréin eru því annaðhvort karl- eða kvenkyns. Á öspum eru blómin reklar og meðal alaskaasparinnar eru karlreklarnir purpurarauðir, um 6-8 cm á lengd, en kvenreklarnir eru grænir og svipaðir að lengd. Við frjóvgun verða reklarnir þó 15 cm. Alaskaöspin blómstrar reglulega í maí/júní, áður en trén allaufgast. Fræin eru þroskuð í júní/júlí hin seinni ár. Þau eru ákaflega sviflétt og svífa langar leiðir með svifhárum sem eru farin að mynda hvíta drífu um jörðina í þéttbýlinu. Mörgum finnst þetta afar hvimleitt. Hér á landi koma sáðplöntur oft upp í nokkur hundruð metra eða kílómetra fjarlægð frá móðurplöntunum. Ný kynslóð af sjálfsánum öspum hefur sums staðar náð rúmlega tveggja metra hæð. Það er því ljóst að ef fram fer sem horfir mun alaskaöspin fjölga sér og dreifast í íslenskri náttúru á komandi árum. Þess má geta að erfðamengi alaskaasparinnar var fyrsta erfðamengi úr trjátegund sem var fullkomlega raðgreint.

Aðrar aspategundir sem finnast hér á landi:
 • Blæöspin (Populus tremula) er innlend tegund sem vex einungis á sex stöðum á landinu. Erlendis finnst hún í Evrasíu frá Noregi austur til Kamchatka og á eyjunum Hokkaido. Í suðri teygir hún sig í gegnum Evrópu og suður til Atlas-fjalla í Norður-Afríku. Blæöspin getur orðið allt að 30 metrar á hæð en þar sem skilyrði eru erfið verður hún kræklótt og þétt vegna rótarskota sem hún myndar. Hér á landi er hæsta blæösp sem mæld hefur verið allt að 13 metrar. Blæöspin fannst fyrst hér á landi árið 1905 í Garði í Fnjóskadal. Því næst á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði. Síðan á fjórum öðrum stöðum á landinu, öllum á Austurlandi. Blæöspin er fallegt og hægvaxta tré sem þrífst best á hlýjum og skjólsömum stöðum í vel ræstum og sendnum jarðvegi og virðist þola illa samkeppni við öflugan grasvöxt. Þar sem blæöspin er dugleg við að mynda rótarskot getur hún hentað til landgræðslu í skóglausu landi með aðstoð alaskalúpínu.
 • Gráösp (Populus canescens) var fyrst ræktuð hér á landi árið 1930 en er mjög fágæt. Heimkynni hennar eru í Vestur- og Mið-Evrópu og teygir hún sig austur eftir til Mið-Rússlands. Gráöspin er fallegt tré með silfruðum laufblöðum. Rótarkerfið er grunnstætt og er hún dugleg að fjölga sér með rótarskotum. Blómin eru reklar og eru karlreklarnir gráir til rauðleitir að lit og frá 6-10 cm en kvenreklarnir eru 2-3 cm.

Nöturöspin (Populus tremuloides).

 • Nöturösp (Populus tremuloides) er útbreidd um allt barrskógabeltið í Norður-Ameríku, frá Nýfundnalandi í austri til Beringshafs í vestri og suður til Mexíkó. Það var Jón Rögnvaldsson sem flutti fyrst inn nöturösp frá Kanada á millistríðsárunum. Nöturösp er á margan hátt lík blæöspinni og hafa ýmsir blendingar tegundanna verið ræktaðar saman með góðum árangri. Nöturöspin gerir kröfur um stöðugt loftslag að vetrarlagi og virðist illa þola umhleypingarnar sem eru hér á landi á veturna.

Þá hafa nokkrar aðrar tegundir verið fluttar hingað inn og dafna ágætlega.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.9.2011

Spyrjandi

Sonja Rún Magnúsdóttir, f. 1996

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um aspir?“ Vísindavefurinn, 14. september 2011. Sótt 24. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=57108.

Jón Már Halldórsson. (2011, 14. september). Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um aspir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57108

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um aspir?“ Vísindavefurinn. 14. sep. 2011. Vefsíða. 24. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57108>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um aspir?
Ösp (Populus) er ættkvísl stórvaxinna lauftrjáa. Innan ættkvíslarinnar eru 25-35 tegundir sem fyrirfinnast víða á norðurhveli jarðar. Aspir eru yfirleitt 15-50 metra háar og getur trjástofn stærstu tegunda orðið allt að 250 cm í þvermál. Venjulega er trjábörkur ungra aspa frá hvítum lit upp í grænleitt. Í eldri trjám helst mýkt barkarins hjá sumum tegundum en hjá öðrum verður börkurinn dökkbrúnn og sprunginn.

Asparættkvíslinni er skipt niður í sex deildir:
 1. Hvít- og blæaspir tilheyra Leuce-deild.
 2. Balsamaspir tilheyra Tacamahaca-deild.
 3. Svartaspir tilheyra Aegoeiros-deild og teljast til hennar þrjár tegundir.
 4. Populus-deildin eða hvítaspir. Til hennar teljast 7 tegundir.
 5. Turango Turango.
 6. Abalo eða Mexíkóaspir.

Tegundir innan deildanna Leuce, Tacamahaca og Aegoeiros eru mikilvægar trjátegundir til timburframleiðslu víða um heim og eru stór svæði ræktuð upp af tegundum þessara aspa.

Þegar talað er um aspir hér á landi þá dettur sjálfsagt flestum í hug alaskaösp (Populus trichocarpa). Alaskaöspin var flutt hingað til lands fyrst um miðja síðustu öld. Hún er ákaflega hraðvaxta og er sums staðar á landinu orðin hærri en 20 metrar og getur myndað feiknarsvera boli. Á stöðum eins og í Oregon- og Washington-fylki í Bandaríkjunum verður hún allt að 60 metra há.

Öspin blómstrar rétt í byrjun laufgunar, í apríl eða maí eftir árferði. Hér á landi var alaskaöspin farin að sá sér fyrir eigin rammleik strax upp úr 1990. Einkum nær hún rótfestu og seti á röskuðum svæðum, svo sem meðfram nýgerðum vegum og víðar. Alaskaöspin myndar einnig mikið af rótarskotum sem koma upp í nokkurra metra fjarlægð frá móðurplöntunni. Þó að ræktun alaskaasparinnar hafi gengið vel hér á landi virðast mjög vindasamir staðir við sjávarsíðuna og votar mýrar henta henni ákaflega illa. Alaskaöspin er ekki langlíf og er talið að hún verði yfirleitt ekki eldri en 100 ára.

Blæöspin (Populus tremula) í Noregi.

Allar tegundir innan víðiættar (Salicaceae), en asparættkvíslin tilheyrir henni, eru einkynja. Tréin eru því annaðhvort karl- eða kvenkyns. Á öspum eru blómin reklar og meðal alaskaasparinnar eru karlreklarnir purpurarauðir, um 6-8 cm á lengd, en kvenreklarnir eru grænir og svipaðir að lengd. Við frjóvgun verða reklarnir þó 15 cm. Alaskaöspin blómstrar reglulega í maí/júní, áður en trén allaufgast. Fræin eru þroskuð í júní/júlí hin seinni ár. Þau eru ákaflega sviflétt og svífa langar leiðir með svifhárum sem eru farin að mynda hvíta drífu um jörðina í þéttbýlinu. Mörgum finnst þetta afar hvimleitt. Hér á landi koma sáðplöntur oft upp í nokkur hundruð metra eða kílómetra fjarlægð frá móðurplöntunum. Ný kynslóð af sjálfsánum öspum hefur sums staðar náð rúmlega tveggja metra hæð. Það er því ljóst að ef fram fer sem horfir mun alaskaöspin fjölga sér og dreifast í íslenskri náttúru á komandi árum. Þess má geta að erfðamengi alaskaasparinnar var fyrsta erfðamengi úr trjátegund sem var fullkomlega raðgreint.

Aðrar aspategundir sem finnast hér á landi:
 • Blæöspin (Populus tremula) er innlend tegund sem vex einungis á sex stöðum á landinu. Erlendis finnst hún í Evrasíu frá Noregi austur til Kamchatka og á eyjunum Hokkaido. Í suðri teygir hún sig í gegnum Evrópu og suður til Atlas-fjalla í Norður-Afríku. Blæöspin getur orðið allt að 30 metrar á hæð en þar sem skilyrði eru erfið verður hún kræklótt og þétt vegna rótarskota sem hún myndar. Hér á landi er hæsta blæösp sem mæld hefur verið allt að 13 metrar. Blæöspin fannst fyrst hér á landi árið 1905 í Garði í Fnjóskadal. Því næst á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði. Síðan á fjórum öðrum stöðum á landinu, öllum á Austurlandi. Blæöspin er fallegt og hægvaxta tré sem þrífst best á hlýjum og skjólsömum stöðum í vel ræstum og sendnum jarðvegi og virðist þola illa samkeppni við öflugan grasvöxt. Þar sem blæöspin er dugleg við að mynda rótarskot getur hún hentað til landgræðslu í skóglausu landi með aðstoð alaskalúpínu.
 • Gráösp (Populus canescens) var fyrst ræktuð hér á landi árið 1930 en er mjög fágæt. Heimkynni hennar eru í Vestur- og Mið-Evrópu og teygir hún sig austur eftir til Mið-Rússlands. Gráöspin er fallegt tré með silfruðum laufblöðum. Rótarkerfið er grunnstætt og er hún dugleg að fjölga sér með rótarskotum. Blómin eru reklar og eru karlreklarnir gráir til rauðleitir að lit og frá 6-10 cm en kvenreklarnir eru 2-3 cm.

Nöturöspin (Populus tremuloides).

 • Nöturösp (Populus tremuloides) er útbreidd um allt barrskógabeltið í Norður-Ameríku, frá Nýfundnalandi í austri til Beringshafs í vestri og suður til Mexíkó. Það var Jón Rögnvaldsson sem flutti fyrst inn nöturösp frá Kanada á millistríðsárunum. Nöturösp er á margan hátt lík blæöspinni og hafa ýmsir blendingar tegundanna verið ræktaðar saman með góðum árangri. Nöturöspin gerir kröfur um stöðugt loftslag að vetrarlagi og virðist illa þola umhleypingarnar sem eru hér á landi á veturna.

Þá hafa nokkrar aðrar tegundir verið fluttar hingað inn og dafna ágætlega.

Mynd:...