Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er elsta tré í heimi og hvað er það gamalt?

Talið er að elstu tré jarðar séu broddfurur (Pinus aristata og Pinus longaeva. Þær vaxa frá Kaliforníu til Colorado hátt yfir sjávarmáli, 2.800-4000 m. Samkvæmt heimildum frá 2013 er elsta tréð rúmlega 5000 ára gamalt. Fram að var talið að samskonar fura, nefnd Methuselah, væri elsta núlifandi tréð með sín rúmlega 4.800 ár. Nafnið Methuselah er væntanlega eftir Metúsalem í Gamla testamentinu, afa Nóa, sem átti að hafa orðið 969 ára gamall.Broddfura.

Til er sérstakt gagnasafn á Netinu um tré í Ameríku og aldur þeirra. Það nefnist Oldlist: A database of maximum tree ages.

Á Vísindavefnum er til fjöldi svara við spurningum um tré, meðal annars:

Heimild: Ancient Bristlecone Pine


Þetta svar var uppfært 3.5.2018.

Útgáfudagur

18.3.2005

Spyrjandi

Guðmundur Árni Gunnarsson

Efnisorð

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er elsta tré í heimi og hvað er það gamalt?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2005. Sótt 22. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4844.

JGÞ. (2005, 18. mars). Hvað er elsta tré í heimi og hvað er það gamalt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4844

JGÞ. „Hvað er elsta tré í heimi og hvað er það gamalt?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2005. Vefsíða. 22. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4844>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hulda Þórisdóttir

1974

Hulda Þórisdóttir er dósent við Stjórnmálafræðideild HÍ. Rannsóknir hennar eru á þverfaglegu sviði stjórnmálasálfræði þar sem hún notar kenningar og aðferðir úr sálfræði til þess að öðlast skilning á stjórnmálatengdri hegðun, viðhorfum og gildismati.