Sólin Sólin Rís 05:08 • sest 21:44 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:47 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:49 • Síðdegis: 14:50 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Hvenær telst fólki batnað eftir kórónuveirusýkingu?

Erna Magnúsdóttir og Arnar Pálsson

Svarið við þessari spurningu er ekki alveg einhlítt. Það er til dæmis ólíkt eftir löndum hvernig bati af SARS-CoV-2-sýkingu er skilgreindur og eins skiptir vitanlega máli hvort einstaklingar sem sýkjast af veirunni fá sjúkdóminn COVID-19 eða eru einkennalausir.

Hér á landi fara þeir sem greinast með SARS-CoV-2-sýkingu í einangrun til þess að lágmarka líkurnar á því að þeir smiti aðra. Til þess að losna úr einangrun þurfa að líða að minnsta kosti tvær vikur frá greiningu sé viðkomandi einkennalaus. Hafi einstaklingur fengið einkenni COVID-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, þurfa að líða sjö dagar frá síðustu einkennum áður en viðkomandi losnar úr einangrun.

Sums staðar eru gerð veirupróf á fólki til þess að skilgreina bata og er þá oft miðað við að það þurfi tvö neikvæð próf með meira en sólarhrings millibili til þess að fólk teljist laust við veiruna. Í þessum prófum er erfðaefni einangrað úr sýnum og veiruerfðaefni sem hugsanlega er til staðar síðan magnað upp. Hægt er að lesa meira um slík próf í svari við spurningunni Hvernig eru veirur greindar í mönnum?

Sums staðar eru gerð veirupróf á fólki til þess að skilgreina bata og er þá oft miðað við að það þurfi tvö neikvæð próf með meira en sólarhrings millibili til þess að fólk teljist laust við veiruna.

Það hefur þó komið í ljós að oft mælist fólk jákvætt í margar vikur eftir að það er orðið einkennalaust. Sá tími sem einkenni vara er talinn betri mælikvarði á smittíma frekar en niðurstaða veiruprófa. Það er vegna þess að veiruprófin mæla einungis hvort erfðaefni veirunnar sé til staðar í öndunarvegi fólks, en mæla ekki hvort sýkingarhæf veira sé til staðar.

Talið er ólíklegt að einstaklingur sem mælist jákvæður löngu eftir síðustu einkenni sé smitandi. Líklegasta skýringin þar er sú að erfðaefni veirunnar finnst enn í dauðum frumum sem líkaminn á eftir að losa sig við. Þó er ekki alfarið hægt að útiloka að virk veira gæti verið til staðar í einstaka tilvikum af því tagi.

Svo hefur það sitt að segja að einstaklingar greinast vitanlega ekki allir á sama tíma í ferlinu. Þeir sem greinast löngu eftir smit eru ef til vill ekki smitandi nema í nokkra daga þar á eftir. En þeir sem greinast strax, geta smitað aðra kannski í viku eða lengur. Svo er einnig vitað að einstaklingar geta verið smitandi áður en einkenni koma fram.

Einnig er ljóst að sýking af völdum veirunnar leggst ólíkt á fólk og er misalvarleg. Það sem skiptir þó meira máli hér er að sýkingin getur varað mislengi eftir einstaklingum. Sumir eru með virkt smit í skamman tíma og hætta að smita eftir 14 daga frá greiningu. En talið er að einhverjir, sem betur fer frekar fáir, geti verið með virkt smit í allt að fjórar vikur. Eitt er víst að sérfræðingar og vísindamenn eru sífellt að læra meira um hegðun og einkenni SARS-CoV-2-veirunnar.

Frekara lesefni:

Mynd:

Höfundar þakka Jóni Magnúsi Jóhannessyni, deildarlækni á Landspítalanum, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.

Höfundar

Erna Magnúsdóttir

dósent í lífeinda- og líffærafræði við læknadeild HÍ

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Útgáfudagur

28.5.2020

Spyrjandi

Guðbjón B., ritstjórn

Tilvísun

Erna Magnúsdóttir og Arnar Pálsson. „Hvenær telst fólki batnað eftir kórónuveirusýkingu?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2020. Sótt 28. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79558.

Erna Magnúsdóttir og Arnar Pálsson. (2020, 28. maí). Hvenær telst fólki batnað eftir kórónuveirusýkingu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79558

Erna Magnúsdóttir og Arnar Pálsson. „Hvenær telst fólki batnað eftir kórónuveirusýkingu?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2020. Vefsíða. 28. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79558>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær telst fólki batnað eftir kórónuveirusýkingu?
Svarið við þessari spurningu er ekki alveg einhlítt. Það er til dæmis ólíkt eftir löndum hvernig bati af SARS-CoV-2-sýkingu er skilgreindur og eins skiptir vitanlega máli hvort einstaklingar sem sýkjast af veirunni fá sjúkdóminn COVID-19 eða eru einkennalausir.

Hér á landi fara þeir sem greinast með SARS-CoV-2-sýkingu í einangrun til þess að lágmarka líkurnar á því að þeir smiti aðra. Til þess að losna úr einangrun þurfa að líða að minnsta kosti tvær vikur frá greiningu sé viðkomandi einkennalaus. Hafi einstaklingur fengið einkenni COVID-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, þurfa að líða sjö dagar frá síðustu einkennum áður en viðkomandi losnar úr einangrun.

Sums staðar eru gerð veirupróf á fólki til þess að skilgreina bata og er þá oft miðað við að það þurfi tvö neikvæð próf með meira en sólarhrings millibili til þess að fólk teljist laust við veiruna. Í þessum prófum er erfðaefni einangrað úr sýnum og veiruerfðaefni sem hugsanlega er til staðar síðan magnað upp. Hægt er að lesa meira um slík próf í svari við spurningunni Hvernig eru veirur greindar í mönnum?

Sums staðar eru gerð veirupróf á fólki til þess að skilgreina bata og er þá oft miðað við að það þurfi tvö neikvæð próf með meira en sólarhrings millibili til þess að fólk teljist laust við veiruna.

Það hefur þó komið í ljós að oft mælist fólk jákvætt í margar vikur eftir að það er orðið einkennalaust. Sá tími sem einkenni vara er talinn betri mælikvarði á smittíma frekar en niðurstaða veiruprófa. Það er vegna þess að veiruprófin mæla einungis hvort erfðaefni veirunnar sé til staðar í öndunarvegi fólks, en mæla ekki hvort sýkingarhæf veira sé til staðar.

Talið er ólíklegt að einstaklingur sem mælist jákvæður löngu eftir síðustu einkenni sé smitandi. Líklegasta skýringin þar er sú að erfðaefni veirunnar finnst enn í dauðum frumum sem líkaminn á eftir að losa sig við. Þó er ekki alfarið hægt að útiloka að virk veira gæti verið til staðar í einstaka tilvikum af því tagi.

Svo hefur það sitt að segja að einstaklingar greinast vitanlega ekki allir á sama tíma í ferlinu. Þeir sem greinast löngu eftir smit eru ef til vill ekki smitandi nema í nokkra daga þar á eftir. En þeir sem greinast strax, geta smitað aðra kannski í viku eða lengur. Svo er einnig vitað að einstaklingar geta verið smitandi áður en einkenni koma fram.

Einnig er ljóst að sýking af völdum veirunnar leggst ólíkt á fólk og er misalvarleg. Það sem skiptir þó meira máli hér er að sýkingin getur varað mislengi eftir einstaklingum. Sumir eru með virkt smit í skamman tíma og hætta að smita eftir 14 daga frá greiningu. En talið er að einhverjir, sem betur fer frekar fáir, geti verið með virkt smit í allt að fjórar vikur. Eitt er víst að sérfræðingar og vísindamenn eru sífellt að læra meira um hegðun og einkenni SARS-CoV-2-veirunnar.

Frekara lesefni:

Mynd:

Höfundar þakka Jóni Magnúsi Jóhannessyni, deildarlækni á Landspítalanum, fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar....