Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Hvað eru margar mörgæsir á Suðurskautslandinu?

Jón Már Halldórsson

Fimm tegundir mörgæsa verpa á Suðurskautslandinu. Rannsókn sem gerð var árið 2020 á ástandi mörgæsastofna þar leiddi í ljós að samtals töldust varppör þessara fimm tegunda vera 5,77 milljón það árið.

Flestar mörgæsir á Suðurskautslandinu tilheyra tegund aðalsmörgæsa (Pygoscelis adeliae, e. Adélie penguin), alls fjórar milljónir para eða 69% allra mörgæsa á Suðurskautslandinu. Næst algengasta tegundin er hettumörgæsin (Pygoscelis antarctica, e. chinstrap penguin) með tæplega 1,4 milljónir para. Keisaramörgæsin (Aptenodytes forsterii, e. emperor penguin) telur rúmlega 238.000 pör, tæplega 123.000 pör tilheyra papúamörgæsinni (Pygoscelis papua, e. gentoo penguin ) og pör klettamörgæsarinnar (Eudyptes chrysolophus, e. macaroni penguin) eru um 13.250.

Talið er að árið 2020 hafi um 5,77 milljón pör mörgæsa orpið á Suðurskautslandinu.

Það vekur ugg hjá vísindamönnum að mörgæsum á Suðurskautslandinu fækkaði umtalsvert milli talninga sem gerðar voru á varptíma þeirra árin 2019 og 2020. Alls var fækkunin um 6,7% eða um rúmlega 415 þúsund pör. Mest var fækkunin hjá aðalsmörgæsinni þar sem varppörum fækkaði um rúm 200 þúsund eða 5%. Hlutfallslega var fækkunin þó mest hjá keisaramörgæsinni eða rúmlega 15%.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.4.2021

Spyrjandi

Hinrik Jóhannsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margar mörgæsir á Suðurskautslandinu?“ Vísindavefurinn, 23. apríl 2021. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81613.

Jón Már Halldórsson. (2021, 23. apríl). Hvað eru margar mörgæsir á Suðurskautslandinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81613

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru margar mörgæsir á Suðurskautslandinu?“ Vísindavefurinn. 23. apr. 2021. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81613>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margar mörgæsir á Suðurskautslandinu?
Fimm tegundir mörgæsa verpa á Suðurskautslandinu. Rannsókn sem gerð var árið 2020 á ástandi mörgæsastofna þar leiddi í ljós að samtals töldust varppör þessara fimm tegunda vera 5,77 milljón það árið.

Flestar mörgæsir á Suðurskautslandinu tilheyra tegund aðalsmörgæsa (Pygoscelis adeliae, e. Adélie penguin), alls fjórar milljónir para eða 69% allra mörgæsa á Suðurskautslandinu. Næst algengasta tegundin er hettumörgæsin (Pygoscelis antarctica, e. chinstrap penguin) með tæplega 1,4 milljónir para. Keisaramörgæsin (Aptenodytes forsterii, e. emperor penguin) telur rúmlega 238.000 pör, tæplega 123.000 pör tilheyra papúamörgæsinni (Pygoscelis papua, e. gentoo penguin ) og pör klettamörgæsarinnar (Eudyptes chrysolophus, e. macaroni penguin) eru um 13.250.

Talið er að árið 2020 hafi um 5,77 milljón pör mörgæsa orpið á Suðurskautslandinu.

Það vekur ugg hjá vísindamönnum að mörgæsum á Suðurskautslandinu fækkaði umtalsvert milli talninga sem gerðar voru á varptíma þeirra árin 2019 og 2020. Alls var fækkunin um 6,7% eða um rúmlega 415 þúsund pör. Mest var fækkunin hjá aðalsmörgæsinni þar sem varppörum fækkaði um rúm 200 þúsund eða 5%. Hlutfallslega var fækkunin þó mest hjá keisaramörgæsinni eða rúmlega 15%.

Heimild og mynd:

...