Sólin Sólin Rís 05:05 • sest 21:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:35 • Síðdegis: 22:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:35 í Reykjavík

Hvenær kom orðið stétt inn í íslensku?

Guðrún Kvaran

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvaðan og hvenær kom orðið stétt í íslenskuna - bæði í merkingunni gangstétt og stéttarvitund o.fl.?

Orðið stétt þekktist þegar í fornu máli. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896:541–542) eru nefndar nokkrar merkingar.
  1. Far sem gangandi gerir með skrefum sínum, og er þar vísað í Heilagra manna sögur.
  2. Stiklusteinn, dæmið er fengið úr 58. kafla Grettis sögu: „Þeir Grettir og Björn lögðust í einu eftir allri Hítará ofan frá vatni og út til sjávar. Þeir færðu stéttir þær í ána, er aldrei síðan hefur úr rekið ...“ (stafsetningu breytt) (ÍF 1936: 188–189).
  3. Steinar sem lagðir eru til að stíga á. Dæmi er fengið úr Sturlungu.
  4. Þrep.
  5. Virðing, þjóðfélagsstaða (einnig í myndinni stétt(u)r ‘staða tign, þjóðfélagsstétt).
  6. Fótur undir keri eða öðru slíku.

Í Íslenskri orðabók Eddu eru nefndar fjórar merkingar.
  1. Hellu- eða steinlögð gangbraut meðfram akvegi, einnig gangbraut heim að húsi eða yfir bæjarhlað.
  2. Fótur, fótflötur á bikar, kaleik, glasi e.þ.h.
  3. Tappi í áfyllingargatá tóbaksbauk.
  4. Hópur manna sem hefur svipaða stöðu í framleiðslu- og þjóðfélagskerfinu, fæst við sömu störf, hefur svipaða lífshætti og fjárhagsafkomu.

Orðið stétt þekktist þegar í fornu máli í ýmsum merkingum..

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989: 957) er fyrsta merkingin ‘(steinlögð) gangbraut meðfram akvegi eða framan við (sveita)bæ eða bæjarhús’ sem hann taldi upphaflega en hinar afleiddar. Hann tengir orðið við færeysku stætt kvk. og stættur kk, nýnorsku stett hvk. ‘fótur eða stallur undir íláti’, stett kvk. ‘trappa, þrep’, stette hvk. ‘hlað, (gang)stétt’, sænsku stätta kvk. ‘trappa, þrep’ og danska mállýsku stette ‘hlað‘, stétt’. Orðið hefur því snemma þekkst í grannmálunum.

Af því sem upp hefur verið talið má ráða að orðið stétt í nær öllum merkingunum hafi þekkst þegar í fornu máli.

Heimildir og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • ÍF 1936 = Grettis saga Ásmundarsonar. Guðni Jónsson gaf út. Íslenzk fornrit. 1936. VII. bindi. Hið íslenzka fornritafélag.
  • Íslensk orðabók. 2002. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. M–Ö. Bls. 1468–1469. Edda, Reykjavík.
  • Johan Fritzner. 1896. Ordbog over det Gamle norske Sprog. Tredie Bind: R–Ö. Bls. 541–542. Den nordiske Forlagsforening, Kristiania.
  • A photo of trees on the wide walking path along the quay of Prins Hendrikkade in Amsterdam - Wikimedia Commons. (Sótt 11.1.2024)

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

11.4.2024

Spyrjandi

Halldóra Halldórsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvenær kom orðið stétt inn í íslensku?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2024. Sótt 29. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=85569.

Guðrún Kvaran. (2024, 11. apríl). Hvenær kom orðið stétt inn í íslensku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=85569

Guðrún Kvaran. „Hvenær kom orðið stétt inn í íslensku?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2024. Vefsíða. 29. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=85569>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær kom orðið stétt inn í íslensku?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvaðan og hvenær kom orðið stétt í íslenskuna - bæði í merkingunni gangstétt og stéttarvitund o.fl.?

Orðið stétt þekktist þegar í fornu máli. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (1896:541–542) eru nefndar nokkrar merkingar.
  1. Far sem gangandi gerir með skrefum sínum, og er þar vísað í Heilagra manna sögur.
  2. Stiklusteinn, dæmið er fengið úr 58. kafla Grettis sögu: „Þeir Grettir og Björn lögðust í einu eftir allri Hítará ofan frá vatni og út til sjávar. Þeir færðu stéttir þær í ána, er aldrei síðan hefur úr rekið ...“ (stafsetningu breytt) (ÍF 1936: 188–189).
  3. Steinar sem lagðir eru til að stíga á. Dæmi er fengið úr Sturlungu.
  4. Þrep.
  5. Virðing, þjóðfélagsstaða (einnig í myndinni stétt(u)r ‘staða tign, þjóðfélagsstétt).
  6. Fótur undir keri eða öðru slíku.

Í Íslenskri orðabók Eddu eru nefndar fjórar merkingar.
  1. Hellu- eða steinlögð gangbraut meðfram akvegi, einnig gangbraut heim að húsi eða yfir bæjarhlað.
  2. Fótur, fótflötur á bikar, kaleik, glasi e.þ.h.
  3. Tappi í áfyllingargatá tóbaksbauk.
  4. Hópur manna sem hefur svipaða stöðu í framleiðslu- og þjóðfélagskerfinu, fæst við sömu störf, hefur svipaða lífshætti og fjárhagsafkomu.

Orðið stétt þekktist þegar í fornu máli í ýmsum merkingum..

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989: 957) er fyrsta merkingin ‘(steinlögð) gangbraut meðfram akvegi eða framan við (sveita)bæ eða bæjarhús’ sem hann taldi upphaflega en hinar afleiddar. Hann tengir orðið við færeysku stætt kvk. og stættur kk, nýnorsku stett hvk. ‘fótur eða stallur undir íláti’, stett kvk. ‘trappa, þrep’, stette hvk. ‘hlað, (gang)stétt’, sænsku stätta kvk. ‘trappa, þrep’ og danska mállýsku stette ‘hlað‘, stétt’. Orðið hefur því snemma þekkst í grannmálunum.

Af því sem upp hefur verið talið má ráða að orðið stétt í nær öllum merkingunum hafi þekkst þegar í fornu máli.

Heimildir og mynd:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • ÍF 1936 = Grettis saga Ásmundarsonar. Guðni Jónsson gaf út. Íslenzk fornrit. 1936. VII. bindi. Hið íslenzka fornritafélag.
  • Íslensk orðabók. 2002. Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. M–Ö. Bls. 1468–1469. Edda, Reykjavík.
  • Johan Fritzner. 1896. Ordbog over det Gamle norske Sprog. Tredie Bind: R–Ö. Bls. 541–542. Den nordiske Forlagsforening, Kristiania.
  • A photo of trees on the wide walking path along the quay of Prins Hendrikkade in Amsterdam - Wikimedia Commons. (Sótt 11.1.2024)
...