Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Hvað er sigdalur og hvernig myndast hann?

Páll Einarsson

Sigdalur (e. graben, rift valley) er það kallað þar sem spilda milli sprungna hefur sigið og myndað við það dal á yfirborði. Sigdalir geta verið stórir, eins og til dæmis Rínardalurinn eða sigdalirnir miklu í Austur-Afríku, eða litlir eins og sumir sigdalirnir í sprungusveimum íslenskra eldstöðva.

Sigdalir verða flestir til á svæðum þar sem gliðnun á sér stað og flekar færast hver frá öðrum. Fráreksbelti Íslands eru einmitt af því tagi. Sigdalir eru þar sérstaklega algengir og eru flestir hlutar af sprungusveimum eldstöðvakerfanna. Þar tengjast þeir gangainnskotum frá megineldstöðinni eins og skýrt kom fram í umbrotunum við Kröflu á árunum 1975-1984, í Holuhrauni 2014, og nú nýlega við Grindavík.

Hugsað þversnið í gegnum sprungusveim eldstöðvarkerfis þar sem kvikugangur hefur myndast við kvikuhlaup frá megineldstöð og ferðast lárétt um jarðskorpuna (rauð ör). Jarðskorpan beggja vegna færist til hliðar (brúnar örvar) en á yfirborði yfir ganginum sígur land og gjár gliðna. Þar myndast grunnur sigdalur. Gjárnar þrengjast niður á við og breytast í siggengi þegar dýpra dregur í jarðskorpunni.

Það er háð breidd gangsins og dýpinu niður á hann hvernig og hversu mikið hans verður vart á yfirborði. Gangur djúpt í jarðskorpunni veldur landrisi á nokkuð breiðu svæði en landsigi á mjórri ræmu beint fyrir ofan. Eftir því sem hann liggur grynnra mjókkar áhrifasvæði hans en jafnframt verða hreyfingarnar stærri. Ef hreyfingarnar verða meiri en bergið þolir brotnar það og misgengur. Það myndast sigdalur yfir ganginum, barmar hans rísa og botninn sígur.

Frekari fróðleikur:

Höfundur

Páll Einarsson

prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

19.1.2024

Spyrjandi

Kári Emil Helgason

Tilvísun

Páll Einarsson. „Hvað er sigdalur og hvernig myndast hann?“ Vísindavefurinn, 19. janúar 2024. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=86081.

Páll Einarsson. (2024, 19. janúar). Hvað er sigdalur og hvernig myndast hann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=86081

Páll Einarsson. „Hvað er sigdalur og hvernig myndast hann?“ Vísindavefurinn. 19. jan. 2024. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=86081>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er sigdalur og hvernig myndast hann?
Sigdalur (e. graben, rift valley) er það kallað þar sem spilda milli sprungna hefur sigið og myndað við það dal á yfirborði. Sigdalir geta verið stórir, eins og til dæmis Rínardalurinn eða sigdalirnir miklu í Austur-Afríku, eða litlir eins og sumir sigdalirnir í sprungusveimum íslenskra eldstöðva.

Sigdalir verða flestir til á svæðum þar sem gliðnun á sér stað og flekar færast hver frá öðrum. Fráreksbelti Íslands eru einmitt af því tagi. Sigdalir eru þar sérstaklega algengir og eru flestir hlutar af sprungusveimum eldstöðvakerfanna. Þar tengjast þeir gangainnskotum frá megineldstöðinni eins og skýrt kom fram í umbrotunum við Kröflu á árunum 1975-1984, í Holuhrauni 2014, og nú nýlega við Grindavík.

Hugsað þversnið í gegnum sprungusveim eldstöðvarkerfis þar sem kvikugangur hefur myndast við kvikuhlaup frá megineldstöð og ferðast lárétt um jarðskorpuna (rauð ör). Jarðskorpan beggja vegna færist til hliðar (brúnar örvar) en á yfirborði yfir ganginum sígur land og gjár gliðna. Þar myndast grunnur sigdalur. Gjárnar þrengjast niður á við og breytast í siggengi þegar dýpra dregur í jarðskorpunni.

Það er háð breidd gangsins og dýpinu niður á hann hvernig og hversu mikið hans verður vart á yfirborði. Gangur djúpt í jarðskorpunni veldur landrisi á nokkuð breiðu svæði en landsigi á mjórri ræmu beint fyrir ofan. Eftir því sem hann liggur grynnra mjókkar áhrifasvæði hans en jafnframt verða hreyfingarnar stærri. Ef hreyfingarnar verða meiri en bergið þolir brotnar það og misgengur. Það myndast sigdalur yfir ganginum, barmar hans rísa og botninn sígur.

Frekari fróðleikur:

...