Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er betra að sjá flekaskil á Þingvöllum en víða annars staðar?

Snæbjörn Guðmundsson

Þingvellir eru með merkilegri jarðfræðistöðum á Íslandi, og í raun má segja að þeir séu á heimsmælikvarða. Ástæða þess er að þar má skoða ummerki um frárek tveggja jarðskorpufleka, Norður-Ameríkuflekans annars vegar og Evrasíuflekans hins vegar. Ísland er einn fárra staða á jörðinni þar sem slíkt má greina á þurru landi. Þótt ummerki flekareksins megi sjá nokkuð víða á landinu eru Þingvellir þó einstaklega hentugur staður til að skoða það vegna jarðfræðilegra aðstæðna þar.

Færsla jarðskorpuflekanna á Íslandi sitt í hvora áttina er svo hæggengt ferli að ekki er hægt að fylgjast með því berum augum. Ástæða þess að rek flekanna sést svona auðveldlega á Þingvöllum er sú að við lok síðasta ísaldarskeiðs, fyrir um tíu til ellefu þúsund árum, urðu mikil eldgos á Þingvallasvæðinu. Nokkur eldgosanna urðu undir jökli áður en ísaldarjökullinn hvarf alveg, og mynduðu þau móbergshryggi og móbergsfjöll svæðisins, en eftir að landið varð íslaust urðu gríðarmiklar dyngjur til. Skjaldbreiður er mest áberandi af þeim, en hraunbreiðan sem liggur yfir þjóðgarðinum í Þingvalladældinni er talin hafa komið úr nokkrum minni eldstöðvum norðan við Þingvallavatn. Meðal þeirra er til að mynda eldstöð sem kallast Eldborgir og liggur á milli Hrafnabjarga og Kálfstinda, nokkru norðaustan við Þingvallavatn. Gosin sem komu úr þessum eldstöðvum öllum voru mikil að rúmmáli, sem er ágætt því þau fylltu upp í allar misfellur og glufur sem fyrir voru á svæðinu. Að síðasta gosinu loknu hefur hraunbreiðan því verið nokkurn veginn slétt yfir að líta þar sem Þingvalladældin liggur nú.

Þingvellir. Almannagjá í forgrunni, Ármannsfell og Skjaldbreiður í bakgrunni. Þingvallasigdældin er í raun ekki dæmigerð fyrir flekaskil á rekbeltum heldur óvanalegt fyrirbrigði.

Þar sem svæðið liggur á virkum flekaskilum hefur ásýnd þess hins vegar breyst á þessum níu til tíu þúsund árum sem liðin eru frá því gosin við norðanvert Þingvallavatn urðu. Á árþúsundunum hefur austurbrún Þingvallasvæðisins fjarlægst vesturbrún þess smám saman vegna fráreks jarðskorpuflekanna. Rekið á Þingvallasvæðinu er talið vera um 3 til 4 millimetrar á ári, sem þýðir að á tíu þúsund árum hafa brúnir svæðisins fjarlægst hvor aðra um sem svarar 30 til 40 metrum. Þegar brúnir jarðskorpuflekanna fjarlægjast hvor aðra á þennan hátt sígur svæðið á milli þeirra niður og svokallaður sigdalur myndast. Eldvirknin á svæðinu norðan Þingvallavatns, sem varð rétt eftir lok síðasta ísaldarskeiðs, gegnir því hlutverki nokkurs konar núllpunkts. Við þekkjum nokkurn veginn aldur eldgosanna, höfum góða hugmynd um hvernig svæðið leit út eftir eldgosin og getum því séð tæplega tíu þúsund ára jarðsögu fyrir framan okkur.

Einn besti staðurinn til að virða fyrir sér flekaskilin er af brún gjánna sitt hvoru megin við Þingvallavatn. Af brún Almannagjár sést sigdældin vel, með þéttofnu neti af norðaustur-suðvesturlægum sprungum sitt hvoru megin dældarinnar og ofan í henni. Rétt er að veita Ármannsfelli sérstaka eftirtekt. Ef grannt er skoðað má greina stórt misgengi í gegnum þvert fjallið, nokkurn veginn í beinu framhaldi af Almannagjá, og myndar það eins konar öxl í austanverðu fjallinu. Til að fá enn betri heildarmynd af svæðinu er gott að ganga á annað hvort Arnarfell austan vatnsins eða sjálft Ármannsfell og virða fyrir sér svæðið úr meiri hæð.

Ummerki flekareksins eru óvíða jafnafgerandi og á Þingvöllum og sjást flekaskilin afar vel þar. Er það einkum vegna þess að kvika hefur ekki leitað upp undir eða upp á yfirborð svæðisins í óvenju langan tíma miðað við flekaskil annars staðar á landinu og flekarekið hefur því leitt til myndunar umfangsmikils sigdals á meðan annars staðar hafa hraun og kvikuinnskot djúpt í jörðu fyllt jafnharðan upp í sigið á flekaskilunum. Þingvallasigdældin er því í raun ekki dæmigerð fyrir flekaskil á rekbeltum heldur óvanalegt fyrirbrigði.

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 4. 2. 2015).

Höfundur

Snæbjörn Guðmundsson

jarðfræðingur við Náttúruminjasafn Íslands

Útgáfudagur

25.6.2015

Síðast uppfært

25.9.2020

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Snæbjörn Guðmundsson. „Af hverju er betra að sjá flekaskil á Þingvöllum en víða annars staðar?“ Vísindavefurinn, 25. júní 2015, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=69100.

Snæbjörn Guðmundsson. (2015, 25. júní). Af hverju er betra að sjá flekaskil á Þingvöllum en víða annars staðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=69100

Snæbjörn Guðmundsson. „Af hverju er betra að sjá flekaskil á Þingvöllum en víða annars staðar?“ Vísindavefurinn. 25. jún. 2015. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=69100>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er betra að sjá flekaskil á Þingvöllum en víða annars staðar?
Þingvellir eru með merkilegri jarðfræðistöðum á Íslandi, og í raun má segja að þeir séu á heimsmælikvarða. Ástæða þess er að þar má skoða ummerki um frárek tveggja jarðskorpufleka, Norður-Ameríkuflekans annars vegar og Evrasíuflekans hins vegar. Ísland er einn fárra staða á jörðinni þar sem slíkt má greina á þurru landi. Þótt ummerki flekareksins megi sjá nokkuð víða á landinu eru Þingvellir þó einstaklega hentugur staður til að skoða það vegna jarðfræðilegra aðstæðna þar.

Færsla jarðskorpuflekanna á Íslandi sitt í hvora áttina er svo hæggengt ferli að ekki er hægt að fylgjast með því berum augum. Ástæða þess að rek flekanna sést svona auðveldlega á Þingvöllum er sú að við lok síðasta ísaldarskeiðs, fyrir um tíu til ellefu þúsund árum, urðu mikil eldgos á Þingvallasvæðinu. Nokkur eldgosanna urðu undir jökli áður en ísaldarjökullinn hvarf alveg, og mynduðu þau móbergshryggi og móbergsfjöll svæðisins, en eftir að landið varð íslaust urðu gríðarmiklar dyngjur til. Skjaldbreiður er mest áberandi af þeim, en hraunbreiðan sem liggur yfir þjóðgarðinum í Þingvalladældinni er talin hafa komið úr nokkrum minni eldstöðvum norðan við Þingvallavatn. Meðal þeirra er til að mynda eldstöð sem kallast Eldborgir og liggur á milli Hrafnabjarga og Kálfstinda, nokkru norðaustan við Þingvallavatn. Gosin sem komu úr þessum eldstöðvum öllum voru mikil að rúmmáli, sem er ágætt því þau fylltu upp í allar misfellur og glufur sem fyrir voru á svæðinu. Að síðasta gosinu loknu hefur hraunbreiðan því verið nokkurn veginn slétt yfir að líta þar sem Þingvalladældin liggur nú.

Þingvellir. Almannagjá í forgrunni, Ármannsfell og Skjaldbreiður í bakgrunni. Þingvallasigdældin er í raun ekki dæmigerð fyrir flekaskil á rekbeltum heldur óvanalegt fyrirbrigði.

Þar sem svæðið liggur á virkum flekaskilum hefur ásýnd þess hins vegar breyst á þessum níu til tíu þúsund árum sem liðin eru frá því gosin við norðanvert Þingvallavatn urðu. Á árþúsundunum hefur austurbrún Þingvallasvæðisins fjarlægst vesturbrún þess smám saman vegna fráreks jarðskorpuflekanna. Rekið á Þingvallasvæðinu er talið vera um 3 til 4 millimetrar á ári, sem þýðir að á tíu þúsund árum hafa brúnir svæðisins fjarlægst hvor aðra um sem svarar 30 til 40 metrum. Þegar brúnir jarðskorpuflekanna fjarlægjast hvor aðra á þennan hátt sígur svæðið á milli þeirra niður og svokallaður sigdalur myndast. Eldvirknin á svæðinu norðan Þingvallavatns, sem varð rétt eftir lok síðasta ísaldarskeiðs, gegnir því hlutverki nokkurs konar núllpunkts. Við þekkjum nokkurn veginn aldur eldgosanna, höfum góða hugmynd um hvernig svæðið leit út eftir eldgosin og getum því séð tæplega tíu þúsund ára jarðsögu fyrir framan okkur.

Einn besti staðurinn til að virða fyrir sér flekaskilin er af brún gjánna sitt hvoru megin við Þingvallavatn. Af brún Almannagjár sést sigdældin vel, með þéttofnu neti af norðaustur-suðvesturlægum sprungum sitt hvoru megin dældarinnar og ofan í henni. Rétt er að veita Ármannsfelli sérstaka eftirtekt. Ef grannt er skoðað má greina stórt misgengi í gegnum þvert fjallið, nokkurn veginn í beinu framhaldi af Almannagjá, og myndar það eins konar öxl í austanverðu fjallinu. Til að fá enn betri heildarmynd af svæðinu er gott að ganga á annað hvort Arnarfell austan vatnsins eða sjálft Ármannsfell og virða fyrir sér svæðið úr meiri hæð.

Ummerki flekareksins eru óvíða jafnafgerandi og á Þingvöllum og sjást flekaskilin afar vel þar. Er það einkum vegna þess að kvika hefur ekki leitað upp undir eða upp á yfirborð svæðisins í óvenju langan tíma miðað við flekaskil annars staðar á landinu og flekarekið hefur því leitt til myndunar umfangsmikils sigdals á meðan annars staðar hafa hraun og kvikuinnskot djúpt í jörðu fyllt jafnharðan upp í sigið á flekaskilunum. Þingvallasigdældin er því í raun ekki dæmigerð fyrir flekaskil á rekbeltum heldur óvanalegt fyrirbrigði.

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. (Sótt 4. 2. 2015).

...