Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru flekar á jörðinni?

Sigurður Steinþórsson

Sennilegt er að einhvern tíma í árdaga hafi jörðin verið meira eða minna bráðin. En snemma myndaðist fast skurn á hinum glóandi hnetti vegna varmageislunar frá yfirborði. Að öðru jöfnu hefði jörðin átt að kólna smám saman og jarðskorpan að þykkna, og á 19. öld reiknaði eðlisfræðingurinn Kelvin lávarður út að 40 til 400 milljón ár séu síðan föst skorpa myndaðist.

Kringum aldamótin 1900 uppgötvaðist geislavirkni og að gríðarleg varmaorka losnar við geislun, meðal annars í iðrum jarðar. Nú er vitað að mikill varmi streymir frá jarðkjarnanum auk þess varma sem myndast í jarðmöttlinum við sundrun geislavirkra efna. Varminn er meiri en svo að hann geti borist til yfirborðs jarðar með leiðni og geislun. Þegar þannig háttar til hækkar hitinn uns efnið tekur að „ólga“. Í jörðinni verða iðustraumar einkum á formi heitra efnisstróka sem bera varma til yfirborðsins úr djúpum möttulsins. Það kallast möttulstrókar, og einn slíkur er undir Íslandi. Á 100-150 km dýpi fer efni hins rísandi möttulstróks að streyma til hliðanna og kólna smám saman uns það sígur aftur niður og lokar þannig hringrásinni.

Skipting yfirborðs jarðar í fleka.

Eins og fram kemur í spurningunni skiptist jarðskorpan, eða öllu heldur stinnhvelið, í stinna fleka. Þeir eru um 7 km þykkir yfir miðhafshryggjum og meira en 100 km þykkir við sökkbeltin og á megnlöndum. Flekarnir fljóta ofan á deighvelinu, sem er heitt og „plastískt“, og berast með iðustraumum þess í ýmsar áttir.

Ef engir iðustraumar (varmastraumar) væru í möttlinum mundi jarðskorpan mynda samfelldan hjúp kringum jarðkúluna, líkt og skurn á eggi. En iðustraumarnir leitast við að bera hina ýmsu hluta skorpunnar í mismunandi áttir og þess vegna hefur hún brotnað upp í fleka sem myndast á rekhryggjum og eyðast í sökkbeltum – yfirborð jarðar hefur ákveðna stærð þannig að jafnmikið flatarmál skorpu verður að eyðast í sökkbeltum og myndast á hryggjum.

Kort:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

14.2.2013

Síðast uppfært

18.1.2024

Spyrjandi

5. AMH í Hofsstaðaskóla

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Af hverju eru flekar á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 14. febrúar 2013, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64194.

Sigurður Steinþórsson. (2013, 14. febrúar). Af hverju eru flekar á jörðinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64194

Sigurður Steinþórsson. „Af hverju eru flekar á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 14. feb. 2013. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64194>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru flekar á jörðinni?
Sennilegt er að einhvern tíma í árdaga hafi jörðin verið meira eða minna bráðin. En snemma myndaðist fast skurn á hinum glóandi hnetti vegna varmageislunar frá yfirborði. Að öðru jöfnu hefði jörðin átt að kólna smám saman og jarðskorpan að þykkna, og á 19. öld reiknaði eðlisfræðingurinn Kelvin lávarður út að 40 til 400 milljón ár séu síðan föst skorpa myndaðist.

Kringum aldamótin 1900 uppgötvaðist geislavirkni og að gríðarleg varmaorka losnar við geislun, meðal annars í iðrum jarðar. Nú er vitað að mikill varmi streymir frá jarðkjarnanum auk þess varma sem myndast í jarðmöttlinum við sundrun geislavirkra efna. Varminn er meiri en svo að hann geti borist til yfirborðs jarðar með leiðni og geislun. Þegar þannig háttar til hækkar hitinn uns efnið tekur að „ólga“. Í jörðinni verða iðustraumar einkum á formi heitra efnisstróka sem bera varma til yfirborðsins úr djúpum möttulsins. Það kallast möttulstrókar, og einn slíkur er undir Íslandi. Á 100-150 km dýpi fer efni hins rísandi möttulstróks að streyma til hliðanna og kólna smám saman uns það sígur aftur niður og lokar þannig hringrásinni.

Skipting yfirborðs jarðar í fleka.

Eins og fram kemur í spurningunni skiptist jarðskorpan, eða öllu heldur stinnhvelið, í stinna fleka. Þeir eru um 7 km þykkir yfir miðhafshryggjum og meira en 100 km þykkir við sökkbeltin og á megnlöndum. Flekarnir fljóta ofan á deighvelinu, sem er heitt og „plastískt“, og berast með iðustraumum þess í ýmsar áttir.

Ef engir iðustraumar (varmastraumar) væru í möttlinum mundi jarðskorpan mynda samfelldan hjúp kringum jarðkúluna, líkt og skurn á eggi. En iðustraumarnir leitast við að bera hina ýmsu hluta skorpunnar í mismunandi áttir og þess vegna hefur hún brotnað upp í fleka sem myndast á rekhryggjum og eyðast í sökkbeltum – yfirborð jarðar hefur ákveðna stærð þannig að jafnmikið flatarmál skorpu verður að eyðast í sökkbeltum og myndast á hryggjum.

Kort:...