Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1637 svör fundust

Hvað éta höfrungar?

Til ættar höfrunga teljast um 40 tegundir í 17 ættkvíslum. Höfrungar eru mjög breytilegir að stærð eða frá 1,2 metra löngum og 40 kg þungum maui-höfrungi (Cephalorhynchus hectori maui) upp í risann meðal höfrunga, háhyrninginn (Orcinus orcas), sem getur orðið rúmlega 9 metra langur og vegið allt að 10 tonn. H...

Nánar

Hvað er innrautt ljós og til hvers er hægt að nota það?

Í kringum 1800 beindi ensk-þýski stjörnuáhugamaðurinn William Herschel (1738-1822) sólarljósi í gegnum þrístrending og festi hitamæli við rauða enda hins sýnilega litrófs. Hitamælirinn sýndi hitastigshækkun sem benti til þess að á honum lenti ósýnileg tegund geislunar en þessi ósýnilega geislun er innrautt ljós. M...

Nánar

Hver var Hannibal Lecter?

Hannibal Lecter hefur aldrei verið til í raun og veru en hann er persóna í þekktum skáldsögum eftir ameríska rithöfundinn Thomas Harris. Eftir skáldsögunum hafa verið gerðar kvikmyndir og er Lömbin þagna væntanlega sú sem flestir þekkja. Nafnið Hannibal Lecter er eflaust það fyrsta sem kemur upp í huga margra þ...

Nánar

Hvað er átt við með mettun stærðarkvarða í jarðskjálftafræðum og af hverju er óvissa um stærð stórra skjálfta fyrst eftir að þeir verða?

Hægt er að skilgreina stærð jarðskjálfta á ýmsa vegu og hafa margir stærðarkvarðar verið notaðir til að ákvarða hana. Til eru kvarðar sem nota útslagsstærð (ML) en það er hin upphaflega stærð jarðskjálfta samkvæmt skilgreiningu Richters, rúmbylgjustærð (mb), yfirborðsbylgjustærð (Ms), varandastærð (M$\tau$) og væg...

Nánar

Er hlaupabóla verri þegar maður er 11 ára en 5 ára?

Vitað er að einkenni hlaupabólu eru mun verri hjá fullorðnum en börnum. Líklega er ekki munur hjá fimm og 11 ára börnum. Aftur á móti getur nokkur einstaklingsmunur verið á einkennum hlaupabólunnar. Sumir verða þá lasnari en aðrir sem eru jafngamlir. Hlaupabóla er bráðsmitandi barnasjúkdómur og er algengust hjá...

Nánar

Vatn er glært en samt varpar það skugga, af hverju?

Áður en við svörum spurningunni þurfum við að átta okkur á því hvað skuggi er. Hugsum okkur að við stöndum í litlu herbergi fyrir framan ljósan vegg. Nálægt hinum enda herbergisins er lampi sem lýsir á okkur og vegginn. Þegar horft er á vegginn sjást útlínur líkama okkar. Fyrir innan útlínurnar er veggurinn dekkri...

Nánar

Er einhver munur á notkun orðanna fótbolti og knattspyrna?

Um íþróttaiðkun og þær margvíslegu keppnisgreinar sem þar koma við sögu hefur orðið til margbreytilegt orðafar í íslensku. Um margt hafa sprottið fram nýyrði sem mörg hver hafa fest rætur en önnur orð eru sýnilega aðfengin og vitna um áhrifavald samfélaga sem þau eru sprottin úr og sterkan alþjóðlegan svip á íþrót...

Nánar

Eru jarðskjálftar tengdir Kverkfjöllum?

Jarðskjálftavirkni í tengslum við Kverkfjallaeldstöðina er ekki mikil. Á skjálftakorti (sjá mynd hér fyrir neðan) má raunar sjá þyrpingu skjálfta í Kverkfjöllum. Virknin er fremur þrálát en skjálftarnir verða sjaldan stórir. Þeir bera einkenni hátíðniskjálfta og hafa yfirleitt mjög skýrar og skarpar S-bylgjur, sem...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um dansinn í Hruna?

Frá dansinum í Hruna segir meðal annars í samnefndri sögn í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar sem kom fyrst út á árunum 1862–1864. Sögnin er sögð gerast til forna og fjallar um prest í Hruna í Árnessýslu sem hafði þann sið að drekka og dansa í kirkjunni með sóknarbörnum sínum á jólanótt. Eina nótt stendur dansinn leng...

Nánar

Varð Albert Einstein frægur vegna sólmyrkva?

Miðvikudaginn 19. nóvember 1919 birtist eftirfarandi frétt í símskeytadálki dagblaðsins Vísis undir fyrirsögninni „Þyngdarlögmálið“: Símað er frá London, að stjörnufræði- og eðlisfræði-félagið enska hafi fallist á kenningar þýska prófessorsins Einsteins, sem eru andvígar kenningum Newtons og kollvarpa jafnve...

Nánar

Hvaða munur er á hugtökunum náttúruhamfarir og náttúruvá?

Mörgum, einkum almenningi og fjölmiðlafólki, er tamt að tala og hugsa um eldgos sem náttúruhamfarir og greina þau þannig frá öðrum og minna áberandi fyrirbærum í náttúrunni. En hvað eru þá náttúruhamfarir? Þetta hugtak er nokkuð loðið og skilgreining þess alls ekki einföld. Náttúruhamfarir hér þurfa ekki að vera n...

Nánar

Eru einhver örnefni á Íslandi sem tengjast hvítabjörnum?

Hvítabjarnar-örnefni er að finna á að minnsta kosti þremur stöðum á landinu. Ekkert af þeim virðist vera nefnt í fornum textum. Hvítabjarnarey er út af Stykkishólmi. Í sóknarlýsingu er hún nefnd Hvítubjarnarey í aukafalli (í Hvítubjarnarey, bls. 196). Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir frá því að hún dragi nafn a...

Nánar

Er það rétt að Þorgeir Ljósvetningagoði hafi hent goðum í Goðafoss?

Örnefnið Goðafoss er að minnsta kosti til í 6 ám á landinu:Fyrst er að nefna Goðafoss í Hallardalsá í landi Klúku í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Í Goðdalsá í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Í örnefnaskrá er talað um að Goði sem fossinn sé kenndur við sé heygður í Goða í túninu í Goðdal. Í Hofsá í Svarfaða...

Nánar

Fleiri niðurstöður