Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á hvítum hrísgrjónum og hýðishrísgrjónum, hvor eru hollari?

Axel F. Sigurðsson

Munurinn á næringargildi hvítra hrísgrjóna og hýðishrísgrjóna er í raun álíka mikill og munurinn á franskbrauði og grófkornabrauði.

Nýlega voru kynntar í British Medical Journal niðurstöður sem benda til þess að mikil neysla á hvítum hrísgrjónum geti aukið hættuna á sykursýki af tegund 2 (fullorðinssykursýki). Rannsakendurnir tóku saman niðurstöður allra rannsókna sem uppfylltu ákveðin skilyrði og þar sem rannsóknarspurningin fjallaði um áhrif neyslu hvítra hrísgrjóna á tilurð sykursýki af tegund 2. Rannsóknin náði til 350.000 manns sem fylgt hafði verið eftir í 4 - 22 ár, annars vegar í tveimur Asíulöndum (Kína og Japan) og hins vegar í tveimur vestrænum löndum (Bandaríkjunum og Ástralíu).

Í rannsóknum frá Japan og Kína kom í ljós að þeir sem borðuðu mest af hvítum hrísgrjónum voru 55% líklegri til að fá sykursýki en þeir sem borðuðu minnst. Í Ástralíu og Bandaríkjunum þar sem neysla hrísgrjóna er umtalsvert minni var munurinn milli þessara hópa 12%. Í Kína og Japan var meðalneysla hrísgrjóna þrír til fjórir skammtar á dag borið saman við aðeins tvo skammta í viku á Vesturlöndum.

Í hvítum hrísgrjónum eru aðallega kolvetni og fátt annað. Í hýðishrísgrjónum er hins vegar, auk kolvetna, ríkulegt magn af trefjum, vítamínum og steinefnum.

Langstærsti hluti neyslu hrísgrjóna í heiminum er í formi hvítra hrísgrjóna. Ýmiss konar verksmiðjuaðferðir eru notaðar til að framleiða hrísgrjónin og skapa þeim gljáa til að auka áhuga neytandans. Framleiðslan leiðir til hvítrar áferðarfallegrar vöru sem inniheldur nánast einungis sterkju. Sterkja er ein tegund flókinna kolvetna. Við vinnsluna hafa hrísgrjónin meira og minna verið hreinsuð af trefjum, vítamínum og steinefnum. Hýðishrísgrjón innihalda aftur á móti talsvert magn af trefjum, vítamínum og steinefnum auk þess sem sykurstuðull þeirra er umtalsvert lægri en hvítra hrísgrjóna. Sykurálag (e. glycemic load) er því mun minna ef menn neyta hýðishrísgrjóna í stað hvítra hrísgrjóna.

Hýðishrísgrjón hafa heilt hýði sem er jákvætt því hýðið inniheldur flest næringarefnin. Í hýðishrísgrjónum er meira af B-vítamínum heldur en í mörgu öðru korni. Þau innihalda auk þess járn, E-vítamín, amínósýrur og ómettaðar fitusýrur. Hlutfall trefja í hýðishrísgrjónum er hátt. Trefjaneysla er almennt talin mjög heilsusamleg.

Í hnotskurn eru hvít hrísgrjón fyrst og fremst fæða sem inniheldur mikið af kolvetnum og fátt annað. Með hýðishrísgrjónum fást hins vegar flókin kolvetni auk ríkulegs magns af trefjum, vítamínum og steinefnum sem er umtalsvert heilsusamlegra.

Mynd:


Þetta svar er fengið af vefnum Mataræði.is og birt með góðfúslegu leyfi höfundar. Textinn hefur aðeins verið aðlagaður að Vísindavefnum.

Höfundur

Axel F. Sigurðsson

hjartalæknir

Útgáfudagur

20.1.2014

Spyrjandi

Benedikt Logi Leifsson Sörensen

Tilvísun

Axel F. Sigurðsson. „Hver er munurinn á hvítum hrísgrjónum og hýðishrísgrjónum, hvor eru hollari?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2014, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=14130.

Axel F. Sigurðsson. (2014, 20. janúar). Hver er munurinn á hvítum hrísgrjónum og hýðishrísgrjónum, hvor eru hollari? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=14130

Axel F. Sigurðsson. „Hver er munurinn á hvítum hrísgrjónum og hýðishrísgrjónum, hvor eru hollari?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2014. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=14130>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á hvítum hrísgrjónum og hýðishrísgrjónum, hvor eru hollari?
Munurinn á næringargildi hvítra hrísgrjóna og hýðishrísgrjóna er í raun álíka mikill og munurinn á franskbrauði og grófkornabrauði.

Nýlega voru kynntar í British Medical Journal niðurstöður sem benda til þess að mikil neysla á hvítum hrísgrjónum geti aukið hættuna á sykursýki af tegund 2 (fullorðinssykursýki). Rannsakendurnir tóku saman niðurstöður allra rannsókna sem uppfylltu ákveðin skilyrði og þar sem rannsóknarspurningin fjallaði um áhrif neyslu hvítra hrísgrjóna á tilurð sykursýki af tegund 2. Rannsóknin náði til 350.000 manns sem fylgt hafði verið eftir í 4 - 22 ár, annars vegar í tveimur Asíulöndum (Kína og Japan) og hins vegar í tveimur vestrænum löndum (Bandaríkjunum og Ástralíu).

Í rannsóknum frá Japan og Kína kom í ljós að þeir sem borðuðu mest af hvítum hrísgrjónum voru 55% líklegri til að fá sykursýki en þeir sem borðuðu minnst. Í Ástralíu og Bandaríkjunum þar sem neysla hrísgrjóna er umtalsvert minni var munurinn milli þessara hópa 12%. Í Kína og Japan var meðalneysla hrísgrjóna þrír til fjórir skammtar á dag borið saman við aðeins tvo skammta í viku á Vesturlöndum.

Í hvítum hrísgrjónum eru aðallega kolvetni og fátt annað. Í hýðishrísgrjónum er hins vegar, auk kolvetna, ríkulegt magn af trefjum, vítamínum og steinefnum.

Langstærsti hluti neyslu hrísgrjóna í heiminum er í formi hvítra hrísgrjóna. Ýmiss konar verksmiðjuaðferðir eru notaðar til að framleiða hrísgrjónin og skapa þeim gljáa til að auka áhuga neytandans. Framleiðslan leiðir til hvítrar áferðarfallegrar vöru sem inniheldur nánast einungis sterkju. Sterkja er ein tegund flókinna kolvetna. Við vinnsluna hafa hrísgrjónin meira og minna verið hreinsuð af trefjum, vítamínum og steinefnum. Hýðishrísgrjón innihalda aftur á móti talsvert magn af trefjum, vítamínum og steinefnum auk þess sem sykurstuðull þeirra er umtalsvert lægri en hvítra hrísgrjóna. Sykurálag (e. glycemic load) er því mun minna ef menn neyta hýðishrísgrjóna í stað hvítra hrísgrjóna.

Hýðishrísgrjón hafa heilt hýði sem er jákvætt því hýðið inniheldur flest næringarefnin. Í hýðishrísgrjónum er meira af B-vítamínum heldur en í mörgu öðru korni. Þau innihalda auk þess járn, E-vítamín, amínósýrur og ómettaðar fitusýrur. Hlutfall trefja í hýðishrísgrjónum er hátt. Trefjaneysla er almennt talin mjög heilsusamleg.

Í hnotskurn eru hvít hrísgrjón fyrst og fremst fæða sem inniheldur mikið af kolvetnum og fátt annað. Með hýðishrísgrjónum fást hins vegar flókin kolvetni auk ríkulegs magns af trefjum, vítamínum og steinefnum sem er umtalsvert heilsusamlegra.

Mynd:


Þetta svar er fengið af vefnum Mataræði.is og birt með góðfúslegu leyfi höfundar. Textinn hefur aðeins verið aðlagaður að Vísindavefnum.

...