Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1534 svör fundust

Hvað er ljósvaki? Er hann til?

Ljósvaki var hugsaður sem bylgjuberi ljóss. Allt frá því að afstæðiskenning Einsteins öðlaðist almenna viðurkenningu í upphafi aldarinnar hefur eðlisfræðingum verið ljóst að ljósvakinn er ekki til. Eðlisfræðingar hafa lengi velt fyrir sér eðli ljóss. Á 17. öld settu Isaac Newton og Christian Huygens fra...

Nánar

Geta vísindamenn sagt okkur hver sé erfðafræðilegur munur á manni og apa?

Vísindamenn hafa unnið að raðgreiningu á erfðamengi mannsins frá því fyrir síðustu aldamót. Raðgreiningin felst í því að basaröðin í erfðaefninu er greind. Í febrúar 2001 var fyrsta uppkastið að erfðamengi mannsins birt og í kjölfarið kom út fyrsta uppkastið að erfðamengi músarinnar og rottunnar. Í október 2004 va...

Nánar

Hafa flóknari heilkjarna lífverur fleiri litninga en þær einfaldari?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Fer það eftir því hversu flókin heilkjarna lífvera er hversu marga litninga hún hefur í hverri frumu? Litningar bera erfðaefni lífvera. Fjöldi þeirra er mismunandi milli lífvera og gerðirnar einnig. Mestur munur er á byggingu litninga baktería, sem eru einnig kallaðar ...

Nánar

Af hverju er hætta á að þeir sem eru of feitir fái sykursýki?

Sykursýki (e. diabetes) er ástand sem getur varað alla ævi og hefur áhrif á getu líkamans til að nýta orkuefni í fæðu sem eldsneyti. Til eru þrjár megingerðir af sykursýki, sykursýki af gerð 1, sykursýki af gerð 2 og meðgöngusykursýki. Nánar er fjallað um þessar tegundir í öðrum svörum á Vísindavefnum. Einsykr...

Nánar

Hvað var að gerast í sögu heimsfræðinnar um 1918?

Mikilvægasti atburðurinn í sögu heimsfræðinnar kringum árið 1918 var vafalaust sá að þýsk-svissnesk-bandaríski eðlisfræðingurinn Albert Einstein (1879-1955) setti fram almennu afstæðiskenninguna (e. general theory of relativity) í lok árs 1915. Kjarni hennar fólst í svonefndum sviðsjöfnum sem lýsa gerð rúmsins ása...

Nánar

Hvað er loftslag og hvernig getur það breyst með tímanum?

Með orðinu ‚loftslag‘ er átt við heildarmynd veðurs á tilteknum stað eða svæði, þegar veðrið er skoðað yfir lengri tíma, þannig að skammvinnar sveiflur veðursins jafnast út. Þegar við segjum til dæmis að loftslag í Kaupmannahöfn sé hlýrra en í Reykjavík, þá meinum við ekki að hitamælirinn þar standi hærra en hér a...

Nánar

Hvað orsakaði það að stórir ísklumpar féllu til jarðar fyrir skömmu?

Það er óleyst ráðgáta, en böndin beinast að flugvélum. Í stórum skúraklökkum myndast stundum haglmolar sem geta orðið hátt í kg að þyngd. Svo þungt hagl myndast í sterku uppstreymi þar sem ísmoli getur náð töluverðri þyngd áður en hann fellur til jarðar. Á leið sinni niður rekst hann á fjölda undirkældra vatnsd...

Nánar

Hvað eru margir kílómetrar í kringum jörðina?

Franska vísindaakademían skilgreindi metrann árið 1791, í kjölfar frönsku byltingarinnar, sem 1/10.000.000 (einn tíu milljónasta) úr kvartboga sem dreginn er milli póls og miðbaugs á jörðinni; það er 1/40.000.000 úr ummáli jarðar. Það segir sig þá sjálft að ummál jarðar taldist 40.000.000 metrar eða 40.000 kílómet...

Nánar

Hvernig útskýri ég tíðniróf og tíðni á mannamáli?

Tíðni (frequency) segir til um hversu oft eitthvað gerist á tilteknu tímabili. Ef við gerum til dæmis ráð fyrir að 50 bílar keyri yfir viss gatnamót á mínútu þá er tíðni atburðarins "bíll keyrir yfir gatnamótin" f = 50/mín eða 50 (bílar) á mínútu. Bylgjur hafa tíðni sem táknar fjölda bylgjutoppa á tímaeiningu. Alg...

Nánar

Hvað eru til margir kondórar í heiminum?

Tvær tegundir kondóra eru þekktar í heiminum, þær er að finna í Suður- og Norður-Ameríku. Um er að ræða kaliforníukondórinn (Gymnogyps californianus) og andeskondórinn (Vultur gryphus) en hann er sérlega stór, með 3,5 metra vænghaf og 12 kg að þyngd. Báðar þessar tegundir eru í mikilli útrýmingarhættu. Kaliforn...

Nánar

Hvað eru til mörg sjálfstæð lönd?

Um þetta er fjallað á Vísindavefnum í svari Ögmundar Jónssonar sömu við spurningu frá árinu 2000. Þar kemur fram að þetta er ef til vill ekki eins einfalt mál og ætla mætti þar sem í sumum tilfellum getur verið umdeilanlegt hvort land sé sjálfstætt ríki eða ekki. Eins bendir hann réttilega á að talan er breytileg...

Nánar

Hvers vegna heitir himbrimi því nafni?

Uppruni orðsins himbrimi er óviss sem og hliðarmyndanna heimbrimi og himbríni. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:327) rekur Ásgeir Blöndal Magnússon skyldleika við norræn og vesturgermönsk mál og segir fyrri liðinn hugsanlega skyldan nafnorðinu híma í merkingunni ‛þunn skýjaslæða’ og færeysku hím ‛dauft lj...

Nánar

Hvers konar lán eru glópalán? Hvað merkir glópa-?

Orðið glópalán merkir ‛slembilukka, meiri heppni en við var að búast’. Það er sett saman úr orðunum glópur ‛afglapi, kjáni, flón’ og lán ‛heppni’, það er að segja lán eða heppni sem kjáni verður fyrir. Orðið er ekki gamalt í málinu. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ljóði eftir ...

Nánar

Fleiri niðurstöður