Sólin Sólin Rís 11:00 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:24 • Sest 10:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:46 • Síðdegis: 18:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:02 • Síðdegis: 24:09 í Reykjavík

Af hverju er hætta á að þeir sem eru of feitir fái sykursýki?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Sykursýki (e. diabetes) er ástand sem getur varað alla ævi og hefur áhrif á getu líkamans til að nýta orkuefni í fæðu sem eldsneyti. Til eru þrjár megingerðir af sykursýki, sykursýki af gerð 1, sykursýki af gerð 2 og meðgöngusykursýki. Nánar er fjallað um þessar tegundir í öðrum svörum á Vísindavefnum.

Einsykran glúkósi er aðalorkugjafi frumna líkamans en til þess að koma glúkósanum inn í frumurnar þarf insúlín. Þegar sykursýki hefur þróast myndar líkaminn ekkert eða ekki nóg af insúlíni, hann getur ekki nýtt insúlínið nógu vel eða hvort tveggja, það er lítil framleiðsla og minna næmi.

Þegar talað er um sykursýki í tengslum við holdafar, eins og hér er spurt um, er fyrst og fremst átt við sykursýki af gerð 2 eða insúlínóháða sykursýki. Þessi tegund er oftast greind í fólki sem komið er yfir fertugt, enda var hún áður nefnd fullorðinssykursýki. Nú er hún farin að greinast í öllum aldurshópum, þar með talið í börnum og unglingum, og er það talið tengjast vaxandi tíðni offitu. Þetta er sú gerð sykursýki sem langflestir greinast með, eða yfir 90% tilfella. Einstaklingar með sykursýki 2 mynda insúlín en annaðhvort er það ekki í nægilegu magni til að uppfylla þarfir líkamans eða frumur líkamans hafa myndað mótstöðu gegn virkni eigin insúlíns þannig að það nýtist ekki sem skyldi.

Margir áhættuþættir fyrir sykursýki 2 eru þekktir, til dæmis aldur, kynþáttur, meðganga, streita, tiltekin lyf, erfðir eða ættarsaga og hátt kólesteról í blóði. Sá þáttur sem hefur hins vegar besta spágildið um hvort sykursýki 2 mun koma fram eður ei er líkamsþyngdarstuðull (e. BMI= Body Mass Index). Af þeim einstaklingum sem greinast með sykursýki 2 eru 80-90% einnig greindir of feitir (með líkamsþyngdarstuðul yfir 30). Þá hefur komið í ljós að það er 80 sinnum meiri hætta á að einstaklingur sem þjáist af offitu fái sykursýki 2 en einstaklingur með líkamsstuðul undir 22. Þessar staðreyndir gefa sterka vísbendingu um að tengsl séu á milli offitu og sykursýki.

Það er ekki að fullu þekkt hvað veldur sykursýki og heldur ekki hver tengslin eru á milli sjúkdómanna sykursýki og offitu. Það hefur þó komið fram að frumur þeirra sem eru of feitir hafa insúlínmótstöðu sem setur aukna pressu á briskirtilinn að mynda meira insúlín til þess að halda blóðsykri eðlilegum. Einkum er fitusöfnun um kviðinn varhugaverð en svo virðist vera að fitufrumur þar sendi frá sér efni sem draga úr næmi frumna fyrir insúlíni. Þetta aukna álag á briskirtilinn getur á endanum leitt til þess að frumurnar sem mynda insúlínið skaðist eða „gefast upp“ og hætta að framleiða hormónið í nægilegu magni til að halda blóðsykri í jafnvægi.

Fita um kviðinn er varhugaverð því svo virðist vera að fitufrumur þar sendi frá sér efni sem draga úr næmi frumna fyrir insúlíni.

Nýlega hefur komið í ljós að það aukna álag sem er framkallað hjá of feitum og of þungum á einstakar frumur bitnar fyrst og fremst á frymisnetinu sem er eitt frumulíffæra í öllum okkar frumum. Það er hlutverk frymisnetsins að sjá um vinnslu á prótínum og fitu, nánar tiltekið að mynda prótín, geyma og vinna úr umframfitu eða blóðfitu. Við ofnæringu fær frymisnetið meira af næringarefnum en það ræður við að vinna úr, geyma og nýta, og bregst við með því að senda viðvörunarmerki sem fær frumurnar til að bæla insúlínviðtaka á yfirborði sínu. Þetta kemur fram sem insúlínmótstaða og þrálát blóðsykurshækkun, sem er merki um sykursýki.

Auk álags á frymisnet hafa rannsóknir á músum leitt í ljós að til eru mýs sem skortir prótín sem kallast XBP-1 og að þær þróuðu insúlínmótstöðu, en væri XBP-1 til staðar í frumu hefði það verndandi áhrif á frymisnet gegn álagi. Þetta gæti þýtt að þættir sem minnka álag á frymisnet eða örvuðu kerfið til að þola það gætu í framtíðinni leitt til uppgötvunar nýrra meðferða við sykursýki.

Rannsóknir á sykursýki spanna mjög vítt svið eða allt frá umhverfisþáttum til þátta djúpt í innstu afkimum einstakra frumna. Einnig benda nýjar rannsóknir til þess að sykur og önnur efni úr fæðu eigi þátt í heilbrigði þarmaörvera sem aftur hafa mikið að segja um þróun sjúkdóma og kvilla, meðal annars offitu og ýmissa algengra geðraskana.

Talið er að ein besta leiðin til að koma í veg fyrir sykursýki 2 sé að halda sér við kjörþyngd og hreyfa sig í hálftíma á dag. Þá hefur það sýnt sig að aðeins 5-10% þyngdartap hjá þeim sem eru ofþungir dregur úr líkum á að þróa sykursýki.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

12.6.2017

Spyrjandi

Elvar Jens Hafsteinsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju er hætta á að þeir sem eru of feitir fái sykursýki?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2017. Sótt 7. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=59100.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2017, 12. júní). Af hverju er hætta á að þeir sem eru of feitir fái sykursýki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59100

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju er hætta á að þeir sem eru of feitir fái sykursýki?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2017. Vefsíða. 7. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59100>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er hætta á að þeir sem eru of feitir fái sykursýki?
Sykursýki (e. diabetes) er ástand sem getur varað alla ævi og hefur áhrif á getu líkamans til að nýta orkuefni í fæðu sem eldsneyti. Til eru þrjár megingerðir af sykursýki, sykursýki af gerð 1, sykursýki af gerð 2 og meðgöngusykursýki. Nánar er fjallað um þessar tegundir í öðrum svörum á Vísindavefnum.

Einsykran glúkósi er aðalorkugjafi frumna líkamans en til þess að koma glúkósanum inn í frumurnar þarf insúlín. Þegar sykursýki hefur þróast myndar líkaminn ekkert eða ekki nóg af insúlíni, hann getur ekki nýtt insúlínið nógu vel eða hvort tveggja, það er lítil framleiðsla og minna næmi.

Þegar talað er um sykursýki í tengslum við holdafar, eins og hér er spurt um, er fyrst og fremst átt við sykursýki af gerð 2 eða insúlínóháða sykursýki. Þessi tegund er oftast greind í fólki sem komið er yfir fertugt, enda var hún áður nefnd fullorðinssykursýki. Nú er hún farin að greinast í öllum aldurshópum, þar með talið í börnum og unglingum, og er það talið tengjast vaxandi tíðni offitu. Þetta er sú gerð sykursýki sem langflestir greinast með, eða yfir 90% tilfella. Einstaklingar með sykursýki 2 mynda insúlín en annaðhvort er það ekki í nægilegu magni til að uppfylla þarfir líkamans eða frumur líkamans hafa myndað mótstöðu gegn virkni eigin insúlíns þannig að það nýtist ekki sem skyldi.

Margir áhættuþættir fyrir sykursýki 2 eru þekktir, til dæmis aldur, kynþáttur, meðganga, streita, tiltekin lyf, erfðir eða ættarsaga og hátt kólesteról í blóði. Sá þáttur sem hefur hins vegar besta spágildið um hvort sykursýki 2 mun koma fram eður ei er líkamsþyngdarstuðull (e. BMI= Body Mass Index). Af þeim einstaklingum sem greinast með sykursýki 2 eru 80-90% einnig greindir of feitir (með líkamsþyngdarstuðul yfir 30). Þá hefur komið í ljós að það er 80 sinnum meiri hætta á að einstaklingur sem þjáist af offitu fái sykursýki 2 en einstaklingur með líkamsstuðul undir 22. Þessar staðreyndir gefa sterka vísbendingu um að tengsl séu á milli offitu og sykursýki.

Það er ekki að fullu þekkt hvað veldur sykursýki og heldur ekki hver tengslin eru á milli sjúkdómanna sykursýki og offitu. Það hefur þó komið fram að frumur þeirra sem eru of feitir hafa insúlínmótstöðu sem setur aukna pressu á briskirtilinn að mynda meira insúlín til þess að halda blóðsykri eðlilegum. Einkum er fitusöfnun um kviðinn varhugaverð en svo virðist vera að fitufrumur þar sendi frá sér efni sem draga úr næmi frumna fyrir insúlíni. Þetta aukna álag á briskirtilinn getur á endanum leitt til þess að frumurnar sem mynda insúlínið skaðist eða „gefast upp“ og hætta að framleiða hormónið í nægilegu magni til að halda blóðsykri í jafnvægi.

Fita um kviðinn er varhugaverð því svo virðist vera að fitufrumur þar sendi frá sér efni sem draga úr næmi frumna fyrir insúlíni.

Nýlega hefur komið í ljós að það aukna álag sem er framkallað hjá of feitum og of þungum á einstakar frumur bitnar fyrst og fremst á frymisnetinu sem er eitt frumulíffæra í öllum okkar frumum. Það er hlutverk frymisnetsins að sjá um vinnslu á prótínum og fitu, nánar tiltekið að mynda prótín, geyma og vinna úr umframfitu eða blóðfitu. Við ofnæringu fær frymisnetið meira af næringarefnum en það ræður við að vinna úr, geyma og nýta, og bregst við með því að senda viðvörunarmerki sem fær frumurnar til að bæla insúlínviðtaka á yfirborði sínu. Þetta kemur fram sem insúlínmótstaða og þrálát blóðsykurshækkun, sem er merki um sykursýki.

Auk álags á frymisnet hafa rannsóknir á músum leitt í ljós að til eru mýs sem skortir prótín sem kallast XBP-1 og að þær þróuðu insúlínmótstöðu, en væri XBP-1 til staðar í frumu hefði það verndandi áhrif á frymisnet gegn álagi. Þetta gæti þýtt að þættir sem minnka álag á frymisnet eða örvuðu kerfið til að þola það gætu í framtíðinni leitt til uppgötvunar nýrra meðferða við sykursýki.

Rannsóknir á sykursýki spanna mjög vítt svið eða allt frá umhverfisþáttum til þátta djúpt í innstu afkimum einstakra frumna. Einnig benda nýjar rannsóknir til þess að sykur og önnur efni úr fæðu eigi þátt í heilbrigði þarmaörvera sem aftur hafa mikið að segja um þróun sjúkdóma og kvilla, meðal annars offitu og ýmissa algengra geðraskana.

Talið er að ein besta leiðin til að koma í veg fyrir sykursýki 2 sé að halda sér við kjörþyngd og hreyfa sig í hálftíma á dag. Þá hefur það sýnt sig að aðeins 5-10% þyngdartap hjá þeim sem eru ofþungir dregur úr líkum á að þróa sykursýki.

Heimildir og myndir:

...