Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 171 svör fundust

Hvað hefur vísindamaðurinn Kári Helgason rannsakað?

Kári Helgason er stjarneðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla íslands. Flest rannsóknarverkefni hans snúa að svokölluðu bakgrunnsljósi alheimsins, en það er uppsöfnuð birta allra þeirra stjarna sem skinið hafa í alheimssögunni. Bakgrunnsljósið hefur því að geyma mikilvægar upplýsingar um myndun og þróun ve...

Nánar

Hvað eru sefítar?

Sefítar eru svonefndar sveiflustjörnur sem sveiflast milli birtustiga með ákveðnum sveiflutíma. Slíkar stjörnur þekkjast á því að þær auka birtu sína fljótt og dofna síðan hægt og rólega aftur. Sefítar heita svo eftir d Cephei (delta í Sefeusi) sem var fyrsta stjarnan sem uppgötvaðist af þessari gerð, árið 1784. S...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um stjörnuna Vegu?

Á norðurhveli jarðar er Vega næst bjartasta stjarna næturhiminsins, á eftir Síríusi, rétt aðeins bjartari en Kapella í Ökumanninum og fimmta bjartasta stjarna himins. Stjarnan er af birtustigi 0,03. Vega er pólhverf, það er sest aldrei frá Íslandi séð en er samt oft bara rétt ofan við sjóndeildarhringinn. Stjarnan...

Nánar

Hver var fyrsti kvikmyndaleikstjórinn?

Þessu er ekki auðsvarað því að í spurningunni er fólgin önnur vandmeðfarin spurning: Hvað er kvikmyndaleikstjóri? Það er alveg ljóst að þeir sem stýrðu kvikmyndatökuvélunum í fyrstu kvikmyndunum sem gerðar voru litu ekki á sig sem leikstjóra í þeirri merkingu sem við leggjum í orðið í dag. Þeir voru fyrst og frems...

Nánar

Varð Albert Einstein frægur vegna sólmyrkva?

Miðvikudaginn 19. nóvember 1919 birtist eftirfarandi frétt í símskeytadálki dagblaðsins Vísis undir fyrirsögninni „Þyngdarlögmálið“: Símað er frá London, að stjörnufræði- og eðlisfræði-félagið enska hafi fallist á kenningar þýska prófessorsins Einsteins, sem eru andvígar kenningum Newtons og kollvarpa jafnve...

Nánar

Hvernig var sólmyrkvi notaður til að sýna fram á kenningar Einsteins?

Þann 6. nóvember 1919 var haldinn fundur sem átti eftir að hafa mikla þýðingu fyrir Albert Einstein og viðtökurnar á kenningum hans. Að fundinum stóðu tvö félög, Konunglega breska vísindafélagið (the Royal Society) og Konunglega breska stjarnfræðifélagið (the Royal Astronomical Society). Fundarstjóri var forseti V...

Nánar

Hvað geturðu sagt mér um Satúrnus?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvenær fannst Satúrnus og af hverju heitir hún Satúrnus? (Fríða Guðrún f. 1989)Hver er eðlismassi Satúrnusar og hvað er hann þungur? (Fríða Guðrún f. 1989)Hvernig er Satúrnus frábrugðin hinum reikistjörnunum? (Harpa Gunnarsdóttir)Hvernig er lofthjúpur Satúrnusar? (S...

Nánar

Hvenær varð heimurinn til?

Því miður er svarið við þessari spurningu ekki einfalt, því að ekki hefur tekist að ákvarða aldur alheimsins með fullri vissu. Þó má segja að allt bendi til að hann sé á bilinu 10-20 milljarðar ára, það er tvisvar til fjórum sinnum meiri en aldur sólkerfis okkar. Hér á eftir er fjallað nánar um hvernig aldur alhei...

Nánar

Hvað eru til mörg svarthol og hvernig myndast þau?

Svarthol eru skilgreind sem svæði í tímarúminu þar sem þyngdaraflið er svo sterkt að allt sem er nálægt þeim sogast inn í þau og ekkert sleppur þaðan út, ekki einu sinni ljós. Svarthol eru því ein merkilegustu þekktu fyrirbæri alheimsins. Í svari sínu við spurningunni Hvað er svarthol? segja Þorsteinn Vilhjálmsson...

Nánar

Er það satt sem Express.co.uk segir að svarthol sé að koma til jarðar?

Spurningin í heild sinni var svona: Ég er að stressa mig útaf Express.co.uk sem segir að svarthol sé að koma til jarðar en stjúpmamma mín segir að þau hagi sér ekki þannig, er það satt? Stjúpmamma þín hefur alveg rétt fyrir sér. Engar líkur eru á því að svarthol komi og gleypi jörðina nokkurn tímann. Raunar...

Nánar

Hvað er vísindafræði?

Spyrjandi lét þennan texta fylgja spurningunni: Það er verið að auglýsa styrkveitingar úr nýjum sjóði sem styrkir m.a. rannsóknir í vísindafræði. En hugtakið vísindafræði er ekki í orðabankanum hjá Árnastofnun og finnst ekki í neinu gagnasafni þar (ekki einu sinni nútímamálsorðabók).[1] Íslenska nýyrðið vísind...

Nánar

Fleiri niðurstöður