
Mynd 1. Hitahillingar (e. inferior mirage) geta komið fram á heitum degi þegar yfirborð jarðar hitnar í sólskini og hitar loftið næst jörðu. Þá lækkar hitastigið og þar með ljóshraðinn með hæð. Þessar aðstæður geta framkallað hillingar þar sem sveigja ljósgeislanna færir mynd af fjarlægu fyrirbæri neðar, jafnvel svo að neðri hluti fyrirbærisins hverfur bak við sjóndeildarhring.

Mynd 2. Geislabrautir hitahillinga fyrir jaðarskilyrðin 10°C lækkun á hitastigi á fyrstu 15 m frá jörðu og fast hitastig þar fyrir ofan. Augnhæð athuganda er í 1,5 m. Neðsti ferillinn á fyrsta kaflanum frá athuganda er með stefnuhornið -0,30° við lárétt, og næstu ferlar koma með 0,05° bili, upp að +0,20°. Auk ofantalinna ferla er geislabrautin, sem markar sjóndeildarhringinn í fjarlægðinni 1900 m undir stefnuhorninu -0,09°, dregin í ljósbláum lit. Neðstu 5 geislarnir á þessum kafla speglast af yfirborði jarðar.

Mynd 3. 10 m hátt spjald sem notað er sem fyrirmynd hillingamyndarinnar. Hæðarhnit á spjaldinu má lesa úr bæði lit og breidd spjalds. Litarendurnar eru 2 m á hæð hver.

Mynd 4. Hitahillingarmyndir fyrir 3 fjarlægðir milli athuganda og spjalds. Svarti ófyllti ramminn á 2 km myndhlutanum sýnir hvernig spjaldið sæist án hitastiguls. Efri hluti hillingarmyndanna sýnir það sem er ofan sjóndeildarhrings af spjaldinu, með toppinn upp og hliðarnar lítið bjagaðar. Neðri hluti myndanna er afrakstur speglunar frá yfirborði jarðar og sýnir spjaldið á hvolfi og hliðarnar bjagaðar. Sjóndeildarhringur er í fjarlægðinni 1900 m.
- Mynd 1: A Highway Mirage | A highway mirage is an inferior mirage wh… | Flickr. (Sótt 18.03.2024). Myndina tók Michael.
- Myndir 2-4: AÓ.