
Hitahillingar (e. inferior mirage) geta komið fram á heitum degi þegar yfirborð jarðar hitnar í sólskini og hitar loftið næst jörðu. Þá lækkar hitastigið og þar með ljóshraðinn með hæð. Þessar aðstæður geta framkallað hillingar þar sem sveigja ljósgeislanna færir mynd af fjarlægu fyrirbæri neðar, jafnvel svo að neðri hluti fyrirbærisins hverfur bak við sjóndeildarhring. Myndin til hægri sýnir hvernig hitahilling bjagar upprunalegu myndina til vinstri.

Kuldahillingar verða á köldum degi þegar loftið er kaldast næst jörðu en hitnar með vaxandi hæð. Við þessar aðstæður sveigja ljósgeislar að jörðu svo sjóndeildarhringurinn færist fjær.
- Inferior Mirages. (Sótt 18.03.2024).
- File:Superior mirage of ships in the Gulf of Riga.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 18.03.2024).