Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2232 svör fundust

category-iconTrúarbrögð

Er biblían „orð Guðs” samkvæmt kenningum hinnar íslensku þjóðkirkju?

Biblía er grískt orð og þýðir „bækur”. Biblían telur líka margar bækur eða alls 66, og raunar 77 ef apókrýfar-bækur Gamla testamentisins eru taldar með. Þessar bækur eru frá mörgum mismunandi tímum og eru mjög fjölbreyttar að innihaldi. Kristnir menn skipta Biblíunni í tvo hluta, Gamla testamentið annars vegar og ...

category-iconHugvísindi

Hvað eru einhyrningar og fyrir hvað standa þeir?

Einhyrningar eða Unicornus eru þjóðtrúardýr, það er að segja dýr sem finnast í þjóðtrú víða um heim en eru ekki til í veruleikanum eins og við skiljum hann yfirleitt. Einhyrningar líkjast oft venjulegum hvítum hestum en hafa eitt langt snúið horn fram úr enninu. Til eru margar ólíkar sagnir um einhyrninga en ein f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp símann?

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við talsímann. Uppfinning hans er tileinkuð uppfinningamanninum Alexander Graham Bell (1847-1922). Við orðum þetta svona því að margir vísinda- og uppfinningamenn gerðu tilkall til þess að hafa fundið hann upp og höfðu keppst um að verða fyrstur í mark. Bell fékk reyndar einka...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru til rándýr?

Það er í raun nánast óhugsandi annað en að rándýr komi fram á sjónarsviðið í heimi þar sem jurtaætur eru til. Þetta má útskýra með dæmi. Ímyndum okkur einfaldan heim þar sem aðstæður eru þannig að allar tegundir spendýra eru jurtaætur og drepa ekki önnur dýr. Helstu dánarorsakir eru þá sjúkdómar og elli þar til...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Higgs-bóseind og hvers vegna er hún stundum kölluð Guðseindin (God particle)?

Higgs-bóseindin er ein af þeim öreindum sem mynda hið viðtekna líkan öreindafræðinnar (e. the standard model), rétt eins og ljóseindir, rafeindir og kvarkar. Ólíkt rafeindum og kvörkum hefur Higgs-bóseindin þó aldrei sést í tilraunum og því er strangt til tekið ekki víst að hún sé til! Öllum öreindum má s...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á hermanni og hryðjuverkamanni?

Það er hreint ekki eins einfalt og stjórnmálaleiðtogar heimsins vilja vera láta að skilgreina hverjir teljist hryðjuverkamenn og hverjir ekki. Skilin á milli hryðjuverkamanna, skæruliða og jafnvel hermanna eru oft óljós og markast gjarnan af því hver það er sem skilgreinir og hverra hagsmuna viðkomandi á að gæta. ...

category-iconUmhverfismál

Hve stórar virkjanir þyrftum við til að keyra bílaflotann okkar þegar bensínið er orðið of dýrt?

Bílum á Íslandi hefur fjölgað mikið síðustu áratugi og í árslok 2000 var fjöldi þeirra um 180.000. Þar af voru fólksbílar 89%, sendibílar tæplega 7% og vöruflutningabílar rúmlega 4%. Þá voru fólksbílar 561 á hverja þúsund íbúa sem er með því mesta sem þekkist í heiminum. Í Bandaríkjunum eru þó hlutfallslega fleiri...

category-iconHugvísindi

Var Billi barnungi til? Er til einhver ljósmynd af honum?

Billi barnungi er líklega þekktastur hér á landi sem persóna í Lukku-Lákabókunum Billi barnungi og Heiðursvörður Billa barnunga. Eins og margar aðrar persónur í bókunum á Billi sér raunverulega fyrirmynd sem er „byssubófinn“ Billy the Kid. Til er ein mynd sem örugglega er af Billa og önnur er líklega af honum. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur vatn verið þurrt?

Gestir okkar hafa greinilega gaman af að velta fyrir sér merkingu orðanna þó að tengingin við raunveruleikann sé að vísu oft á næstu grösum. Við kveinkum okkur alls ekki undan þessu því að við höfum líka lúmskt gaman af að spá í orðin og tungumálið. Hins vegar þurfa kannski báðir aðilar að gæta sín á því að festas...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru lundahundar til á Íslandi?

Samkvæmt upplýsingum Hundaræktarfélags Íslands eru engir lundahundar (no. Lundehunde, e. Norwegian Lundehunds eða Puffin dogs) á Íslandi og hafa þeir sennilega aldrei verið fluttir til landsins. Lundahundur. Lundahundar eru ættaðir frá Noregi og þar er að finna flesta einstaklinga af þessari tegund. Talið er að ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær maður blöðrur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Af hverju fær maður blöðrur við það að brenna sig og þegar maður sópar eða rakar? Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju kemur blóð úr blöðru þegar hún springur? Flestar blöðrur myndast vegna þess að húðin verður fyrir ertingu eða skemmdum af völdum einhvers í ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða slöngur eru hentugastar sem gæludýr?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru kyrkislöngur hentugustu gæludýrin af slöngutegundum Hvaða tegund þá? Fyrst er rétt að taka skýrt fram að innflutningur á slöngum er stranglega bannaður hér á landi og ef slíkt á sér stað og kemst upp eru dýrin strax aflífuð og þeim eytt. Eins og fram kemur í svari Sigurða...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlun?

Æxlun nefnist það þegar lífverur geta af sér afkvæmi og er það eitt af einkennum allra lífvera. Í lífríkinu er hægt að greina tvo meginflokka æxlunar, annars vegar kynæxlun og hins vegar kynlausa æxlun. Meginmunurinn á þessum æxlunargerðum er sá að við kynæxlun makast einstaklingar af gagnstæðu kyni, þar sem karld...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru hindurvitni?

Orðið hindurvitni er í nútímamáli nátengt hugtökum eins og hjátrú, dulspeki, gervivísindum og hjáfræði. Menn hafa lengi viljað hafa orð um slíkt þó að það kunni að vilja renna úr greipinni eins og laxinn. Hugsanleg skilgreining er sú að hindurvitni séu allar hugmyndir manna sem stangast á við almenna, viðtekna þek...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um endur?

Endur tilheyra andaætt (Anatidae) sem er afar skrautleg ætt meðalstórra og stórra sundfugla. Þessir fuglar eru vel aðlagaðir lífi á vatni og eru sundfitin á milli tánna og lögun goggsins gott dæmi um það. Fuglar af andaætt hafa flatan gogg með nokkurs konar hyrnistönnum á hliðunum, sem auðveldar þeim að sía fæðu ú...

Fleiri niðurstöður