Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á hermanni og hryðjuverkamanni?

Brynhildur Ólafsdóttir

Það er hreint ekki eins einfalt og stjórnmálaleiðtogar heimsins vilja vera láta að skilgreina hverjir teljist hryðjuverkamenn og hverjir ekki. Skilin á milli hryðjuverkamanna, skæruliða og jafnvel hermanna eru oft óljós og markast gjarnan af því hver það er sem skilgreinir og hverra hagsmuna viðkomandi á að gæta.

Þetta ósamkomulag um notkunina á orðinu hryðjuverkamaður hefur orðið enn meira áberandi eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri notar nú alþjóðlega hryðjuverkastríðið sem afsökun til að stimpla öll andspyrnuöfl sem hryðjuverkahópa og grípa til aðgerða gegn þessum svokölluðu hryðjuverkamönnum í eigin landi.

Á yfirborðinu eru mörkin nokkuð skýr: Hryðjuverkamenn vinna í hópum sem fara leynt og ráðast á saklausa borgara í pólitískum tilgangi, til að vekja athygli á kröfum sínum eða hugmyndafræði. Á hinn bóginn starfa hermenn fyrir ríkisstjórnir fyrir opnum tjöldum og eru merktir sem slíkir. Þeim er yfirleitt aðeins ætlað að verja land sitt fyrir utanaðkomandi árásum og berjast við aðra hermenn. Skotmörk hermanna eru því hernaðarlegs eðlis, enda er þeim bannað samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum að ráðast á saklausa borgara. Höfuðatriðið sem skilur á milli hryðjuverkamanna og hermanna eru fórnarlömbin og eðli skotmarkanna. Hryðjuverkamenn beina glæpum sínum að almennum, saklausum, óvopnuðum borgurum en hermenn berjast við aðra hermenn.

Einhvers staðar þarna á milli eru skæruliðar staðsettir. Skæruliðahópar eiga í nokkurs konar stríði líkt og hryðjuverkahópar og markmið þeirra er oftast einhvers konar aðskilnaður frá því ríki sem þeir búa í eða stjórnarskipti. Þeir skipuleggja sig hins vegar eins og hersveitir, klæðast oftast sérstökum herbúningum og skotmörkin eru að öllu jöfnu hernaðarleg eða hápólitísk en ekki almennir borgarar. Beiti skæruliðar viðurkenndum baráttuaðferðum hersveita þá er baráttan oftast dæmd lögmæt samkvæmt alþjóðasáttmálum.

Raunveruleikinn er hins vegar oft annars eðlis og alls ekki eins skýr. Hvað á til dæmis að kalla meðlimi Írska lýðveldishersins? Hreyfingin er skipulögð eins og hersveit, liðsmenn ganga þó ekki í herbúningum og skotmörkin eru bæði hernaðarleg og borgaraleg. Sjálfir segjast félagar í IRA vera hermenn og þeir sem hafa samúð með málstaðnum, eins og til dæmis margir kaþólikkar á Norður Írlandi, líta að öllu jöfnu á IRA sem lögmæta þjóðernishreyfingu eða skæruliðasveit. Hins vegar eru IRA menn óhikað skilgreindir sem hryðjuverkamenn af bæði sambandssinnum og bresku ríkisstjórninni.

Annað dæmi um þessi óljósu mörk er Suður-Afríka fyrir afnám aðskilnaðarstefnunnar. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, tók afgerandi afstöðu með ríkisstjórn hvíta minnihlutans og kallaði Nelson Mandela ítrekað hryðjuverkamann. Aðskilnaðarstefnan var síðar afnumin, Mandela kosinn forseti landsins og fékk Friðarverðlaun Nóbels og rannsóknir hafa staðfest að það var ríkisstjórn hvíta minnihlutans sem framdi víðtæk hryðjuverk gegn eigin þegnum.

Þriðja dæmið til umhugsunar gæti verið Tsjetsjenía. Fyrir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum höfðu ríkisstjórnir flestra vestrænna ríkja nokkra samúð með málstað þeirra Tsjetsjena sem berjast fyrir sjálfstæði héraðsins frá Rússlandi. Ríkisstjórn Rússa var jafnvel sökuð um mannréttindabrot í baráttu sinni gegn hreyfingu aðskilnaðarsinnaðra Tsjetsjena. Eftir árásirnar í Bandaríkjunum varð rússneska ríkisstjórnin hins vegar mikilvægur bandamaður í stríðinu gegn hryðjuverkum og afstaða margra breyttist. Æ fleiri vestrænar ríkisstjórnir taka nú undir málflutning stjórnvalda í Rússlandi og kalla aðskilnaðarsinnaða Tsjetsjena hryðjuverkamenn.

Þessi dæmi sýna glöggt þann vanda sem við er að etja þegar reynt er að skilgreina hryðjuverk. Í fyrsta lagi er það hápólitískt mál hverjir teljast vera hryðjuverkamenn og hverjir ekki. Pólitísk afstaða og hagsmunir ráða þar mestu. Í öðru lagi þá breytist skilgreiningin í tímans rás þannig að sá sem eitt sinn var talinn hryðjuverkamaður getur nánast í einni svipan breyst í frelsishetju í hugum fólks.

Fræðimenn hafa glímt við þennan skilgreiningavanda í tugi ára og ekki komist að neinni endanlegri niðurstöðu. Margir hallast þó að því að skynsamlegt sé að forðast að reyna að skilgreina það hverjir teljast vera hryðjuverkamenn heldur einblína frekar á að skilgreina hvað teljist vera hryðjuverk. Þetta þýðir að það á alltaf að vera hægt að dæma um það hvort ákveðin verk eru hryðjuverk eða ekki og þá skiptir ekki máli hvort það er lýðræðislega kjörin ríkisstjórn sem stendur að baki verknaðinum eða vopnaður uppreisnarhópur. Þegar þetta er gert geta mörkin á milli hermanna og hryðjuverkamanna orðið enn óljósari, þar sem hermenn geta unnið hryðjuverk í nafni sinnar ríkisstjórnar.

Oftast kallar orðið hryðjuverkamaður upp í hugann mynd af einhvers konar öfgamanni sem vílar ekki fyrir sér að sprengja saklaust fólk í loft upp fyrir torskilinn málstað. Það kemur því kannski á óvart að í gegnum tíðina hafa flest hryðjuverk hreint ekki verið framin af slíkum öfgamönnum heldur einmitt af hermönnum, lögreglumönnum eða leyniþjónustumönnum sem ríkisstjórnir beita fyrir sig í þeim tilgangi að halda völdum. Sjálft orðið hryðjuverk var einmitt fyrst notað um þær ofbeldisfullu stjórnunaraðferðir sem ógnarstjórn jakobína í Frakklandi beitti á síðustu árum 18. aldar þegar Maximilien de Robespierre sendi andstæðinga sína svo tugþúsundum skipti á höggstokkinn.

Nú á dögum eru orðin hryðjuverk og hryðjuverkamaður þó notuð á nokkuð annan hátt. Algengast er að átt sé við verknaði sem öfgahópar og andspyrnuöfl fremja gegn ríkjandi valdhöfum en hryðjuverk framin af hermönnum í nafni ríkisstjórnar eru kölluð eitthvað annað. Ef um er að ræða hryðjuverk ríkisstjórnar gegn eigin þegnum er oftast talað um mannréttindabrot en ef um er að ræða hryðjuverk ríkisstjórnar gegn þegnum annarra ríkja þá er það gjarnan kallað stríðsglæpir.

Heimildir
  • Burton, Frank, The Politics of Legitimacy: Struggles in a Belfast Community, Routledge and Kegan Paul, London, 1978.
  • Hayes, Bernadette, Sowing Dragon's Teeth: Public Support for Political Violence and Paramilitarism in Northern Ireland, Queen's University of Belfast, 2001.
  • Leach, Graham, South Africa: No Easy Path to Peace, Routledge, London, 1986.
  • Maier, Karl, Into the House of the Ancestors: Inside the New Africa, Wiley, New York, 1998.
  • O’Connor, Fionnuala, In Search of a State: Catholics in Northern Ireland, Blackstaff, Belfast, 1993.
  • Sampson, Anthony, Mandela. The Authorised Biography, HarperCollins, London, 1999.
  • Sluka, Jeffrey A., Hearts and Minds, Water and Fish: Support for the IRA and INLA in a Northern Irish Ghetto, JAI Press, London, 1989.

Myndir:

Höfundur

stjórnmálafræðingur og fréttamaður

Útgáfudagur

11.6.2002

Spyrjandi

Friðrik Arnarson,
Viktor Traustason

Tilvísun

Brynhildur Ólafsdóttir. „Hver er munurinn á hermanni og hryðjuverkamanni?“ Vísindavefurinn, 11. júní 2002, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2478.

Brynhildur Ólafsdóttir. (2002, 11. júní). Hver er munurinn á hermanni og hryðjuverkamanni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2478

Brynhildur Ólafsdóttir. „Hver er munurinn á hermanni og hryðjuverkamanni?“ Vísindavefurinn. 11. jún. 2002. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2478>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á hermanni og hryðjuverkamanni?
Það er hreint ekki eins einfalt og stjórnmálaleiðtogar heimsins vilja vera láta að skilgreina hverjir teljist hryðjuverkamenn og hverjir ekki. Skilin á milli hryðjuverkamanna, skæruliða og jafnvel hermanna eru oft óljós og markast gjarnan af því hver það er sem skilgreinir og hverra hagsmuna viðkomandi á að gæta.

Þetta ósamkomulag um notkunina á orðinu hryðjuverkamaður hefur orðið enn meira áberandi eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri notar nú alþjóðlega hryðjuverkastríðið sem afsökun til að stimpla öll andspyrnuöfl sem hryðjuverkahópa og grípa til aðgerða gegn þessum svokölluðu hryðjuverkamönnum í eigin landi.

Á yfirborðinu eru mörkin nokkuð skýr: Hryðjuverkamenn vinna í hópum sem fara leynt og ráðast á saklausa borgara í pólitískum tilgangi, til að vekja athygli á kröfum sínum eða hugmyndafræði. Á hinn bóginn starfa hermenn fyrir ríkisstjórnir fyrir opnum tjöldum og eru merktir sem slíkir. Þeim er yfirleitt aðeins ætlað að verja land sitt fyrir utanaðkomandi árásum og berjast við aðra hermenn. Skotmörk hermanna eru því hernaðarlegs eðlis, enda er þeim bannað samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum að ráðast á saklausa borgara. Höfuðatriðið sem skilur á milli hryðjuverkamanna og hermanna eru fórnarlömbin og eðli skotmarkanna. Hryðjuverkamenn beina glæpum sínum að almennum, saklausum, óvopnuðum borgurum en hermenn berjast við aðra hermenn.

Einhvers staðar þarna á milli eru skæruliðar staðsettir. Skæruliðahópar eiga í nokkurs konar stríði líkt og hryðjuverkahópar og markmið þeirra er oftast einhvers konar aðskilnaður frá því ríki sem þeir búa í eða stjórnarskipti. Þeir skipuleggja sig hins vegar eins og hersveitir, klæðast oftast sérstökum herbúningum og skotmörkin eru að öllu jöfnu hernaðarleg eða hápólitísk en ekki almennir borgarar. Beiti skæruliðar viðurkenndum baráttuaðferðum hersveita þá er baráttan oftast dæmd lögmæt samkvæmt alþjóðasáttmálum.

Raunveruleikinn er hins vegar oft annars eðlis og alls ekki eins skýr. Hvað á til dæmis að kalla meðlimi Írska lýðveldishersins? Hreyfingin er skipulögð eins og hersveit, liðsmenn ganga þó ekki í herbúningum og skotmörkin eru bæði hernaðarleg og borgaraleg. Sjálfir segjast félagar í IRA vera hermenn og þeir sem hafa samúð með málstaðnum, eins og til dæmis margir kaþólikkar á Norður Írlandi, líta að öllu jöfnu á IRA sem lögmæta þjóðernishreyfingu eða skæruliðasveit. Hins vegar eru IRA menn óhikað skilgreindir sem hryðjuverkamenn af bæði sambandssinnum og bresku ríkisstjórninni.

Annað dæmi um þessi óljósu mörk er Suður-Afríka fyrir afnám aðskilnaðarstefnunnar. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, tók afgerandi afstöðu með ríkisstjórn hvíta minnihlutans og kallaði Nelson Mandela ítrekað hryðjuverkamann. Aðskilnaðarstefnan var síðar afnumin, Mandela kosinn forseti landsins og fékk Friðarverðlaun Nóbels og rannsóknir hafa staðfest að það var ríkisstjórn hvíta minnihlutans sem framdi víðtæk hryðjuverk gegn eigin þegnum.

Þriðja dæmið til umhugsunar gæti verið Tsjetsjenía. Fyrir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum höfðu ríkisstjórnir flestra vestrænna ríkja nokkra samúð með málstað þeirra Tsjetsjena sem berjast fyrir sjálfstæði héraðsins frá Rússlandi. Ríkisstjórn Rússa var jafnvel sökuð um mannréttindabrot í baráttu sinni gegn hreyfingu aðskilnaðarsinnaðra Tsjetsjena. Eftir árásirnar í Bandaríkjunum varð rússneska ríkisstjórnin hins vegar mikilvægur bandamaður í stríðinu gegn hryðjuverkum og afstaða margra breyttist. Æ fleiri vestrænar ríkisstjórnir taka nú undir málflutning stjórnvalda í Rússlandi og kalla aðskilnaðarsinnaða Tsjetsjena hryðjuverkamenn.

Þessi dæmi sýna glöggt þann vanda sem við er að etja þegar reynt er að skilgreina hryðjuverk. Í fyrsta lagi er það hápólitískt mál hverjir teljast vera hryðjuverkamenn og hverjir ekki. Pólitísk afstaða og hagsmunir ráða þar mestu. Í öðru lagi þá breytist skilgreiningin í tímans rás þannig að sá sem eitt sinn var talinn hryðjuverkamaður getur nánast í einni svipan breyst í frelsishetju í hugum fólks.

Fræðimenn hafa glímt við þennan skilgreiningavanda í tugi ára og ekki komist að neinni endanlegri niðurstöðu. Margir hallast þó að því að skynsamlegt sé að forðast að reyna að skilgreina það hverjir teljast vera hryðjuverkamenn heldur einblína frekar á að skilgreina hvað teljist vera hryðjuverk. Þetta þýðir að það á alltaf að vera hægt að dæma um það hvort ákveðin verk eru hryðjuverk eða ekki og þá skiptir ekki máli hvort það er lýðræðislega kjörin ríkisstjórn sem stendur að baki verknaðinum eða vopnaður uppreisnarhópur. Þegar þetta er gert geta mörkin á milli hermanna og hryðjuverkamanna orðið enn óljósari, þar sem hermenn geta unnið hryðjuverk í nafni sinnar ríkisstjórnar.

Oftast kallar orðið hryðjuverkamaður upp í hugann mynd af einhvers konar öfgamanni sem vílar ekki fyrir sér að sprengja saklaust fólk í loft upp fyrir torskilinn málstað. Það kemur því kannski á óvart að í gegnum tíðina hafa flest hryðjuverk hreint ekki verið framin af slíkum öfgamönnum heldur einmitt af hermönnum, lögreglumönnum eða leyniþjónustumönnum sem ríkisstjórnir beita fyrir sig í þeim tilgangi að halda völdum. Sjálft orðið hryðjuverk var einmitt fyrst notað um þær ofbeldisfullu stjórnunaraðferðir sem ógnarstjórn jakobína í Frakklandi beitti á síðustu árum 18. aldar þegar Maximilien de Robespierre sendi andstæðinga sína svo tugþúsundum skipti á höggstokkinn.

Nú á dögum eru orðin hryðjuverk og hryðjuverkamaður þó notuð á nokkuð annan hátt. Algengast er að átt sé við verknaði sem öfgahópar og andspyrnuöfl fremja gegn ríkjandi valdhöfum en hryðjuverk framin af hermönnum í nafni ríkisstjórnar eru kölluð eitthvað annað. Ef um er að ræða hryðjuverk ríkisstjórnar gegn eigin þegnum er oftast talað um mannréttindabrot en ef um er að ræða hryðjuverk ríkisstjórnar gegn þegnum annarra ríkja þá er það gjarnan kallað stríðsglæpir.

Heimildir
  • Burton, Frank, The Politics of Legitimacy: Struggles in a Belfast Community, Routledge and Kegan Paul, London, 1978.
  • Hayes, Bernadette, Sowing Dragon's Teeth: Public Support for Political Violence and Paramilitarism in Northern Ireland, Queen's University of Belfast, 2001.
  • Leach, Graham, South Africa: No Easy Path to Peace, Routledge, London, 1986.
  • Maier, Karl, Into the House of the Ancestors: Inside the New Africa, Wiley, New York, 1998.
  • O’Connor, Fionnuala, In Search of a State: Catholics in Northern Ireland, Blackstaff, Belfast, 1993.
  • Sampson, Anthony, Mandela. The Authorised Biography, HarperCollins, London, 1999.
  • Sluka, Jeffrey A., Hearts and Minds, Water and Fish: Support for the IRA and INLA in a Northern Irish Ghetto, JAI Press, London, 1989.

Myndir:...