Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er stríðsglæpamaður?

Baldur S. Blöndal

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað er stríðsglæpamaður? Hvað þarftu að vera búinn að gera til þess að vera þekktur sem stríðsglæpamaður?

Einfaldast er að svara spurningunni þannig að stríðsglæpamenn eru þeir sem hafa verið sakfelldir fyrir stríðsglæpi af viðurkenndum dómstól. Hér á landi mætti þess vegna vísa til stríðsglæpamanna sem þeirra sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur sakfellt. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn var settur á laggirnar árið 1998 eftir að 120 ríki samþykktu hina svokölluðu Rómarsamþykkt. Íslenska ríkið er eitt af dyggum stuðningsríkjum dómstólsins. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag er þó ekki jafn vinsæll í löndum á borð við Bandaríkin, Kína og Rússland sem hafa kosið að gerast ekki aðildarríki.

Árið 2018 lögfesti Alþingi lög um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði. Þar eru verknaðarlýsingar á hinum ýmsu glæpum og refsingar tiltaldar sem veita dómstólum oftast ráðrúm til að dæma þá sem gerast brotlegir í ævilanga fangelsisvist.

Fyrrum leiðtogar þriðja ríkisins í Nürnberg. 18 af þeim 21 sem sjást á þessari mynd voru sóttir til saka fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.

Stað- og atburðabundnir stríðsglæpadómstólar hafa einnig verið settir á laggirnar í kjölfar hryllilegra atburða. Réttarhöldin í Nürnberg eftir helförina eru dæmi um slíkt. Líklega geta langflestir sammælst um að yfirmenn í þriðja ríkinu hafi verið stríðsglæpamenn, hvort sem réttað hefði verið yfir þeim eða ekki. Í því samhengi má einnig nefna Tókýó-réttarhöldin og ICTR-réttarhöldin í kjölfar þjóðarmorðanna í Rúanda.

Helstu alþjóðlegu réttarheimildir á sviði stríðsglæpa eru Genfarsamningarnir og Rómarsamþykktin 1998.

Mynd:

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

21.7.2021

Spyrjandi

Bríet Dalla

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Hvað er stríðsglæpamaður?“ Vísindavefurinn, 21. júlí 2021, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80512.

Baldur S. Blöndal. (2021, 21. júlí). Hvað er stríðsglæpamaður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80512

Baldur S. Blöndal. „Hvað er stríðsglæpamaður?“ Vísindavefurinn. 21. júl. 2021. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80512>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er stríðsglæpamaður?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað er stríðsglæpamaður? Hvað þarftu að vera búinn að gera til þess að vera þekktur sem stríðsglæpamaður?

Einfaldast er að svara spurningunni þannig að stríðsglæpamenn eru þeir sem hafa verið sakfelldir fyrir stríðsglæpi af viðurkenndum dómstól. Hér á landi mætti þess vegna vísa til stríðsglæpamanna sem þeirra sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur sakfellt. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn var settur á laggirnar árið 1998 eftir að 120 ríki samþykktu hina svokölluðu Rómarsamþykkt. Íslenska ríkið er eitt af dyggum stuðningsríkjum dómstólsins. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag er þó ekki jafn vinsæll í löndum á borð við Bandaríkin, Kína og Rússland sem hafa kosið að gerast ekki aðildarríki.

Árið 2018 lögfesti Alþingi lög um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði. Þar eru verknaðarlýsingar á hinum ýmsu glæpum og refsingar tiltaldar sem veita dómstólum oftast ráðrúm til að dæma þá sem gerast brotlegir í ævilanga fangelsisvist.

Fyrrum leiðtogar þriðja ríkisins í Nürnberg. 18 af þeim 21 sem sjást á þessari mynd voru sóttir til saka fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.

Stað- og atburðabundnir stríðsglæpadómstólar hafa einnig verið settir á laggirnar í kjölfar hryllilegra atburða. Réttarhöldin í Nürnberg eftir helförina eru dæmi um slíkt. Líklega geta langflestir sammælst um að yfirmenn í þriðja ríkinu hafi verið stríðsglæpamenn, hvort sem réttað hefði verið yfir þeim eða ekki. Í því samhengi má einnig nefna Tókýó-réttarhöldin og ICTR-réttarhöldin í kjölfar þjóðarmorðanna í Rúanda.

Helstu alþjóðlegu réttarheimildir á sviði stríðsglæpa eru Genfarsamningarnir og Rómarsamþykktin 1998.

Mynd:...