Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hverjar eru elstu ritheimildir um stríð?

Skúli Sæland

Ítarlegar ritheimildir um stríð birtast fyrst um 2500 f.Kr. hjá Súmerum í Mesópótamíu þar sem nú er Írak. Súmerar voru fyrstir til að þróa skrift þegar þeir mótuðu fleygrúnir um 3500 f.Kr. Oft er talað um vöggu siðmenningar á þessu svæði og þar hófst fyrst öflug borgmenning.

Þegar leitað er svara við spurningunni hvenær fyrstu heimildirnar um stríð hafi verið ritaðar hljótum við að þurfa að spyrja okkur í fyrsta lagi hvers konar stríð er átt við, hvernig er fjallað um ófriðinn og einnig hverjir áttu þar hlut að máli.

Þegar farið er langt aftur í tímann eru heimildir oft brotakenndar og af því leiðir að allar ályktanir sem draga má af þeim eru háðar þeim túlkunum og getgátum sem fræðimenn síðari tíma leggja í þessar heimildir. Það sama á vitaskuld um yngri heimildir, þær þarf að túlka, en þegar fræðimenn hafa aðgang að mörgum heimildum um eitthvert tiltekið efnið eiga þeir hægara um vik að færa rök fyrir túlkun sinni á heimildunum.

Í mjög fornum heimildum eru skilin milli goðsögulegra persóna og raunverulega konunga oft óljós. Þegar heimildir greina frá stríði milli tveggja aðila eru það þá guðir, eru um að ræða tvö borgríki eða eru þetta tveir konungar? Til þess að reyna að svara slíkum spurningum þarf oft að leita uppi aðrar heimildir, svo sem myndir á leirkerum og annað til að sannreyna að uppi hafi verið valdhafar sem gegnt hafi tilvísuðu nafni. Með þessu móti má stundum sjá að viðkomandi konungur hafi ríkt um þetta leyti og þegar við lesum um stríðsafrek hans þá má ætla að um raunverulega atburði hafi verið að ræða.

Fyrsta frásögnin sem ýjar að hernaði er af súmerska prestkonunginum Enmebaragesi sem ríkti yfir borgríkinu Kish um það bil 2750 f.Kr. Konungatal Súmera greinir frá því að hann hafi tekið vopn Elamíta herfangi. Elam var þar sem nú er suðurvesturhluti Írans og þetta stríð hefur verið háð í grennd við borgina Basra. Enmebaragesi er talinn vera fyrsti sögulegi einstaklingurinn í Mesópótamíu og þar sem Súmerar þróuðu fyrstir allra ritletur þá verður vart komist lengra aftur í tímann. Tímabilið fyrir tilkomu ritheimilda er nefnt forsögulegt og um það má lesa í svari Guðmundar Hálfdanarsonar við spurningunni Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann?

Til eru frásagnir af hernaði sem á að hafa geisað fyrr en þær heimildir eru í erfiljóðum sem færð voru í letur síðar en Konungatal Súmera og erfitt er að ákvarða sannleiksgildi þeirra.

Fyrstu markverðu frásögnina af hernaði er aftur á móti að finna á Drekasúlunni (e. Stele of Vultures) sem konungurinn Eannatum lét reisa eftir að hafa sigrað ríkið Umma. Drekasúlan er ekki einungis fyrsta markverða heimildin um hernað heldur er hún ein sú allra merkilegasta sem uppgötvast hefur.

Eannatum ríkti yfir borgríkinu Lagash um 2525-2450 f.Kr. og Drekasúlan er steinblökk sem hann lét reisa til að mikla afrek sín. Á erlendum tungumálum er hún jafnan kennd við hrægamma (e. Stele of Vultures, f. Stéle de Vautours). Er það tilvísun til hræfugla sem kroppa í lík fallinna andstæðinga herja Eannatums. Á Drekasúlunni má sjá tvær myndir á „framhliðinni“og þá þriðju á „bakhliðinni“ sem vísa beinlínis til hernaðar. Á efri myndinni að „framan“ fer konunginn fyrir sex raða fylkingu fótgönguliða sem báru hjálma og skildi og voru vopnaðir spjótum. Á neðri myndinni heldur konungurinn á sigðsverði og er í stríðsvagni sem dráttardýr draga. Enn er hann sýndur fara fyrir mönnum sínum sem nú eru vopnaður spjótum og stríðsöxum. Á „bakhlið“ Drekasúlunnar má svo sjá Ningirsu, verndarguð borgarinnar, berja á óvinum sínum sem hann hefur fangað í net. Umhverfis myndirnar er texti sem greinir frá landamæraerjunum við Umma sem er einnig kunnur af öðrum heimildum.


Drekasúlan sem varðveitt er á Louvre-safninu í París er fyrsta markverða heimildin sem greinir frá hernaði frá árdögum. Brotið efst til vinstri sýnir tvö tilvik þar sem Eannatum leiðir menn sína til sigurs.

Af þessu má ráða að Súmerar gátu barist í vel skipulögðum margra raða herfylkingum um þetta leyti. Slíkt krafðist töluverðs aga og þjálfunar og því hafa konungarnir verið búnir að koma sér upp liði atvinnuhermanna. Með því að skoða það sem er letrað á leirtöflur konungsins Shuruppaks sem var uppi um 2600 f.Kr. sést að hann hefur haldið uppi 6-700 manna herliði sem styður enn frekar að súmersku borgríkin hafi talið mikilvægt að halda uppi reglulegum her á þessum árum og séð honum fyrir vopnum og vistum. Á Drekasúlunni eru því fyrstu mögulegu sannanir fyrir atvinnuhermennsku.

Að auki sýnir Drekasúlan fyrstu sannanir þess að menn hafi notað hjálma í stríði. Í stórum gröfum sem grafnar hafa verið upp í borginni Ur og dagsettar hafa verið um 2500 f.Kr sést að þessir hjálmar hafa verið gerðir úr kopar og voru líklega með leðurhlíf að innan. Með tilkomu hjálmanna fékkst loksins mikilvæg vörn við hættulegasta vopni hermannsins fram til þessa, kylfunni. Í kjölfarið urðu stríðaxir algengasta vopn fótgönguliðans í hernaði. Á Drekasúlunni sést enn fremur fyrsta notkun hjólsins við hernað. Þessir stríðsvagnar hafa líklega ekki verið sérlega hentugir. Þeir hafa verið valtir og klunnalegir og eflaust ekki notaðir í miklum mæli, sennilega aðeins til að flytja herlið og nærvera þeirra hefur getað skelft hermenn andstæðingsins. Síðar meir áttu stríðsvagnarnir þó eftir að verða alls ráðandi á vígvellinum.

Á Drekasúlunni sést enn fremur konungurinn halda á sigðsverði. Löngu síðar áttu þessi sverð eftir að verða aðalvopn herja Egypta og annarra þjóðflokka sem getið er í Biblíunni. Af Drekasúlunni og fleiri vísbendingum má ætla að Súmerar hafi þróað þetta vopn um 2500 f.Kr. Einnig virðist á Drekasúlunni sem hermenn Eannatums séu íklæddir brynjuðum skikkjum. Á skikkjurnar voru líklega festar málmhlífar og því má ætla að með þessu móti hafi hermaðurinn fengið nokkuð góða vörn gagnvart vopnum þessa tíma. Þetta er í raun fyrstu ummerki líkamsverja í hernaði.

Það má sömuleiðis bæta því við að á Drekasúlunni er er að finna fyrstu merki um áróður sem kunnur er í sögunni. Minnismerkinu sem Eannnatum lætur reisa sér og herjum sínum til dýrðar er ætlað að hafa áhrif á þegna hana jafnt sem þegna annarra ríkja og kaupmanna sem komu langt að með vörur sínar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:
  • Bartels, Aaron David: Ancient near eastern warfare, á síðunni: www.usc.edu. Skoðað 4.11.2004.
  • Gabriel, Richard A. & Metz, Karen S.: A short history of war. The Evolution of Warfare and Weapons, Strategic Studies Institute, U.S. Army War College, (Netútgáfa Air War College) á síðunni: www.au.af.mil
  • Opinber vefsíða Louvre-safnsins
  • Drekasúlan. Sótt 4.11.2004.

Höfundur

Skúli Sæland

sagnfræðingur

Útgáfudagur

4.11.2004

Spyrjandi

Bjarni Veigar Wdowiak

Tilvísun

Skúli Sæland. „Hverjar eru elstu ritheimildir um stríð?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2004. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4595.

Skúli Sæland. (2004, 4. nóvember). Hverjar eru elstu ritheimildir um stríð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4595

Skúli Sæland. „Hverjar eru elstu ritheimildir um stríð?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2004. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4595>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru elstu ritheimildir um stríð?
Ítarlegar ritheimildir um stríð birtast fyrst um 2500 f.Kr. hjá Súmerum í Mesópótamíu þar sem nú er Írak. Súmerar voru fyrstir til að þróa skrift þegar þeir mótuðu fleygrúnir um 3500 f.Kr. Oft er talað um vöggu siðmenningar á þessu svæði og þar hófst fyrst öflug borgmenning.

Þegar leitað er svara við spurningunni hvenær fyrstu heimildirnar um stríð hafi verið ritaðar hljótum við að þurfa að spyrja okkur í fyrsta lagi hvers konar stríð er átt við, hvernig er fjallað um ófriðinn og einnig hverjir áttu þar hlut að máli.

Þegar farið er langt aftur í tímann eru heimildir oft brotakenndar og af því leiðir að allar ályktanir sem draga má af þeim eru háðar þeim túlkunum og getgátum sem fræðimenn síðari tíma leggja í þessar heimildir. Það sama á vitaskuld um yngri heimildir, þær þarf að túlka, en þegar fræðimenn hafa aðgang að mörgum heimildum um eitthvert tiltekið efnið eiga þeir hægara um vik að færa rök fyrir túlkun sinni á heimildunum.

Í mjög fornum heimildum eru skilin milli goðsögulegra persóna og raunverulega konunga oft óljós. Þegar heimildir greina frá stríði milli tveggja aðila eru það þá guðir, eru um að ræða tvö borgríki eða eru þetta tveir konungar? Til þess að reyna að svara slíkum spurningum þarf oft að leita uppi aðrar heimildir, svo sem myndir á leirkerum og annað til að sannreyna að uppi hafi verið valdhafar sem gegnt hafi tilvísuðu nafni. Með þessu móti má stundum sjá að viðkomandi konungur hafi ríkt um þetta leyti og þegar við lesum um stríðsafrek hans þá má ætla að um raunverulega atburði hafi verið að ræða.

Fyrsta frásögnin sem ýjar að hernaði er af súmerska prestkonunginum Enmebaragesi sem ríkti yfir borgríkinu Kish um það bil 2750 f.Kr. Konungatal Súmera greinir frá því að hann hafi tekið vopn Elamíta herfangi. Elam var þar sem nú er suðurvesturhluti Írans og þetta stríð hefur verið háð í grennd við borgina Basra. Enmebaragesi er talinn vera fyrsti sögulegi einstaklingurinn í Mesópótamíu og þar sem Súmerar þróuðu fyrstir allra ritletur þá verður vart komist lengra aftur í tímann. Tímabilið fyrir tilkomu ritheimilda er nefnt forsögulegt og um það má lesa í svari Guðmundar Hálfdanarsonar við spurningunni Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann?

Til eru frásagnir af hernaði sem á að hafa geisað fyrr en þær heimildir eru í erfiljóðum sem færð voru í letur síðar en Konungatal Súmera og erfitt er að ákvarða sannleiksgildi þeirra.

Fyrstu markverðu frásögnina af hernaði er aftur á móti að finna á Drekasúlunni (e. Stele of Vultures) sem konungurinn Eannatum lét reisa eftir að hafa sigrað ríkið Umma. Drekasúlan er ekki einungis fyrsta markverða heimildin um hernað heldur er hún ein sú allra merkilegasta sem uppgötvast hefur.

Eannatum ríkti yfir borgríkinu Lagash um 2525-2450 f.Kr. og Drekasúlan er steinblökk sem hann lét reisa til að mikla afrek sín. Á erlendum tungumálum er hún jafnan kennd við hrægamma (e. Stele of Vultures, f. Stéle de Vautours). Er það tilvísun til hræfugla sem kroppa í lík fallinna andstæðinga herja Eannatums. Á Drekasúlunni má sjá tvær myndir á „framhliðinni“og þá þriðju á „bakhliðinni“ sem vísa beinlínis til hernaðar. Á efri myndinni að „framan“ fer konunginn fyrir sex raða fylkingu fótgönguliða sem báru hjálma og skildi og voru vopnaðir spjótum. Á neðri myndinni heldur konungurinn á sigðsverði og er í stríðsvagni sem dráttardýr draga. Enn er hann sýndur fara fyrir mönnum sínum sem nú eru vopnaður spjótum og stríðsöxum. Á „bakhlið“ Drekasúlunnar má svo sjá Ningirsu, verndarguð borgarinnar, berja á óvinum sínum sem hann hefur fangað í net. Umhverfis myndirnar er texti sem greinir frá landamæraerjunum við Umma sem er einnig kunnur af öðrum heimildum.


Drekasúlan sem varðveitt er á Louvre-safninu í París er fyrsta markverða heimildin sem greinir frá hernaði frá árdögum. Brotið efst til vinstri sýnir tvö tilvik þar sem Eannatum leiðir menn sína til sigurs.

Af þessu má ráða að Súmerar gátu barist í vel skipulögðum margra raða herfylkingum um þetta leyti. Slíkt krafðist töluverðs aga og þjálfunar og því hafa konungarnir verið búnir að koma sér upp liði atvinnuhermanna. Með því að skoða það sem er letrað á leirtöflur konungsins Shuruppaks sem var uppi um 2600 f.Kr. sést að hann hefur haldið uppi 6-700 manna herliði sem styður enn frekar að súmersku borgríkin hafi talið mikilvægt að halda uppi reglulegum her á þessum árum og séð honum fyrir vopnum og vistum. Á Drekasúlunni eru því fyrstu mögulegu sannanir fyrir atvinnuhermennsku.

Að auki sýnir Drekasúlan fyrstu sannanir þess að menn hafi notað hjálma í stríði. Í stórum gröfum sem grafnar hafa verið upp í borginni Ur og dagsettar hafa verið um 2500 f.Kr sést að þessir hjálmar hafa verið gerðir úr kopar og voru líklega með leðurhlíf að innan. Með tilkomu hjálmanna fékkst loksins mikilvæg vörn við hættulegasta vopni hermannsins fram til þessa, kylfunni. Í kjölfarið urðu stríðaxir algengasta vopn fótgönguliðans í hernaði. Á Drekasúlunni sést enn fremur fyrsta notkun hjólsins við hernað. Þessir stríðsvagnar hafa líklega ekki verið sérlega hentugir. Þeir hafa verið valtir og klunnalegir og eflaust ekki notaðir í miklum mæli, sennilega aðeins til að flytja herlið og nærvera þeirra hefur getað skelft hermenn andstæðingsins. Síðar meir áttu stríðsvagnarnir þó eftir að verða alls ráðandi á vígvellinum.

Á Drekasúlunni sést enn fremur konungurinn halda á sigðsverði. Löngu síðar áttu þessi sverð eftir að verða aðalvopn herja Egypta og annarra þjóðflokka sem getið er í Biblíunni. Af Drekasúlunni og fleiri vísbendingum má ætla að Súmerar hafi þróað þetta vopn um 2500 f.Kr. Einnig virðist á Drekasúlunni sem hermenn Eannatums séu íklæddir brynjuðum skikkjum. Á skikkjurnar voru líklega festar málmhlífar og því má ætla að með þessu móti hafi hermaðurinn fengið nokkuð góða vörn gagnvart vopnum þessa tíma. Þetta er í raun fyrstu ummerki líkamsverja í hernaði.

Það má sömuleiðis bæta því við að á Drekasúlunni er er að finna fyrstu merki um áróður sem kunnur er í sögunni. Minnismerkinu sem Eannnatum lætur reisa sér og herjum sínum til dýrðar er ætlað að hafa áhrif á þegna hana jafnt sem þegna annarra ríkja og kaupmanna sem komu langt að með vörur sínar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:
  • Bartels, Aaron David: Ancient near eastern warfare, á síðunni: www.usc.edu. Skoðað 4.11.2004.
  • Gabriel, Richard A. & Metz, Karen S.: A short history of war. The Evolution of Warfare and Weapons, Strategic Studies Institute, U.S. Army War College, (Netútgáfa Air War College) á síðunni: www.au.af.mil
  • Opinber vefsíða Louvre-safnsins
  • Drekasúlan. Sótt 4.11.2004.
...