Sólin Sólin Rís 03:43 • sest 23:08 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:44 • Síðdegis: 19:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 12:50 í Reykjavík

Hverjir eru raunverulega vondu kallarnir í Sýrlandi og um hvað snúast átökin þar?

Magnús Þorkell Bernharðsson

Í Sýrlandsstríðinu eru engir „vondir“ eða „góðir“ kallar. Átökin í Sýrlandi, sem byrjuðu árið 2011, hafa lengi verið á því stigi og eru þess eðlis að það er ekki lengur hægt að gera skýran greinarmun á hvar skilin á milli góðs og ills liggja. Þetta er ekki svart/hvítt stríð heldur hafa þessi átök verið á mörgum gráum svæðum. Í þessu allsherjarstríði hafa almennar nútímareglur um hernað fokið út í veður og vind. Það skiptir ekki máli hvaða hugmyndafræði stríðsaðilar hafa eða hvort þeir hafa stuðning Vesturlanda, nánast allir sem taka þátt í þessum átökum eru sekir um stríðsglæpi eða hafa beitt hrottalegum og ómanneskjulegum aðgerðum gegn venjulegum borgurum. Einu „góðu kallarnir“ í þessu stríði eru því venjulegt fólk sem stundar ekki hernað og reynir að lifa af. Margir hafa flúið eða reynt að flýja þetta hörmulega ástand. Raunverulegu „vondu kallarnir“ í Sýrlandi eru því allir þeir sem hafa beitt saklausa borgara ofbeldi.

Átökin í Sýrlandi snúast fyrst og fremst um pólitíska framtíð Sýrlands. Það má segja að átökin séu tvenns konar. Annars vegar er þetta dæmigerð borgarastyrjöld þar sem innlendir aðilar herja á hverja aðra af trúarlegum, etnískum, eða hugmyndafræðilegum ástæðum. Hins vegar er þetta klassískt staðgöngustríð (e. proxy war) þar sem ýmis erlend ríki og stórveldi blanda sér í átökin, fyrst og fremst af öðrum pólítískum ástæðum sem hafa lítið sem ekkert með Sýrland að gera. Með beinum og óbeinum aðgerðum stuðla þessir erlendu aðilar að því að tryggja efnhagslega hagsmuni og pólitíska stöðu sína í Vestur-Asíu. Þeir lita svo á að Sýrlandsstríðið sé ákveðinn vendipunktur þar sem útkoman gæti endurskilgreint landamæri og valdahlutföll Mið-Austurlanda. Staðan í Sýrlandi er orðin vægast sagt mjög flókin. Bandalög og fylkingar eru sífellt að breytast. Hraðinn á þessum breytingum er gífurlegur. Vegna þess hversu eldfimt og ofbeldisfullt ástandið hefur verið, er nánast ómögulegt að fá áreiðanlegar og haldbærar upplýsingar um hvað raunverulega gangi á.

Frá mótmælum gegn Sýrlandsstjórn í Baniyas í apríl 2011.

En í grófum dráttum er staðan þessi: Borgarastyrjöldin snýst um hvort núverandi ríkisstjórn Bashars al-Assads sitji áfram við stjórnvölinn í Damaskus. Assad-fjölskyldan tilheyrir minnihlutahópi alavíta en alavítar eru afsprengi sjítamúslima. Fjölskyldan hefur verið í forystuhlutverki í Sýrlandi síðan 1971. Bashar al-Assad varð forseti árið 2000. Í upphafi árs 2011 hófst hið svokallaða arabíska vor víða í Mið-Austurlöndum. Nokkrir táningsstrákar tóku sig til og krotuðu algeng slagorð arabíska vorsins á lögreglustöðina í bænum Deraa. Lögreglan handtók þá og fangelsaði og þeir máttu þola pyntingar.

Aðstandendur strákanna hófu að mótmæla þessum harðneskjulegu aðgerðum stjórnvalda. Ríkisstjórn Assads brást ókvæða við þessum mótmælum. Herinn var kallaður út og nokkrir mótmælendur létust. Tónninn var settur. Úr þessu jókst ofbeldisstig mótmælanna og brátt áttu sér stað mótmæli gegn ríkistjórninni víða um land. Fyrr en varði þróuðust mótmælin í borgarastyrjöld þar sem hersveitir ríkisstjórnarinnar börðust gegn ólíkum hópum stjórnarandstöðunnar. Þess má geta að allar götur síðan 1971 hefur stjórn Assads-fjölskyldunnar beitt harðneskjulegum aðferðum til að koma í veg fyrir þróun eðlilegrar stjórnarandstöðu og brotið gegn mannréttindum eigin borgara.

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, áttu fund í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í október 2015 til að ræða ástandið í Sýrlandi.

Þegar borgarastyrjöldin skall á voru þeir aðilar sem börðust gegn ríkistjórninni mjög ólíkir innbyrðis og höfðu ekki mikla reynslu af samstarfi, auk þess að eiga ólíkra hagsmuna að gæta. Mörg erlend ríki, svo sem Bandaríkin, Tyrkland og hin ýmsu ríki við Persaflóa, svo sem Katar, studdu þessa stjórnarandstöðu með ráðum og dáð enda vildu þau gjarnan bola Assad-stjórninni frá. Þeir sem börðust gegn ríkisstjórninni voru til dæmis ýmsar hreyfingar Kúrda, hinn svokallaði frjálsi sýrlenski her og svo ýmsar hreyfingar jíhadista, þar á meðal liðsmenn hins svokallaða Íslamska ríkis (ISIS eða Da´esh). Hins vegar studdu Rússland og Íran Assad-stjórnina enda áttu þessi ríki góð og náin tengsl við ríkisstjórnina í fjölmörg ár. Sömuleiðis voru liðsmenn Hizbollah-samtakanna í Líbanon dyggir stuðningsmenn Sýrlandsstjórnar en liðsmenn samtakanna eru sjítamúslimar.

Á síðustu misserum hafa svo Tyrkir skipt um lið og styðja nú ríkisstjórn Assads. Þeir sem styðja Assad-stjórnina vilja að sjálfsögðu að þessi ríkistjórn haldi áfram að vera við stjórnvölinn í Sýrlandi. Fyrir Rússa eru Sýrlendingar mikilvægir bandamenn í Vestur-Asíu, Íran og Hizbollah-samtökin vilja gjarnan tryggja að sjítastjórn sitji áfram við völd og Tyrkir meta það sem svo að hún sé líklegust til að koma í veg fyrir sjálfstæðistilburði Kúrda. Nýlega hafa svo Bandaríkjamenn einnig verið Assad-stjórninni innan handar þar sem Bandaríkjastjórn lítur svo á að ríkisstjórn Sýrlands sé öflugur andstæðingur Íslamska ríkisins. Fyrir Bandaríkjamenn eru því óvinir óvinarins vinir og í þessu tilfelli er það Sýrlandsstjórnin.

Eyðileggingin í Sýrlandi er víða mikil.

Á fyrstu árum stríðsins í Sýrlandi virtist eins og dagar Assads-stjórnarinnar væru taldir. En á síðasta ári hefur staða þeirra skánað og þeir hafa unnið nokkra sigra að undanförnu. Sýrlandsstjórnin hefur nú umráð yfir stærstu borgum Sýrlands en á enn langt í land að ná fullnaðarsigri. Óttast margir að það muni líða töluverður tími þangað til að ófriðaröldurnar fara að lægja í Sýrlandi og að enn sé langt í land þangað til að friður og ró ríki í þessu merka og forna menningarríki.

Myndir:

Höfundur

Magnús Þorkell Bernharðsson

prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College, Massachussets

Útgáfudagur

27.3.2017

Spyrjandi

Elmar Ingi Kristjánsson

Tilvísun

Magnús Þorkell Bernharðsson. „Hverjir eru raunverulega vondu kallarnir í Sýrlandi og um hvað snúast átökin þar?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2017. Sótt 24. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73220.

Magnús Þorkell Bernharðsson. (2017, 27. mars). Hverjir eru raunverulega vondu kallarnir í Sýrlandi og um hvað snúast átökin þar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73220

Magnús Þorkell Bernharðsson. „Hverjir eru raunverulega vondu kallarnir í Sýrlandi og um hvað snúast átökin þar?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2017. Vefsíða. 24. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73220>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjir eru raunverulega vondu kallarnir í Sýrlandi og um hvað snúast átökin þar?
Í Sýrlandsstríðinu eru engir „vondir“ eða „góðir“ kallar. Átökin í Sýrlandi, sem byrjuðu árið 2011, hafa lengi verið á því stigi og eru þess eðlis að það er ekki lengur hægt að gera skýran greinarmun á hvar skilin á milli góðs og ills liggja. Þetta er ekki svart/hvítt stríð heldur hafa þessi átök verið á mörgum gráum svæðum. Í þessu allsherjarstríði hafa almennar nútímareglur um hernað fokið út í veður og vind. Það skiptir ekki máli hvaða hugmyndafræði stríðsaðilar hafa eða hvort þeir hafa stuðning Vesturlanda, nánast allir sem taka þátt í þessum átökum eru sekir um stríðsglæpi eða hafa beitt hrottalegum og ómanneskjulegum aðgerðum gegn venjulegum borgurum. Einu „góðu kallarnir“ í þessu stríði eru því venjulegt fólk sem stundar ekki hernað og reynir að lifa af. Margir hafa flúið eða reynt að flýja þetta hörmulega ástand. Raunverulegu „vondu kallarnir“ í Sýrlandi eru því allir þeir sem hafa beitt saklausa borgara ofbeldi.

Átökin í Sýrlandi snúast fyrst og fremst um pólitíska framtíð Sýrlands. Það má segja að átökin séu tvenns konar. Annars vegar er þetta dæmigerð borgarastyrjöld þar sem innlendir aðilar herja á hverja aðra af trúarlegum, etnískum, eða hugmyndafræðilegum ástæðum. Hins vegar er þetta klassískt staðgöngustríð (e. proxy war) þar sem ýmis erlend ríki og stórveldi blanda sér í átökin, fyrst og fremst af öðrum pólítískum ástæðum sem hafa lítið sem ekkert með Sýrland að gera. Með beinum og óbeinum aðgerðum stuðla þessir erlendu aðilar að því að tryggja efnhagslega hagsmuni og pólitíska stöðu sína í Vestur-Asíu. Þeir lita svo á að Sýrlandsstríðið sé ákveðinn vendipunktur þar sem útkoman gæti endurskilgreint landamæri og valdahlutföll Mið-Austurlanda. Staðan í Sýrlandi er orðin vægast sagt mjög flókin. Bandalög og fylkingar eru sífellt að breytast. Hraðinn á þessum breytingum er gífurlegur. Vegna þess hversu eldfimt og ofbeldisfullt ástandið hefur verið, er nánast ómögulegt að fá áreiðanlegar og haldbærar upplýsingar um hvað raunverulega gangi á.

Frá mótmælum gegn Sýrlandsstjórn í Baniyas í apríl 2011.

En í grófum dráttum er staðan þessi: Borgarastyrjöldin snýst um hvort núverandi ríkisstjórn Bashars al-Assads sitji áfram við stjórnvölinn í Damaskus. Assad-fjölskyldan tilheyrir minnihlutahópi alavíta en alavítar eru afsprengi sjítamúslima. Fjölskyldan hefur verið í forystuhlutverki í Sýrlandi síðan 1971. Bashar al-Assad varð forseti árið 2000. Í upphafi árs 2011 hófst hið svokallaða arabíska vor víða í Mið-Austurlöndum. Nokkrir táningsstrákar tóku sig til og krotuðu algeng slagorð arabíska vorsins á lögreglustöðina í bænum Deraa. Lögreglan handtók þá og fangelsaði og þeir máttu þola pyntingar.

Aðstandendur strákanna hófu að mótmæla þessum harðneskjulegu aðgerðum stjórnvalda. Ríkisstjórn Assads brást ókvæða við þessum mótmælum. Herinn var kallaður út og nokkrir mótmælendur létust. Tónninn var settur. Úr þessu jókst ofbeldisstig mótmælanna og brátt áttu sér stað mótmæli gegn ríkistjórninni víða um land. Fyrr en varði þróuðust mótmælin í borgarastyrjöld þar sem hersveitir ríkisstjórnarinnar börðust gegn ólíkum hópum stjórnarandstöðunnar. Þess má geta að allar götur síðan 1971 hefur stjórn Assads-fjölskyldunnar beitt harðneskjulegum aðferðum til að koma í veg fyrir þróun eðlilegrar stjórnarandstöðu og brotið gegn mannréttindum eigin borgara.

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, áttu fund í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í október 2015 til að ræða ástandið í Sýrlandi.

Þegar borgarastyrjöldin skall á voru þeir aðilar sem börðust gegn ríkistjórninni mjög ólíkir innbyrðis og höfðu ekki mikla reynslu af samstarfi, auk þess að eiga ólíkra hagsmuna að gæta. Mörg erlend ríki, svo sem Bandaríkin, Tyrkland og hin ýmsu ríki við Persaflóa, svo sem Katar, studdu þessa stjórnarandstöðu með ráðum og dáð enda vildu þau gjarnan bola Assad-stjórninni frá. Þeir sem börðust gegn ríkisstjórninni voru til dæmis ýmsar hreyfingar Kúrda, hinn svokallaði frjálsi sýrlenski her og svo ýmsar hreyfingar jíhadista, þar á meðal liðsmenn hins svokallaða Íslamska ríkis (ISIS eða Da´esh). Hins vegar studdu Rússland og Íran Assad-stjórnina enda áttu þessi ríki góð og náin tengsl við ríkisstjórnina í fjölmörg ár. Sömuleiðis voru liðsmenn Hizbollah-samtakanna í Líbanon dyggir stuðningsmenn Sýrlandsstjórnar en liðsmenn samtakanna eru sjítamúslimar.

Á síðustu misserum hafa svo Tyrkir skipt um lið og styðja nú ríkisstjórn Assads. Þeir sem styðja Assad-stjórnina vilja að sjálfsögðu að þessi ríkistjórn haldi áfram að vera við stjórnvölinn í Sýrlandi. Fyrir Rússa eru Sýrlendingar mikilvægir bandamenn í Vestur-Asíu, Íran og Hizbollah-samtökin vilja gjarnan tryggja að sjítastjórn sitji áfram við völd og Tyrkir meta það sem svo að hún sé líklegust til að koma í veg fyrir sjálfstæðistilburði Kúrda. Nýlega hafa svo Bandaríkjamenn einnig verið Assad-stjórninni innan handar þar sem Bandaríkjastjórn lítur svo á að ríkisstjórn Sýrlands sé öflugur andstæðingur Íslamska ríkisins. Fyrir Bandaríkjamenn eru því óvinir óvinarins vinir og í þessu tilfelli er það Sýrlandsstjórnin.

Eyðileggingin í Sýrlandi er víða mikil.

Á fyrstu árum stríðsins í Sýrlandi virtist eins og dagar Assads-stjórnarinnar væru taldir. En á síðasta ári hefur staða þeirra skánað og þeir hafa unnið nokkra sigra að undanförnu. Sýrlandsstjórnin hefur nú umráð yfir stærstu borgum Sýrlands en á enn langt í land að ná fullnaðarsigri. Óttast margir að það muni líða töluverður tími þangað til að ófriðaröldurnar fara að lægja í Sýrlandi og að enn sé langt í land þangað til að friður og ró ríki í þessu merka og forna menningarríki.

Myndir:

...