Sólin Sólin Rís 03:26 • sest 23:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:21 • Sest 11:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:37 • Síðdegis: 17:48 í Reykjavík

Hvað er ISIS?

Magnús Þorkell Bernharðsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað er ISIS, hver eru markmið þeirra og af hverju?

ISIS (skammstöfun á enska heitinu Islamic State in Iraq and Syria eða Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi) eru tiltölulega ný samtök sem starfa fyrst og fremst í Írak og Sýrlandi eins og nafnið gefur til kynna. Þau eru þó einnig talin vera ábyrg fyrir hryðjuverkum víðar, svo sem í Egyptalandi, Líbanon og í París. Tilurð þessara samtaka má einkum rekja til fimm þátta sem útskýra hvað ISIS er, hver markmið þeirra eru og af hverju.

Í fyrsta lagi má rekja uppgang ISIS til innrásarinnar í Írak 2003 og hernámsins sem fylgdi í kjölfarið. Eitt af því fyrsta sem innrásaraðilarnir gerðu var að leggja niður stóran hluta íraska hersins. Fjölmargir Írakar, sérstaklega súnní-arabar sem voru nátengdir ríkisstjórn Saddam Husseins, voru afar óánægðir með þessa ákvörðun og þar af leiðandi ákveðnir í því að berjast gegn Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra. Þessir aðilar herjuðu fyrst á hernámsliðið í Írak en færðu svo út kvíarnar til Sýrlands. Langflestir af forystumönnum ISIS eru fyrrverandi meðlimir íraska hersins.

Meðlimir í ISIS í Írak. Langflestir af forystumönnum ISIS eru fyrrverandi meðlimir íraska hersins.

Í öðru lagi náði ISIS að skjóta rótum í Sýrlandi eftir að arabíska vorið braust út 2011 og sýrlenskir stjórnarandstæðingur hófu vopnaða uppreisn gegn Sýrlandsstjórn undir forystu Bashar al-Assad. Í fyrstu fengu margvíslegir stjórnarandstöðuhópar fjárhagslegan stuðning og vopn frá Vesturlöndum og ýmsum ríkjum við Persaflóann. En í þessu allsherjarstríði hefur ISIS náð að nýta sér stjórnleysið og óvinsældir stjórnar Al-Assads til að ná völdum í stórum hluta Sýrlands, sérstaklega í vestur- og norðurhluta landsins.

Í þriðja lagi er ISIS afsprengi nýfasisma 21. aldar. Víða um heim, og sérstaklega í Evrópu, hafa komið fram róttækir, öfgafullir hægri flokkar sem byggja á útlendinga- og gyðingahatri, íslamófóbíu og kynþáttafordómum sem halda uppi hreinræktaðri þjóðernishyggju. Þessir aðilar vilja hreinsa þjóðina af óæskilegum erlendum áhrifum og einstaklingum. ISIS tengist þessari bylgju, og er að einhverju leyti viðbrögð við henni, því félagar í samtökunum telja sig vera verndara súnní-araba. Þeir vilja einmitt drepa eða hrekja úr landi óæskilega aðila sem passa ekki inn í þjóðernis- og rétttrúnaðarhugmyndir þeirra. Þess vegna hafa þeir ráðist á kristna araba, Kúrda, Túrkmena, Jasída, og sjíta-araba. ISIS-liðar vilja hreinræktað einsleitt ríki og hafa óbeit á þeirri fjölmenningu og fjölmenningarríki sem hefur einmitt einkennt Sýrland og Írak í um 1000 ár.

Jasídar ásamt bandarískum hjálparstarfsmanni. Síðla árs 2014 leituðu tugþúsundir Jasída skjóls á fjallinu Sinjar í norðvesturhluta Íraks vegna ofsókna ISIS-liða.

Í fjórða lagi eru ISIS samtökin möguleg vegna upplýsingabyltingu 21. aldar. Samtökin hafa nýtt sér samfélagsmiðla og upplýsingatækni sér og sínum málstað til framdráttar. Það hefur aukið hróður þeirra og gert þeim auðveldara að laða til sín nýja félagsmenn. Hrottalegum og áhrifaríkum myndböndum hefur verið dreift á Netinu í áróðurskyni. Einnig eru ISIS-menn einkar öflugir í að nýta sér margvíslegar spjallrásir til að sannfæra hina óánægðu ungu kynslóð um að þeir séu að berjast í þeirra þágu og að ISIS veiti þeim ákveðinn tilgang í lífinu. ISIS nýtir sér þessa upplýsingatækni til að koma á framfæri þeirra vörumerki sem er róttæk og annarleg túlkun þeirra á íslam.

Í fimmta lagi eru ISIS-samtökin enn ein róttæk túlkunin á jihad og nauðsyn þess að heyja vopnaða baráttu til að koma á hinu réttláta ríki. Lokatakmarkmið er endurreisn kalífadæmisins, en það embætti var lagt niður á millistríðsárunum. ISIS-menn vilja endurvekja kalífadæmið í Sýrlandi og Írak. Í framsetningu þeirra verður þetta alræðisríki sem er byggt á túlkun þeirra á klassískum sjaríalögum íslams, sérstaklega í einkamálum, fjölskyldulöggjöf og refsirétti. Að mörgu leyti líkist þetta hugmyndafræði al-Qaeda-samtakanna. Munurinn er þó þá að al-Qaeda vildi heyja alheimsbaráttu sem næði til sem flestra múslima óháð þjóðerni, en ISIS-menn hafa mun þrengra markmið. Þeir vilja fyrirmyndaríki á tilteknum stað fyrir tiltekna einstaklinga. Allt það sem hefur komið frá forystumönnum þessara samtaka í ræðu og riti sýnir að þessir aðilar eru að misnota trúna til að ná fram pólitískum markmiðum frekar en að misnota stjórnmálastarfsemi til að fá fram trúarlegum markmiðum.

Þar sem ISIS á rætur í borgarastyrjöldinni í Írak og Sýrlandi er það einmitt í stríðsástandi þar sem málstaður þeirra fær hvað mestan hljómgrunn. Þeir lofsyngja ákveðinn tilgang í þessu lífi og eilíft líf í því næsta. Þessi barátta gengur þó ekki sérstaklega vel í Sýrlandi þar sem komin er upp pattstaða og að sumu leyti eru ISIS-menn farnir að tapa stríðinu þar. Mikil örvænting hefur þess vegna gripið um sig meðal forystumanna ISIS. Þess vegna hafa þeir hvatt til eða hjálpað við hryðjuverkastarfsemi annars staðar, svo sem í Frakklandi. Í þeirra augum hjálpar það við baráttuna nær að heyja baráttu fjær. Þessar umfangsmiklu hryðjuverkaaðgerðir fjær vekja athygli á baráttunni heima fyrir. Þær eru hluti af áróðursherferð ISIS og leið til að fá fleiri nýja liðsmenn.

ISIS eru því nútímaleg fasísk þjóðernishreyfing sem í gegnum jihad og samfélagsmiðla vill koma á alræðiskalífadæmi í Sýrlandi og Írak.

Myndir:

Höfundur

Magnús Þorkell Bernharðsson

prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College, Massachussets

Útgáfudagur

27.11.2015

Spyrjandi

Ísak Þór Björgvinsson

Tilvísun

Magnús Þorkell Bernharðsson. „Hvað er ISIS?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2015. Sótt 30. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70556.

Magnús Þorkell Bernharðsson. (2015, 27. nóvember). Hvað er ISIS? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70556

Magnús Þorkell Bernharðsson. „Hvað er ISIS?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2015. Vefsíða. 30. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70556>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er ISIS?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvað er ISIS, hver eru markmið þeirra og af hverju?

ISIS (skammstöfun á enska heitinu Islamic State in Iraq and Syria eða Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi) eru tiltölulega ný samtök sem starfa fyrst og fremst í Írak og Sýrlandi eins og nafnið gefur til kynna. Þau eru þó einnig talin vera ábyrg fyrir hryðjuverkum víðar, svo sem í Egyptalandi, Líbanon og í París. Tilurð þessara samtaka má einkum rekja til fimm þátta sem útskýra hvað ISIS er, hver markmið þeirra eru og af hverju.

Í fyrsta lagi má rekja uppgang ISIS til innrásarinnar í Írak 2003 og hernámsins sem fylgdi í kjölfarið. Eitt af því fyrsta sem innrásaraðilarnir gerðu var að leggja niður stóran hluta íraska hersins. Fjölmargir Írakar, sérstaklega súnní-arabar sem voru nátengdir ríkisstjórn Saddam Husseins, voru afar óánægðir með þessa ákvörðun og þar af leiðandi ákveðnir í því að berjast gegn Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra. Þessir aðilar herjuðu fyrst á hernámsliðið í Írak en færðu svo út kvíarnar til Sýrlands. Langflestir af forystumönnum ISIS eru fyrrverandi meðlimir íraska hersins.

Meðlimir í ISIS í Írak. Langflestir af forystumönnum ISIS eru fyrrverandi meðlimir íraska hersins.

Í öðru lagi náði ISIS að skjóta rótum í Sýrlandi eftir að arabíska vorið braust út 2011 og sýrlenskir stjórnarandstæðingur hófu vopnaða uppreisn gegn Sýrlandsstjórn undir forystu Bashar al-Assad. Í fyrstu fengu margvíslegir stjórnarandstöðuhópar fjárhagslegan stuðning og vopn frá Vesturlöndum og ýmsum ríkjum við Persaflóann. En í þessu allsherjarstríði hefur ISIS náð að nýta sér stjórnleysið og óvinsældir stjórnar Al-Assads til að ná völdum í stórum hluta Sýrlands, sérstaklega í vestur- og norðurhluta landsins.

Í þriðja lagi er ISIS afsprengi nýfasisma 21. aldar. Víða um heim, og sérstaklega í Evrópu, hafa komið fram róttækir, öfgafullir hægri flokkar sem byggja á útlendinga- og gyðingahatri, íslamófóbíu og kynþáttafordómum sem halda uppi hreinræktaðri þjóðernishyggju. Þessir aðilar vilja hreinsa þjóðina af óæskilegum erlendum áhrifum og einstaklingum. ISIS tengist þessari bylgju, og er að einhverju leyti viðbrögð við henni, því félagar í samtökunum telja sig vera verndara súnní-araba. Þeir vilja einmitt drepa eða hrekja úr landi óæskilega aðila sem passa ekki inn í þjóðernis- og rétttrúnaðarhugmyndir þeirra. Þess vegna hafa þeir ráðist á kristna araba, Kúrda, Túrkmena, Jasída, og sjíta-araba. ISIS-liðar vilja hreinræktað einsleitt ríki og hafa óbeit á þeirri fjölmenningu og fjölmenningarríki sem hefur einmitt einkennt Sýrland og Írak í um 1000 ár.

Jasídar ásamt bandarískum hjálparstarfsmanni. Síðla árs 2014 leituðu tugþúsundir Jasída skjóls á fjallinu Sinjar í norðvesturhluta Íraks vegna ofsókna ISIS-liða.

Í fjórða lagi eru ISIS samtökin möguleg vegna upplýsingabyltingu 21. aldar. Samtökin hafa nýtt sér samfélagsmiðla og upplýsingatækni sér og sínum málstað til framdráttar. Það hefur aukið hróður þeirra og gert þeim auðveldara að laða til sín nýja félagsmenn. Hrottalegum og áhrifaríkum myndböndum hefur verið dreift á Netinu í áróðurskyni. Einnig eru ISIS-menn einkar öflugir í að nýta sér margvíslegar spjallrásir til að sannfæra hina óánægðu ungu kynslóð um að þeir séu að berjast í þeirra þágu og að ISIS veiti þeim ákveðinn tilgang í lífinu. ISIS nýtir sér þessa upplýsingatækni til að koma á framfæri þeirra vörumerki sem er róttæk og annarleg túlkun þeirra á íslam.

Í fimmta lagi eru ISIS-samtökin enn ein róttæk túlkunin á jihad og nauðsyn þess að heyja vopnaða baráttu til að koma á hinu réttláta ríki. Lokatakmarkmið er endurreisn kalífadæmisins, en það embætti var lagt niður á millistríðsárunum. ISIS-menn vilja endurvekja kalífadæmið í Sýrlandi og Írak. Í framsetningu þeirra verður þetta alræðisríki sem er byggt á túlkun þeirra á klassískum sjaríalögum íslams, sérstaklega í einkamálum, fjölskyldulöggjöf og refsirétti. Að mörgu leyti líkist þetta hugmyndafræði al-Qaeda-samtakanna. Munurinn er þó þá að al-Qaeda vildi heyja alheimsbaráttu sem næði til sem flestra múslima óháð þjóðerni, en ISIS-menn hafa mun þrengra markmið. Þeir vilja fyrirmyndaríki á tilteknum stað fyrir tiltekna einstaklinga. Allt það sem hefur komið frá forystumönnum þessara samtaka í ræðu og riti sýnir að þessir aðilar eru að misnota trúna til að ná fram pólitískum markmiðum frekar en að misnota stjórnmálastarfsemi til að fá fram trúarlegum markmiðum.

Þar sem ISIS á rætur í borgarastyrjöldinni í Írak og Sýrlandi er það einmitt í stríðsástandi þar sem málstaður þeirra fær hvað mestan hljómgrunn. Þeir lofsyngja ákveðinn tilgang í þessu lífi og eilíft líf í því næsta. Þessi barátta gengur þó ekki sérstaklega vel í Sýrlandi þar sem komin er upp pattstaða og að sumu leyti eru ISIS-menn farnir að tapa stríðinu þar. Mikil örvænting hefur þess vegna gripið um sig meðal forystumanna ISIS. Þess vegna hafa þeir hvatt til eða hjálpað við hryðjuverkastarfsemi annars staðar, svo sem í Frakklandi. Í þeirra augum hjálpar það við baráttuna nær að heyja baráttu fjær. Þessar umfangsmiklu hryðjuverkaaðgerðir fjær vekja athygli á baráttunni heima fyrir. Þær eru hluti af áróðursherferð ISIS og leið til að fá fleiri nýja liðsmenn.

ISIS eru því nútímaleg fasísk þjóðernishreyfing sem í gegnum jihad og samfélagsmiðla vill koma á alræðiskalífadæmi í Sýrlandi og Írak.

Myndir:

...