Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 02:26 • Sest 04:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:54 • Síðdegis: 13:57 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um Osama bin Laden?

Sævar Helgi Bragason

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:

  • Hvað er Osama bin Laden gamall? (Hrefna)
  • Hvað þýðir al-Qaeda? (Ingi Eggert)
  • Hvert er fullt nafn Osama bin Laden, hvað er hann gamall og hvenær á hann afmæli? (Tinna)
  • Hversu margir létust í árásunum á Bandaríkin þann 11. september? (Baldur)

Ussama eða Osama bin Laden fæddist árið 1957 í Riyadh í Sádi-Arabíu. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða dag hann fæddist en 10. mars og 30. júlí 1957 hafa verið nefndir sem mögulegir fæðingardagar. Í dag er bin Laden því um 48 ára. Fullt nafn hans er Usāmah bin Muhammad bin 'Awad bin Lādin en orðið bin þýðir sonur á arabísku. Ussama er sagður 17. eða 25. sonur Mohammed bin Laden í einni auðugustu fjölskyldu Sádi-Arabíu.

Á vefsíðu Alríkislögreglu Bandaríkjanna er bin Laden lýst sem hávöxnum (193-198 cm) og grönnum manni sem vegur um 75 kg. Hann er örvhentur og gengur venjulega með staf og hvítan vefjarhött (túrban). Talið er að bin Laden þjáist af lifrarsjúkdómi.Ussama bin Laden í sjónvarpsávarpi á arabísku stöðinni Al Jazeera

Bin Laden gekk til liðs við andspyrnuhreyfinguna í Afganistan fljótlega eftir að Sovétmenn réðust inn í landið árið 1979. Líkt og margir aðrir múslímar víða um heim taldi bin Laden það skyldu sína að aðstoða afganska múslíma við að hrekja hersetuliðið á brott. Hann sneri aftur heim til Sádi-Arabíu eftir að Sovétmenn drógu herlið sitt út úr landinu árið 1989.

Heima í Sádi-Arabíu komst bin Laden fljótt upp á kant við fjölskyldu sína og varð fráhverfur arabísku ríkisstjórninni sem hann sakaði um spillingu. Í Persaflóastríðinu fordæmdi hann ákvörðun ríkisstjórnar Sádi-Arabíu fyrir að leyfa bandarískum hermönnum að eiga bækistöð í landinu.

Árið 1988 stofnaði bin Laden hryðjuverkasamtökin al-Kaeda ásamt nokkrum öðrum félögum sínum úr andspyrnuhreyfingunni í Afganistan. Orðið al-Kaeda er arabískt og þýðir „undirstaða“ eða „grunnurinn“. Hægt er lesa meira um al-Kaeda í svari Brynhildar Ólafsdóttur við spurningunni Eru al-Kaeda skipulögð samtök eða bara samheiti sem er notað yfir íslamska hryðjuverkamenn?

Bin Laden flýði til Súdans eftir að ríkisstjórn Sádi-Arabíu tók af honum vegabréfið árið 1994. Þar setti hann á stofn og rak þjálfunarbúðir fyrir hryðjuverkamenn þangað til hann var hrakinn úr landi árið 1996. Síðar sneri hann aftur til Afganistan þar sem hann dvaldi í skjóli ógnarstjórnar Talibana.

Í röð fatwas („trúarskoðana“) sem hann birti árin 1996-1998 lýsti bin Laden yfir jihad eða heilögu stríði gegn Bandaríkjunum. Þar sakaði hann Bandaríkin meðal annars um að styðja óvini Íslam og að eyða náttúruauðlindum múslímaríkja. Lokamarkmið hans var talin sköpun eins íslamsks ríkis og með það fyrir augnamiði reyndi hann ítrekað að etja Bandaríkjunum út í mikið stríð þar sem hófsömum múslimskum ríkisstjórnum yrði kollvarpað.

Þúsundir meðlima gengu í al-Kaeda víða um heim og eiga þeir sök á mörgum hræðilegum hryðjuverkaárásum eins og flestum er kunnugt um. Má þar nefna sprengjuárásina á World Trade Center í New York-borg árið 1993; bílasprengjuárás gegn bandarískum skotmörkum í Sádi-Arabíu árið 1996; morð á ferðamönnum í Egyptalandi árið 1997; sprengjuárásir á sendiráð Bandaríkjanna í Nairóbí í Kenýa og Dar es Salaam í Tansaníu og sjálfsmorðssprengjuárásina á bandaríska herskipið Cole í Aden í Jemen árið 2000. Skemmst er að minnast árásar al-Kaeda á lestarstöð í Madríd á Spáni árið 2004.

Þekktustu árásir al-Kaeda eru að sjálfsögðu árásirnar hinn 11. september 2001 þegar 19 hryðjuverkamenn rændu fjórum farþegaþotum og flugu tveimur þeirra á Tvíburaturnana í New York og einni á Pentagon í Washington. Fjórða vélin brotlenti í sveit í Pennsylvaniu. Á vefsíðunni September11victims.com kemur fram að í þessum árásum hafi 2996 manns af 91 þjóðerni látið lífið.11. september, 2001.

Bandaríkjamenn svöruðu árásunum með því að steypa Talibanastjórninni af stóli í Afganistan og gerðu dauðaleit að bin Laden í hálendi Afganistans. Sú leit bar engan árangur en talið er að hann hafi flúið til einhvers nærliggjandi lands.

Hvar hann er niðurkominn í dag vita að sjálfsögðu sárafáir. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna býður hverjum þeim sem býr yfir upplýsingum sem leiða beint til handtöku hans eða sakfellingu allt að 25 milljón dali í verðlaun eða um 1,5 milljarð íslenskra króna!

Við hvetjum lesendur til að kynna sér grein Magnúsar Þorkels Bernharðssonar Af hverju hata þeir okkur? á málstofu Vísindavefsins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

4.5.2005

Spyrjandi

Lárus Kristjánsson, f. 1989
Hrefna Helgadóttir, f. 1989
Tinna Harðardóttir, f. 1990
Ingi Eggert
Baldur Sigurðsson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvað getið þið sagt mér um Osama bin Laden?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2005. Sótt 24. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4974.

Sævar Helgi Bragason. (2005, 4. maí). Hvað getið þið sagt mér um Osama bin Laden? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4974

Sævar Helgi Bragason. „Hvað getið þið sagt mér um Osama bin Laden?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2005. Vefsíða. 24. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4974>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Osama bin Laden?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:

  • Hvað er Osama bin Laden gamall? (Hrefna)
  • Hvað þýðir al-Qaeda? (Ingi Eggert)
  • Hvert er fullt nafn Osama bin Laden, hvað er hann gamall og hvenær á hann afmæli? (Tinna)
  • Hversu margir létust í árásunum á Bandaríkin þann 11. september? (Baldur)

Ussama eða Osama bin Laden fæddist árið 1957 í Riyadh í Sádi-Arabíu. Ekki er vitað nákvæmlega hvaða dag hann fæddist en 10. mars og 30. júlí 1957 hafa verið nefndir sem mögulegir fæðingardagar. Í dag er bin Laden því um 48 ára. Fullt nafn hans er Usāmah bin Muhammad bin 'Awad bin Lādin en orðið bin þýðir sonur á arabísku. Ussama er sagður 17. eða 25. sonur Mohammed bin Laden í einni auðugustu fjölskyldu Sádi-Arabíu.

Á vefsíðu Alríkislögreglu Bandaríkjanna er bin Laden lýst sem hávöxnum (193-198 cm) og grönnum manni sem vegur um 75 kg. Hann er örvhentur og gengur venjulega með staf og hvítan vefjarhött (túrban). Talið er að bin Laden þjáist af lifrarsjúkdómi.Ussama bin Laden í sjónvarpsávarpi á arabísku stöðinni Al Jazeera

Bin Laden gekk til liðs við andspyrnuhreyfinguna í Afganistan fljótlega eftir að Sovétmenn réðust inn í landið árið 1979. Líkt og margir aðrir múslímar víða um heim taldi bin Laden það skyldu sína að aðstoða afganska múslíma við að hrekja hersetuliðið á brott. Hann sneri aftur heim til Sádi-Arabíu eftir að Sovétmenn drógu herlið sitt út úr landinu árið 1989.

Heima í Sádi-Arabíu komst bin Laden fljótt upp á kant við fjölskyldu sína og varð fráhverfur arabísku ríkisstjórninni sem hann sakaði um spillingu. Í Persaflóastríðinu fordæmdi hann ákvörðun ríkisstjórnar Sádi-Arabíu fyrir að leyfa bandarískum hermönnum að eiga bækistöð í landinu.

Árið 1988 stofnaði bin Laden hryðjuverkasamtökin al-Kaeda ásamt nokkrum öðrum félögum sínum úr andspyrnuhreyfingunni í Afganistan. Orðið al-Kaeda er arabískt og þýðir „undirstaða“ eða „grunnurinn“. Hægt er lesa meira um al-Kaeda í svari Brynhildar Ólafsdóttur við spurningunni Eru al-Kaeda skipulögð samtök eða bara samheiti sem er notað yfir íslamska hryðjuverkamenn?

Bin Laden flýði til Súdans eftir að ríkisstjórn Sádi-Arabíu tók af honum vegabréfið árið 1994. Þar setti hann á stofn og rak þjálfunarbúðir fyrir hryðjuverkamenn þangað til hann var hrakinn úr landi árið 1996. Síðar sneri hann aftur til Afganistan þar sem hann dvaldi í skjóli ógnarstjórnar Talibana.

Í röð fatwas („trúarskoðana“) sem hann birti árin 1996-1998 lýsti bin Laden yfir jihad eða heilögu stríði gegn Bandaríkjunum. Þar sakaði hann Bandaríkin meðal annars um að styðja óvini Íslam og að eyða náttúruauðlindum múslímaríkja. Lokamarkmið hans var talin sköpun eins íslamsks ríkis og með það fyrir augnamiði reyndi hann ítrekað að etja Bandaríkjunum út í mikið stríð þar sem hófsömum múslimskum ríkisstjórnum yrði kollvarpað.

Þúsundir meðlima gengu í al-Kaeda víða um heim og eiga þeir sök á mörgum hræðilegum hryðjuverkaárásum eins og flestum er kunnugt um. Má þar nefna sprengjuárásina á World Trade Center í New York-borg árið 1993; bílasprengjuárás gegn bandarískum skotmörkum í Sádi-Arabíu árið 1996; morð á ferðamönnum í Egyptalandi árið 1997; sprengjuárásir á sendiráð Bandaríkjanna í Nairóbí í Kenýa og Dar es Salaam í Tansaníu og sjálfsmorðssprengjuárásina á bandaríska herskipið Cole í Aden í Jemen árið 2000. Skemmst er að minnast árásar al-Kaeda á lestarstöð í Madríd á Spáni árið 2004.

Þekktustu árásir al-Kaeda eru að sjálfsögðu árásirnar hinn 11. september 2001 þegar 19 hryðjuverkamenn rændu fjórum farþegaþotum og flugu tveimur þeirra á Tvíburaturnana í New York og einni á Pentagon í Washington. Fjórða vélin brotlenti í sveit í Pennsylvaniu. Á vefsíðunni September11victims.com kemur fram að í þessum árásum hafi 2996 manns af 91 þjóðerni látið lífið.11. september, 2001.

Bandaríkjamenn svöruðu árásunum með því að steypa Talibanastjórninni af stóli í Afganistan og gerðu dauðaleit að bin Laden í hálendi Afganistans. Sú leit bar engan árangur en talið er að hann hafi flúið til einhvers nærliggjandi lands.

Hvar hann er niðurkominn í dag vita að sjálfsögðu sárafáir. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna býður hverjum þeim sem býr yfir upplýsingum sem leiða beint til handtöku hans eða sakfellingu allt að 25 milljón dali í verðlaun eða um 1,5 milljarð íslenskra króna!

Við hvetjum lesendur til að kynna sér grein Magnúsar Þorkels Bernharðssonar Af hverju hata þeir okkur? á málstofu Vísindavefsins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

...