Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Hata margir arabar Bandaríkin og ef svo er, af hverju?

Magnús Þorkell Bernharðsson

Í Mið-Austurlöndum ríkir bæði reiði og öfund í garð Bandaríkjanna, en líka aðdáun þar sem Bandaríkin hafa margt að bjóða sem þykir eftirsóknarvert.

Yfirleitt eru mjög langar biðraðir fyrir utan öll sendiráð Bandaríkjanna. Í þeim bíður fólk sem vill fá vegabréfsáritun. Einnig er mikil neysla á bandarískum vörum og menningu, ekki síst á afþreyingarefni eins og Baywatch-þáttunum og kvikmyndum Arnolds Schwarzeneggers. Mikil eftirspurn er eftir að fjárfesta í bandarískum fyrirtækjum og geysilega mikið er keypt af bandarískum vopnum.

Á sama tíma ber á mikilli öfund og reiði í garð Bandaríkjanna. Reiðin stafar fyrst og fremst af því að íbúar Mið-Austurlanda telja utanríkisstefnu Bandaríkjanna ranga en þetta beinist ekki endilega gegn Bandaríkjamönnum sjálfum.


Bandaríkin berjast fyrir og vilja viðhalda frelsi, jafnrétti og lýðræði innan eigin landamæra. Það á ekki við um utanríkisstefnu þeirra að mati fólks í Mið-Austurlöndum. Þar berjast Bandaríkjamenn alls ekki fyrir frelsi og lýðræði. Þvert á móti einkennast aðgerðir Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum, að mati þeirra sem þar búa, af valdahroka, græðgi og hræsni. Þeir telja að Bandaríkjamenn leggi sig fram um að styðja ríkisstjórnir, til dæmis í Egyptalandi og í Sádi-Arabíu, sem kúgi þegna sína og koma í veg fyrir að fólk fái að njóta frelsis í eigin löndum.

Síðast en ekki síst hafa Bandaríkjamenn stutt Ísrael í einu og öllu í stríðinu gegn Palestínumönnum að mati heimamanna. Nánast á hverjum degi þurfa Palestínumenn að þola yfirgang Ísraela sem fá gífurlega fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum og eru vopnaðir bandarískum vopnum. Bandaríkin beita líka áhrifum sínum innan alþjóðlegra stofnana til að verja Ísrael gegn óþægilegum samþykktum. Íbúar Mið-Austurlanda telja að Bandaríkin hjálpi Ísrael til að standa utan við alþjóðasamþykktir og lagasetningar og veiti þeim þar af leiðandi ótakmarkað svigrúm til að heyja baráttu sína gegn Palestínumönnum.

Hægt er að lesa meira um þetta efni á Vísindavefnum í grein eftir sama höfund sem heitir Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda. Þetta svar er byggt á greininni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Magnús Þorkell Bernharðsson

prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College, Massachussets

Útgáfudagur

27.7.2005

Spyrjandi

Guðmundur Árnason, f. 1988

Tilvísun

Magnús Þorkell Bernharðsson. „Hata margir arabar Bandaríkin og ef svo er, af hverju? “ Vísindavefurinn, 27. júlí 2005. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5160.

Magnús Þorkell Bernharðsson. (2005, 27. júlí). Hata margir arabar Bandaríkin og ef svo er, af hverju? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5160

Magnús Þorkell Bernharðsson. „Hata margir arabar Bandaríkin og ef svo er, af hverju? “ Vísindavefurinn. 27. júl. 2005. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5160>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hata margir arabar Bandaríkin og ef svo er, af hverju?
Í Mið-Austurlöndum ríkir bæði reiði og öfund í garð Bandaríkjanna, en líka aðdáun þar sem Bandaríkin hafa margt að bjóða sem þykir eftirsóknarvert.

Yfirleitt eru mjög langar biðraðir fyrir utan öll sendiráð Bandaríkjanna. Í þeim bíður fólk sem vill fá vegabréfsáritun. Einnig er mikil neysla á bandarískum vörum og menningu, ekki síst á afþreyingarefni eins og Baywatch-þáttunum og kvikmyndum Arnolds Schwarzeneggers. Mikil eftirspurn er eftir að fjárfesta í bandarískum fyrirtækjum og geysilega mikið er keypt af bandarískum vopnum.

Á sama tíma ber á mikilli öfund og reiði í garð Bandaríkjanna. Reiðin stafar fyrst og fremst af því að íbúar Mið-Austurlanda telja utanríkisstefnu Bandaríkjanna ranga en þetta beinist ekki endilega gegn Bandaríkjamönnum sjálfum.


Bandaríkin berjast fyrir og vilja viðhalda frelsi, jafnrétti og lýðræði innan eigin landamæra. Það á ekki við um utanríkisstefnu þeirra að mati fólks í Mið-Austurlöndum. Þar berjast Bandaríkjamenn alls ekki fyrir frelsi og lýðræði. Þvert á móti einkennast aðgerðir Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum, að mati þeirra sem þar búa, af valdahroka, græðgi og hræsni. Þeir telja að Bandaríkjamenn leggi sig fram um að styðja ríkisstjórnir, til dæmis í Egyptalandi og í Sádi-Arabíu, sem kúgi þegna sína og koma í veg fyrir að fólk fái að njóta frelsis í eigin löndum.

Síðast en ekki síst hafa Bandaríkjamenn stutt Ísrael í einu og öllu í stríðinu gegn Palestínumönnum að mati heimamanna. Nánast á hverjum degi þurfa Palestínumenn að þola yfirgang Ísraela sem fá gífurlega fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum og eru vopnaðir bandarískum vopnum. Bandaríkin beita líka áhrifum sínum innan alþjóðlegra stofnana til að verja Ísrael gegn óþægilegum samþykktum. Íbúar Mið-Austurlanda telja að Bandaríkin hjálpi Ísrael til að standa utan við alþjóðasamþykktir og lagasetningar og veiti þeim þar af leiðandi ótakmarkað svigrúm til að heyja baráttu sína gegn Palestínumönnum.

Hægt er að lesa meira um þetta efni á Vísindavefnum í grein eftir sama höfund sem heitir Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda. Þetta svar er byggt á greininni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...