Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða stríð hafa verið á Íslandi?

Andrea Dögg Gylfadóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Svarið við spurningunni fer eiginlega eftir skilgreiningunni á því hvað er stríð. Samkvæmt íslenskri orðabók hefur orðið stríð nokkrar merkingar. Stríð merkir til dæmis „styrjöld, vopnuð stórátök þjóða (eða fjölmennra hópa)“. Þau stríð sem við heyrum oftast um í fréttum, til dæmis stríðið í Írak, Afganistan, Sómalíu og Srí Lanka, falla undir þessa merkingu.

Ísland hefur ekki átt í vopnuðum stórátökum við aðrar þjóðir. Hins vegar getur stríð einnig merkt deilur eða ófriður og í þeim skilningi má segja að stríð hafi verið á Íslandi. Nýjasta dæmið eru líklega þorskastríðin á milli Íslendinga og Breta á síðust öld. Þá deildu þjóðirnar um fiskveiðilögsöguna í kringum Ísland. Um það má lesa í svari við spurningunni Getið þið gefið mér einhverjar upplýsingar um útfærslu landhelginnar og þorskastríðið? Hins vegar voru þessi átök ekki í neinni líkingu við þau stríð sem háð hafa verið á milli þjóða eða hópa víða erlendis þar sem mannfall er mikið og vopnum beitt, jafnvel á óbreytta borgara.


Hermenn í Sómalíu.

Í merkingunni ófriður eða deilur má líka kannski segja að á Sturlungaöld hafi verið stríð á Íslandi. Sturlungaöldin er einn ofbeldisfyllsti tími Íslandssögunnar og einkenndist af liðssafnaði valdamikilla höfðingja sem herjuðu hverjir á aðra með vígaferlum og gripdeildum. Þá voru háðir nokkrir frægustu bardagar Íslandssögunnar, til dæmis Örlygsstaðabardagi, Flugumýrarbrenna, Flóabardagi sem er eina sjóorrusta Íslandssögunnar, og Haugsnesbardagi en þar féllu nær hundrað manns. Nánar má lesa um Sturlungaöld í svari við spurningunni Hvað var Sturlungaöld?

Stríð hafa líka snert Íslendinga þó svo að þau séu háð úti í heimi. Seinni heimsstyrjöldin hafði til dæmis mikil áhrif á flest alla þætti í íslensku samfélagi. Þó svo að Íslendingar tækju ekki beinan þátt í átökum eða barist væri hér á landi er vitað með vissu um 159 Íslendinga sem létu lífið vegna ófriðarins með einum eða öðrum hætti. Því til viðbótar ríkir veruleg óvissa um hvort 70 manns til viðbótar sem fórust á skipsfjöl hafi dáið af völdum stríðsins svo að allt að 229 Íslendingar kunna að hafa farist af styrjaldarorsökum. Um þetta er fjallað nánar í svari við spurningunni Hve margir Íslendingar dóu í seinni heimsstyrjöldinni? Áhugasömum lesendum má einnig benda á svar við spurningunni Hversu mörgum íslenskum skipum var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni?

Loks má geta þess að orðið stríð er stundum notað um deilur á milli hópa sem í sumum tilfellum leiða af sér óeirðir eða átök en sjaldnast svo alvarleg að mannfall verður. Um eitt slíkt „stríð“ hefur verið fjallað á Vísindavefnum í svari við spurningunni Út á hvað gekk „hvíta stríðið“ í Reykjavík? en þau hafa verið mörg fleiri.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör sem fjalla um stríð á ýmsum tímum, til dæmis:

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er að hluta eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.6.2009

Spyrjandi

Salóme Björt Kjerúlf, f. 1995

Tilvísun

Andrea Dögg Gylfadóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða stríð hafa verið á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2009, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31271.

Andrea Dögg Gylfadóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2009, 12. júní). Hvaða stríð hafa verið á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31271

Andrea Dögg Gylfadóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða stríð hafa verið á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2009. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31271>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða stríð hafa verið á Íslandi?
Svarið við spurningunni fer eiginlega eftir skilgreiningunni á því hvað er stríð. Samkvæmt íslenskri orðabók hefur orðið stríð nokkrar merkingar. Stríð merkir til dæmis „styrjöld, vopnuð stórátök þjóða (eða fjölmennra hópa)“. Þau stríð sem við heyrum oftast um í fréttum, til dæmis stríðið í Írak, Afganistan, Sómalíu og Srí Lanka, falla undir þessa merkingu.

Ísland hefur ekki átt í vopnuðum stórátökum við aðrar þjóðir. Hins vegar getur stríð einnig merkt deilur eða ófriður og í þeim skilningi má segja að stríð hafi verið á Íslandi. Nýjasta dæmið eru líklega þorskastríðin á milli Íslendinga og Breta á síðust öld. Þá deildu þjóðirnar um fiskveiðilögsöguna í kringum Ísland. Um það má lesa í svari við spurningunni Getið þið gefið mér einhverjar upplýsingar um útfærslu landhelginnar og þorskastríðið? Hins vegar voru þessi átök ekki í neinni líkingu við þau stríð sem háð hafa verið á milli þjóða eða hópa víða erlendis þar sem mannfall er mikið og vopnum beitt, jafnvel á óbreytta borgara.


Hermenn í Sómalíu.

Í merkingunni ófriður eða deilur má líka kannski segja að á Sturlungaöld hafi verið stríð á Íslandi. Sturlungaöldin er einn ofbeldisfyllsti tími Íslandssögunnar og einkenndist af liðssafnaði valdamikilla höfðingja sem herjuðu hverjir á aðra með vígaferlum og gripdeildum. Þá voru háðir nokkrir frægustu bardagar Íslandssögunnar, til dæmis Örlygsstaðabardagi, Flugumýrarbrenna, Flóabardagi sem er eina sjóorrusta Íslandssögunnar, og Haugsnesbardagi en þar féllu nær hundrað manns. Nánar má lesa um Sturlungaöld í svari við spurningunni Hvað var Sturlungaöld?

Stríð hafa líka snert Íslendinga þó svo að þau séu háð úti í heimi. Seinni heimsstyrjöldin hafði til dæmis mikil áhrif á flest alla þætti í íslensku samfélagi. Þó svo að Íslendingar tækju ekki beinan þátt í átökum eða barist væri hér á landi er vitað með vissu um 159 Íslendinga sem létu lífið vegna ófriðarins með einum eða öðrum hætti. Því til viðbótar ríkir veruleg óvissa um hvort 70 manns til viðbótar sem fórust á skipsfjöl hafi dáið af völdum stríðsins svo að allt að 229 Íslendingar kunna að hafa farist af styrjaldarorsökum. Um þetta er fjallað nánar í svari við spurningunni Hve margir Íslendingar dóu í seinni heimsstyrjöldinni? Áhugasömum lesendum má einnig benda á svar við spurningunni Hversu mörgum íslenskum skipum var sökkt í seinni heimsstyrjöldinni?

Loks má geta þess að orðið stríð er stundum notað um deilur á milli hópa sem í sumum tilfellum leiða af sér óeirðir eða átök en sjaldnast svo alvarleg að mannfall verður. Um eitt slíkt „stríð“ hefur verið fjallað á Vísindavefnum í svari við spurningunni Út á hvað gekk „hvíta stríðið“ í Reykjavík? en þau hafa verið mörg fleiri.

Á Vísindavefnum eru fleiri svör sem fjalla um stríð á ýmsum tímum, til dæmis:

Heimildir:

Mynd:


Þetta svar er að hluta eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009....