Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:33 • Sest 01:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:46 í Reykjavík

Af hverju var framið þjóðarmorð í Rúanda árið 1994?

Stefanía Óskarsdóttir

Fjölgmargir hafa spurt Vísindavefinn um atburðina í Rúanda. Hér er eftirfarandi spurningum svarað:

Hvaða áhrif höfðu þjóðarmorðin í Rúanda á þjóð og komandi ár? Af hverju gerðust atburðirnir í Rúanda 1994 og hverjar eru afleiðingar þeirra? Hvernig byrjaði allt blóðbaðið í Rúanda og hvernig standa málin í dag? Hvernig er ástandið í Rúanda í dag, eftir þjóðarmorðin? Hvað getið þið sagt mér um óeirðirnar milli Hútú og Tútsímanna í Rúanda og ástæður þeirra? Hvað getið þið sagt mér um þjóðarmorðin í Rúanda og aðdragandann að þeim? Hver voru viðbrögð alþjóðasamfélagsins?

Rúanda er tiltölulega lítið ríki í Afríku. Eins og á við um mörg önnur ríki í þeirri heimsálfu hafði nýlendustefna evrópskra ríkja á 19. öld og í upphafi þeirrar 20. mikil áhrif á þróun stjórn- og efnahagsmála. Í lok 19. aldar var Rúanda á áhrifasvæði Þjóðverja. Þeir höfðu tryggt sér yfirráð yfir hluta Austur-Afríku á svokallaðri Berlínarráðstefnu sem haldin var á árunum 1884-1885. Á ráðstefnunni komu helstu nýlenduveldin sér meðal annars saman um skiptingu landsvæða og viðskipta í Afríku. Þjóðverjar beittu óbeinni stjórn til að tryggja áhrif sín í Rúanda. Hún fólst í því að hrófla ekki mikið við því stjórnskipulagi sem innfæddir höfðu búið við, svo framarlega sem Þjóðverjar hefðu eitthvað upp úr krafsinu efnahagslega.

Innanlands hafði þjóðflokkur að nafni Tútsí haft yfirburði þegar kom að völdum á svæðinu og þau styrktust með innkomu Þjóðverja. Hútú voru hins vegar fjölmennasti þjóðflokkurinn á þessu svæði. Í byrjun 21. aldarinnar voru Hútúmenn um 85% íbúa Rúanda, Tútsar um 14% og þjóðflokkurinn Twa um 1%.

Með ósigri í fyrri heimsstyrjöldinni misstu Þjóðverjar yfirráð sín í Afríku. Belgía tók við forræði í Rúanda sem þá kallaðist Rúanda-Úrúndí. Belgar höfðu miklu meiri afskipti af stjórn landsins en Þjóðverjar höfðu haft. Formlegur leiðtogi landsins var þó áfram konungur af Tútsíættum. Íhlutun Belga, og Þjóðverja áður, jók enn frekar á aðgreiningu Tútsa og Hútúmanna. Þeir fyrrnefndu tilheyrðu yfirstétt í landinu en hinir síðarnefndu undirstétt.

Þegar fram líðu stundir gerðu Hútúmenn kröfu um aukin áhrif og tækifæri. Árið 1959 brutust svo út átök á milli þjóðflokkanna tveggja þegar Hútúmenn hófu uppreisn gegn yfirráðum Tútsa (e. Rwanda Revolution). Þá loks gripu belgísk stjórnvöld til aðgerða sem fólust meðal annars í því að rétta hlut Hútúmanna. Í framhaldinu var efnt til kosninga í öllum héruðum landsins (1960) sem leiddu Hútúmenn til valda víðast hvar. Talið er að á meðan á mestu átökunum stóð (1959-1960) hafi um 336.000 Tútsar flúið til nágrannaríkjanna þar sem þeir höfðust við sem flóttamenn. Eignatjón var mikið og einnig talsvert mannfall.

Í byrjun 21. aldarinnar voru Hútúmenn um 85% íbúa Rúanda, Tútsar um 14% og þjóðflokkurinn Twa um 1%. Á myndinni má sjá menn úr hverjum þjóðflokki; lengst til vinstri er Tútsí, sá fyrir miðju er Hútú og sá lengst til hægri er Twa.

Árið 1962 varð Rúanda sjálfstætt lýðveldi. Stjórnarfar landsins einkenndist af einræði undir forystu Hútúmannsins Grégoire Kayibanda. Honum var steypt af stóli árið 1973 og við stjórn landsins tók Juvénal Habyarimana. Hann hafði verið yfirmaður í hernum og var einnig Hútúmaður. Engin breyting varð á stjórnarfari landsins þrátt fyrir valdaskiptin. Einræði var áfram við lýði.

Árið 1990 hóf hreyfing Tútsa (e. Rwandan Patriotic Front) árásir í landinu til að rétta hlut sinn. Slíkar árásir voru ekki nýlunda en fram til þessa hafði stjórnarhernum tekist að stöðva slíkar árásir. Kjarninn í Rwandan Patriotic Front voru Tútsar sem bjuggu í nágrannaríkjunum og töldu sig eiga harma að hefna. Erfitt reyndist fyrir stjórnarherinn að ráða niðurlögum uppreisnarmanna sem frömdu mörg ofbeldisverk gagnvart óbreyttum borgurum. Innan raða Hútúmanna stóð einræðisstjórn Habyarimana einnig höllum fæti meðal annars vegna krafna um aukið lýðræði og minni spillingu.

Loks féllst stjórn Habyarimana á friðarviðræður. Í friðarsamningum (Arusha Accords), sem voru undirritaðir árið 1993, féllst stjórnin á að deila stjórn landsins með hreyfingu Tútsa og öðrum stjórnmálaflokkum í landinu sem fram til þessa höfðu verið áhrifalitlir vegna einræðisins. Skipting valdanna átti að gerast samkvæmt fyrirfram ákveðnum kvóta um skiptingu ráðherraembætta og annarra mikilvægra embætta, ekki síst innan hersins. Nú áttu Tútsar að geta gengið í herinn og komist þar til áhrifa en þeim hafði ekki verið heimilt að gegna herþjónustu. Samkvæmt friðarsamningunum áttu Tútsar sem höfðu flúið land einnig að fá bætur og tryggja átti réttaröryggi þegnanna og fleira.

Efasemdir voru uppi um stuðning forsetans við friðarsamningana þótt hann féllist á þá. Stuðningsmenn hans voru margir hatrammir andstæðingar þess að Tútsar fengju áhrif. Forsetinn fórst hins vegar áður en friðarsamningarnir komust til framkvæmda. Flugvél sem hann var farþegi í var skotinn niður rétt eftir flugtak í höfðuborginni Kígalí. Þegar það fréttist brutust út hryllileg átök sem kölluð hafa verið þjóðamorðin í Rúanda. Hugtakið þjóðarmorð er notað um skiplögð dráp á fólki af sama þjóðerni eða sama menningarlega uppruna.

Juvénal Habyarimana, forseti Rúanda, fórst áður en friðarsamningarnir komust til framkvæmda. Á myndinni sést hann í heimsókn í höfuðstöðvum Andrews-flughersins í Maryland í Bandaríkjunum árið 1980.

Sagt er að stuðningsmenn forsetans, Habyarimana, hafi lagt á ráðin um hvernig hægt væri að halda Tútsum frá völdum. Við fráfall forsetans létu þeir hendur standa fram úr ermum. Á hundrað dögum frá láti hans voru allt að ein milljón manna myrt. Langflestir tilheyrðu Tútsí-þjóðflokknum en fólk af Twa-þjóðflokknum varð líka fyrir barðinu á ofbeldinu. Í fyrstu aðgerðum voru helstu forystumenn Tútsa drepnir ásamt valdamönnum úr röðum Hútúmanna sem höfðu stutt lýðræðisumbætur. Svo hófst skipulögð útrýming á öllum „óæskilegum“ sem náðist í. Vegatálmar og skoðun á persónuskilríkjum auðvelduðu leitina að fórnalömbunum. Allt frá fjórða áratug síðustu aldar höfðu persónuskilríki tilgreint hvaða þjóðflokki íbúarnir tilheyrðu. Með hatursáróði og lygum um hvað tæki við í framtíðinni, kæmust Tútsar aftur til valda, voru almennir Hútúmenn einnig hvattir til illvirkja. Þjóðernishreinsanir stjórnarhersins stöðvuðust ekki fyrr en Rwandan Patriotic Front, undir forystu Paul Kagame, náði völdum nokkrum mánuðum síðar. Þá flýðu margir Hútúmenn til nágrannalandanna þaðan sem þeir hófu að skipuleggja gagnsókn.

Sameinuðu þjóðirnar og Vesturlönd voru gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist við og stöðvað blóðbaðið en ein elsta regla alþjóðalaga, sem er virðing fyrir fullveldi ríkja, stóð gegn slíkum inngripum. Með öðrum orðum reglan um að erlend ríki eigi ekki að skipta sér af stjórn annarra ríkja. Hin síðari ár hefur þó þeirri skoðun vaxið fylgi að ríkjum beri skylda til að stöðva hryllilegt ofbeldi gagnvart borgurum annarra ríkja. Loftárásir NATO gegn hersveitum Serba í Kosovo árið 1999 voru meðal annars réttlættar út frá skyldu alþjóðasamfélagsins til að vernda mannslíf (e. humanitarian intervention) og sama má segja um loftárásir NATO á Lýbíu 2011. Alþjóðastjórnmál eru hins vegar oftast hráskinnaleikur sem stjórnast af hagsmunum og valdatafli helstu stórvelda.

Þjóðarmorðin fólu í sér skipulega útrýmingu á öllum „óæskilegum“ sem náðist í. Rúanskur drengur hylur andlitið gegn ódaun líkfjöldans. Myndin er tekin 19. júlí 1994.

Næstu árin í Rúanda einkenndust af flóttamannavanda og áframhaldandi stríðsátökum við sveitir Hútúmanna sem börðust aðallega frá nágrannaríkinu Zaire (sem nú kallast Lýðstjórnarlýðveldið Kongó). Árið 1999 komst loks á friður milli fylkinga en örðugt reyndist að ná fram réttlæti þar sem dómskerfið var í rúst og skoðanir skiptar um hvar ábyrgðin lægi. Frá 1994 hefur Paul Kagame og hreyfing hans haft algjöra yfirburðastöðu við stjórn enda hefur lýðræðinu verið sniðinn þröngur stakkur í landinu. Rúanda raðast afar lágt á listum um lýðræði (e. Democracy Index). Með öðrum orðum er Rúanda enn einræðisríki. Efnahagslegar framfarir frá því að friður komst á hafa verið þó nokkrar. Engu að síður búa um 63% íbúanna við mjög mikla fátækt og ríkið reiðir sig mjög á þróunaraðstoð. Um 85% íbúa stunda landbúnað sem sýnir að landið er enn stutt komið í efnahagslegri þróun. Friður hefur þó ríkt í landinu hin síðari ár.

Myndir:

Höfundur

Stefanía Óskarsdóttir

prófessor í stjórnmálafræðideild við HÍ

Útgáfudagur

26.3.2018

Spyrjandi

Þorvaldur Júlíusson, Hrund Óskarsdóttir, Páll Grétarsson, Stella Hallsdóttir, Hildur Árnadóttir, Hrafnhildur, Tinna Arnarsdóttir

Tilvísun

Stefanía Óskarsdóttir. „Af hverju var framið þjóðarmorð í Rúanda árið 1994?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2018. Sótt 16. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68953.

Stefanía Óskarsdóttir. (2018, 26. mars). Af hverju var framið þjóðarmorð í Rúanda árið 1994? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68953

Stefanía Óskarsdóttir. „Af hverju var framið þjóðarmorð í Rúanda árið 1994?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2018. Vefsíða. 16. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68953>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju var framið þjóðarmorð í Rúanda árið 1994?
Fjölgmargir hafa spurt Vísindavefinn um atburðina í Rúanda. Hér er eftirfarandi spurningum svarað:

Hvaða áhrif höfðu þjóðarmorðin í Rúanda á þjóð og komandi ár? Af hverju gerðust atburðirnir í Rúanda 1994 og hverjar eru afleiðingar þeirra? Hvernig byrjaði allt blóðbaðið í Rúanda og hvernig standa málin í dag? Hvernig er ástandið í Rúanda í dag, eftir þjóðarmorðin? Hvað getið þið sagt mér um óeirðirnar milli Hútú og Tútsímanna í Rúanda og ástæður þeirra? Hvað getið þið sagt mér um þjóðarmorðin í Rúanda og aðdragandann að þeim? Hver voru viðbrögð alþjóðasamfélagsins?

Rúanda er tiltölulega lítið ríki í Afríku. Eins og á við um mörg önnur ríki í þeirri heimsálfu hafði nýlendustefna evrópskra ríkja á 19. öld og í upphafi þeirrar 20. mikil áhrif á þróun stjórn- og efnahagsmála. Í lok 19. aldar var Rúanda á áhrifasvæði Þjóðverja. Þeir höfðu tryggt sér yfirráð yfir hluta Austur-Afríku á svokallaðri Berlínarráðstefnu sem haldin var á árunum 1884-1885. Á ráðstefnunni komu helstu nýlenduveldin sér meðal annars saman um skiptingu landsvæða og viðskipta í Afríku. Þjóðverjar beittu óbeinni stjórn til að tryggja áhrif sín í Rúanda. Hún fólst í því að hrófla ekki mikið við því stjórnskipulagi sem innfæddir höfðu búið við, svo framarlega sem Þjóðverjar hefðu eitthvað upp úr krafsinu efnahagslega.

Innanlands hafði þjóðflokkur að nafni Tútsí haft yfirburði þegar kom að völdum á svæðinu og þau styrktust með innkomu Þjóðverja. Hútú voru hins vegar fjölmennasti þjóðflokkurinn á þessu svæði. Í byrjun 21. aldarinnar voru Hútúmenn um 85% íbúa Rúanda, Tútsar um 14% og þjóðflokkurinn Twa um 1%.

Með ósigri í fyrri heimsstyrjöldinni misstu Þjóðverjar yfirráð sín í Afríku. Belgía tók við forræði í Rúanda sem þá kallaðist Rúanda-Úrúndí. Belgar höfðu miklu meiri afskipti af stjórn landsins en Þjóðverjar höfðu haft. Formlegur leiðtogi landsins var þó áfram konungur af Tútsíættum. Íhlutun Belga, og Þjóðverja áður, jók enn frekar á aðgreiningu Tútsa og Hútúmanna. Þeir fyrrnefndu tilheyrðu yfirstétt í landinu en hinir síðarnefndu undirstétt.

Þegar fram líðu stundir gerðu Hútúmenn kröfu um aukin áhrif og tækifæri. Árið 1959 brutust svo út átök á milli þjóðflokkanna tveggja þegar Hútúmenn hófu uppreisn gegn yfirráðum Tútsa (e. Rwanda Revolution). Þá loks gripu belgísk stjórnvöld til aðgerða sem fólust meðal annars í því að rétta hlut Hútúmanna. Í framhaldinu var efnt til kosninga í öllum héruðum landsins (1960) sem leiddu Hútúmenn til valda víðast hvar. Talið er að á meðan á mestu átökunum stóð (1959-1960) hafi um 336.000 Tútsar flúið til nágrannaríkjanna þar sem þeir höfðust við sem flóttamenn. Eignatjón var mikið og einnig talsvert mannfall.

Í byrjun 21. aldarinnar voru Hútúmenn um 85% íbúa Rúanda, Tútsar um 14% og þjóðflokkurinn Twa um 1%. Á myndinni má sjá menn úr hverjum þjóðflokki; lengst til vinstri er Tútsí, sá fyrir miðju er Hútú og sá lengst til hægri er Twa.

Árið 1962 varð Rúanda sjálfstætt lýðveldi. Stjórnarfar landsins einkenndist af einræði undir forystu Hútúmannsins Grégoire Kayibanda. Honum var steypt af stóli árið 1973 og við stjórn landsins tók Juvénal Habyarimana. Hann hafði verið yfirmaður í hernum og var einnig Hútúmaður. Engin breyting varð á stjórnarfari landsins þrátt fyrir valdaskiptin. Einræði var áfram við lýði.

Árið 1990 hóf hreyfing Tútsa (e. Rwandan Patriotic Front) árásir í landinu til að rétta hlut sinn. Slíkar árásir voru ekki nýlunda en fram til þessa hafði stjórnarhernum tekist að stöðva slíkar árásir. Kjarninn í Rwandan Patriotic Front voru Tútsar sem bjuggu í nágrannaríkjunum og töldu sig eiga harma að hefna. Erfitt reyndist fyrir stjórnarherinn að ráða niðurlögum uppreisnarmanna sem frömdu mörg ofbeldisverk gagnvart óbreyttum borgurum. Innan raða Hútúmanna stóð einræðisstjórn Habyarimana einnig höllum fæti meðal annars vegna krafna um aukið lýðræði og minni spillingu.

Loks féllst stjórn Habyarimana á friðarviðræður. Í friðarsamningum (Arusha Accords), sem voru undirritaðir árið 1993, féllst stjórnin á að deila stjórn landsins með hreyfingu Tútsa og öðrum stjórnmálaflokkum í landinu sem fram til þessa höfðu verið áhrifalitlir vegna einræðisins. Skipting valdanna átti að gerast samkvæmt fyrirfram ákveðnum kvóta um skiptingu ráðherraembætta og annarra mikilvægra embætta, ekki síst innan hersins. Nú áttu Tútsar að geta gengið í herinn og komist þar til áhrifa en þeim hafði ekki verið heimilt að gegna herþjónustu. Samkvæmt friðarsamningunum áttu Tútsar sem höfðu flúið land einnig að fá bætur og tryggja átti réttaröryggi þegnanna og fleira.

Efasemdir voru uppi um stuðning forsetans við friðarsamningana þótt hann féllist á þá. Stuðningsmenn hans voru margir hatrammir andstæðingar þess að Tútsar fengju áhrif. Forsetinn fórst hins vegar áður en friðarsamningarnir komust til framkvæmda. Flugvél sem hann var farþegi í var skotinn niður rétt eftir flugtak í höfðuborginni Kígalí. Þegar það fréttist brutust út hryllileg átök sem kölluð hafa verið þjóðamorðin í Rúanda. Hugtakið þjóðarmorð er notað um skiplögð dráp á fólki af sama þjóðerni eða sama menningarlega uppruna.

Juvénal Habyarimana, forseti Rúanda, fórst áður en friðarsamningarnir komust til framkvæmda. Á myndinni sést hann í heimsókn í höfuðstöðvum Andrews-flughersins í Maryland í Bandaríkjunum árið 1980.

Sagt er að stuðningsmenn forsetans, Habyarimana, hafi lagt á ráðin um hvernig hægt væri að halda Tútsum frá völdum. Við fráfall forsetans létu þeir hendur standa fram úr ermum. Á hundrað dögum frá láti hans voru allt að ein milljón manna myrt. Langflestir tilheyrðu Tútsí-þjóðflokknum en fólk af Twa-þjóðflokknum varð líka fyrir barðinu á ofbeldinu. Í fyrstu aðgerðum voru helstu forystumenn Tútsa drepnir ásamt valdamönnum úr röðum Hútúmanna sem höfðu stutt lýðræðisumbætur. Svo hófst skipulögð útrýming á öllum „óæskilegum“ sem náðist í. Vegatálmar og skoðun á persónuskilríkjum auðvelduðu leitina að fórnalömbunum. Allt frá fjórða áratug síðustu aldar höfðu persónuskilríki tilgreint hvaða þjóðflokki íbúarnir tilheyrðu. Með hatursáróði og lygum um hvað tæki við í framtíðinni, kæmust Tútsar aftur til valda, voru almennir Hútúmenn einnig hvattir til illvirkja. Þjóðernishreinsanir stjórnarhersins stöðvuðust ekki fyrr en Rwandan Patriotic Front, undir forystu Paul Kagame, náði völdum nokkrum mánuðum síðar. Þá flýðu margir Hútúmenn til nágrannalandanna þaðan sem þeir hófu að skipuleggja gagnsókn.

Sameinuðu þjóðirnar og Vesturlönd voru gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist við og stöðvað blóðbaðið en ein elsta regla alþjóðalaga, sem er virðing fyrir fullveldi ríkja, stóð gegn slíkum inngripum. Með öðrum orðum reglan um að erlend ríki eigi ekki að skipta sér af stjórn annarra ríkja. Hin síðari ár hefur þó þeirri skoðun vaxið fylgi að ríkjum beri skylda til að stöðva hryllilegt ofbeldi gagnvart borgurum annarra ríkja. Loftárásir NATO gegn hersveitum Serba í Kosovo árið 1999 voru meðal annars réttlættar út frá skyldu alþjóðasamfélagsins til að vernda mannslíf (e. humanitarian intervention) og sama má segja um loftárásir NATO á Lýbíu 2011. Alþjóðastjórnmál eru hins vegar oftast hráskinnaleikur sem stjórnast af hagsmunum og valdatafli helstu stórvelda.

Þjóðarmorðin fólu í sér skipulega útrýmingu á öllum „óæskilegum“ sem náðist í. Rúanskur drengur hylur andlitið gegn ódaun líkfjöldans. Myndin er tekin 19. júlí 1994.

Næstu árin í Rúanda einkenndust af flóttamannavanda og áframhaldandi stríðsátökum við sveitir Hútúmanna sem börðust aðallega frá nágrannaríkinu Zaire (sem nú kallast Lýðstjórnarlýðveldið Kongó). Árið 1999 komst loks á friður milli fylkinga en örðugt reyndist að ná fram réttlæti þar sem dómskerfið var í rúst og skoðanir skiptar um hvar ábyrgðin lægi. Frá 1994 hefur Paul Kagame og hreyfing hans haft algjöra yfirburðastöðu við stjórn enda hefur lýðræðinu verið sniðinn þröngur stakkur í landinu. Rúanda raðast afar lágt á listum um lýðræði (e. Democracy Index). Með öðrum orðum er Rúanda enn einræðisríki. Efnahagslegar framfarir frá því að friður komst á hafa verið þó nokkrar. Engu að síður búa um 63% íbúanna við mjög mikla fátækt og ríkið reiðir sig mjög á þróunaraðstoð. Um 85% íbúa stunda landbúnað sem sýnir að landið er enn stutt komið í efnahagslegri þróun. Friður hefur þó ríkt í landinu hin síðari ár.

Myndir:

...