Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á lýðræði og lýðveldi?

Ívar Daði Þorvaldsson

1944
Lýðræði er skilgreint á þennan hátt í Íslenskri orðabók:
Stjórnarfar þar sem almenningur getur með (leynilegum) kosningum haft úrslitavald í stjórnarfarsefnum; réttur og aðstaða einstaklinga eða hópa til að láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni.
Hægt er að tala um mikið eða lítið lýðræði, allt eftir því hve mikil áhrif tiltekinn einstaklingur getur haft í samfélagslegum málefnum. Auk þess getur lýðræði verið takmarkað með tilliti til kyns, stöðu og aldurs.


Hinn 9. september árið 2008 voru 60 ár liðin frá stofnun Alþýðulýðveldisins Kóreu.

Lýðveldi mætti hins vegar líta á sem eins konar form stjórnskipunar, í Íslenskri orðabók er það skilgreint svona:
Þingræðislegt stjórnarfar þar sem æðstu menn eða æðsti maður (forseti) ríkisins er þjóðkjörinn eða kosinn af þjóðkjörnum fulltrúum til tiltekins tíma.

Báðar þessar aðferðir hafa verið notaðar við val á forseta Íslands. Sveinn Björnsson var kosinn af þjóðkjörnum fulltrúum á Alþingi, sem haldið var á Þingvöllum árið 1944, er lýðveldi var stofnað. Síðan þá hafa forsetar verið þjóðkjörnir.

Það fer sjaldnast á milli mála hvort að tiltekið ríki sé lýðveldi en aftur á móti þarf að athuga vel hvort þar ríki lýðræði. Í þessu samhengi mætti nefna Norður-Kóreu en opinbert heiti þess er Alþýðulýðveldið Kórea. Áhöld eru þó um hvort að þar ríki raunverulegt lýðræði.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.6.2010

Síðast uppfært

20.5.2019

Spyrjandi

Birgitta Birgisdóttir, Elva Dögg, Eydís Lilja EinarsdóttirSteinunn Svanhildur, Kristján Már Kristjánsson, Skarphéðinn Þór

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hver er munurinn á lýðræði og lýðveldi?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2010, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50093.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2010, 23. júní). Hver er munurinn á lýðræði og lýðveldi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50093

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hver er munurinn á lýðræði og lýðveldi?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2010. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50093>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á lýðræði og lýðveldi?
Lýðræði er skilgreint á þennan hátt í Íslenskri orðabók:

Stjórnarfar þar sem almenningur getur með (leynilegum) kosningum haft úrslitavald í stjórnarfarsefnum; réttur og aðstaða einstaklinga eða hópa til að láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni.
Hægt er að tala um mikið eða lítið lýðræði, allt eftir því hve mikil áhrif tiltekinn einstaklingur getur haft í samfélagslegum málefnum. Auk þess getur lýðræði verið takmarkað með tilliti til kyns, stöðu og aldurs.


Hinn 9. september árið 2008 voru 60 ár liðin frá stofnun Alþýðulýðveldisins Kóreu.

Lýðveldi mætti hins vegar líta á sem eins konar form stjórnskipunar, í Íslenskri orðabók er það skilgreint svona:
Þingræðislegt stjórnarfar þar sem æðstu menn eða æðsti maður (forseti) ríkisins er þjóðkjörinn eða kosinn af þjóðkjörnum fulltrúum til tiltekins tíma.

Báðar þessar aðferðir hafa verið notaðar við val á forseta Íslands. Sveinn Björnsson var kosinn af þjóðkjörnum fulltrúum á Alþingi, sem haldið var á Þingvöllum árið 1944, er lýðveldi var stofnað. Síðan þá hafa forsetar verið þjóðkjörnir.

Það fer sjaldnast á milli mála hvort að tiltekið ríki sé lýðveldi en aftur á móti þarf að athuga vel hvort þar ríki lýðræði. Í þessu samhengi mætti nefna Norður-Kóreu en opinbert heiti þess er Alþýðulýðveldið Kórea. Áhöld eru þó um hvort að þar ríki raunverulegt lýðræði.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd: